Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1916, Side 73

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1916, Side 73
75 leg verðlaun, að koma sér upp lagarheldum haughúsum eða safngryfjum. Þó vita sennilega flestir, að þeir geta fátt gjört, sem borgar sig fyr eða betur, og það án verðlauna. En hvar eru framkvæmdirnar? Það eru þær, sem Sambandið og Múlasýslurnar vildu ýta undir, með verðlaununum. Aftur á móti hefir plægingum Sambandsins verið tekið mjög vel, og þar sýnilega vakn- andi áhugi. Hér er fólgið all-mikið ósamræmi. Vaknandi áhugi á jarðrækt og svefn 1 áburðarnotkun. Ný-yrkja má þó einskis síður án vera, en áburðar, og þar sem hún er, er sérstök ástæða til nýtni og hagsýni í meðferð hans. Getur verið, að ýmsir hirði og nýti áburð vel, í húsum og gryfjum, en hafi ekki athugað, eða ekki viljað sækja um verðlaun. Þeim mönnum eru þó verðlaunin ætluð, og þeir hafa verðskuldað þau, og — þeir eiga að sækja og fá þau. Og svo eiga aðrir að koma á eftir. Æskilegt væri og, að menn myndu eftir og vildu hagnýta gripahirðingar-verðlaunin. Þau eru líkleg til að bera góða ávexti með tíð og tíma. Eg hefi sérstaklega viljað vekja athygli á þessum atriðum nú. af því að þau hafa, öðrum fremur, verið látin ónotuð, eða lítt notuð síðastliðin ár, og óska, að það gæti borið einhvern árangur. Vallanesi 11. marz 1918. Magmis Bl. Jónsson.

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.