Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1916, Page 58
félag, hér um bil öll meö sömu meÖlimunum. Því aö
reyndin mun vera sú, að mestu áhugamennirnir i hverri
sveit eru í öllum þessum félögum, ef þau eru á annað
borð til. Slægju þau sér öll saman, eru líkur til að
þau yröu þróttmeiri og gætu látið meira til sín taka.
Þá eiga búnaðarfélögin mikið verk fyrir hendi með
þvi, að vekja áhuga fyrir góðri hirðingu búfjár og
hagkvæmari fóðrun en verið hefir. Margt fleira gætu
þau gert búpeningsræktinni til gagns, þó ekki verði
gengið nánar inn á það hér.
3. Að leggja stund á að safna drögum að íslenzkri bú-
fræði með búskýrslu- og búreikningahaldi. Kæmist það
í framkvæmd, mundi það verða ein drýgsta menningar-
lind búnaðarfélaganna.
Enn má nefna eitt mál, sem búnaðarfélögin ættu að
leggja meiri stund á, en víða mun hafa tíðkast hingað
til, það er að koma sér upp ofurlitlum sjóðum. Félögin
geta haft talsverðar tekjur af þeim og á þann hátt aukið
og bætt verksvið sitt. T. d. vil eg geta þess, að sam-
kvæmt skýrslu Búnaðarfélags Svínavatnshrepps hefir hér
um bil helmingur af tekjurn þess, á umræddum 50 árum,
verið vextir af eignum, og hafa þeir til samans numið
rúmum 5000 kr. Þetta atriði er ekki lítils vert, enda mun
sannast hið gamla spakmæli, að ,,holt er heima hvat“.
Þessi mál, sem hér hafa verið nefnd að framan, virð-
ast mér eiga að skipa öndvegi hjá búnaðarfélögunum.
Tækju þau málin að sér fyrir alvöru, er eg sannfærður
um, að nýr þróttur færðist í þau, því að þá er sennilegt,
að hver meðlimur gæti fengið sitt áhugamál að vinna