Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1916, Page 19
21
Skýrsla
um Gróðrarstöðina á Eiðum sumarið 1916.
Sökum þess að snjóa leysti seint, var ekki hægt að
byrja vinnu í stööinni fyr en um mánaðamótin maí og
júní. Var því ákveðiö, aö leggja aðaláherzlu á gras-
rækt, en að öðru leyti haldið áfram þeim tilraunum, sem
áður hafa verið gerðar.
Af einstökum tilraunum má nefna:
a. Áburðartilraunir: Þeim haldið áfram með sarna fyrir-
komulagi og áður; gerðar tilraunir með húsdýra-
á,burð, útlendan áburð og matarsalt, en ekki fengin
fullnaðarreynsla í því efni enn.
b. Samanburðartilraunum á rófnaafbrigðum haldið áfram
eins og áður.
e. Nýyrkju- og beititilraunum utan stöðvar haldið áfram
eins og að undanförnu.
Matjurta- og blómarækt var lítið sint, sökum þess
hversu seint var hægt að sá; þó var sáð þeim tegundum,
sem skemstan vaxtartíma þurfa. Þar til má nefna nokkrar
fljótvaxandi tegundir af ertum, sem náðu nægilegum
þroska.
Tré og runnar máttu heita eyðilagðir eítir veturinn
af ágangi gripa. Það getur því ekki verið að tala um