Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1916, Qupperneq 22
24
8. júní. Umhirða öll var erfið, vegna hinnar óhagstæðu
vorveðráttu.
Hrútar tilheyrandi kynbótabúinu voru ekki nema 3.
En auk þess voru notaðir 3 aðrir hrútar á nokkrar ær,
og voru sUmir þeirra eigi tilheyrandi Birni bónda Halls-
syni, en þó voru þeir af sama stofni og fé hans. Var
það mest gert vegna skyldleika, sem er orðinn milli hrút-
anna og ánna, enda þótt ekki væri um þá galla að ræða
á fénu að þess væri nein veruleg þörf. Tveir af hrútun-
um hafa verið notaðir áður, en hinn 3., Mörður, er að-
keyptur frá Stefáni bónda Einarssyni í Möörudal. Er
hrútur þessi af sama kyni og aðrjr hrútar, er búið hefir
fengið frá Möðrudal. Aldur og þungi hrútanna er sem
hér segir: •
Nöt’n og aldur. ia. nkt. 25 jan 10 april.
Dalur, þrevetur .... 87.5 kg. 75.0 kg. 70.0 kg.
Lappi,- tvævetur .... 76.5 — 71.5 — 70.0 —
Mörður, veturgamall . ekki veginn 57.5 — 55.0 —
Hrútarnir voru notaðir þannig, að Mörður var notaður
handa 18 ám, Dalur handa 8 árn og Lappi handa 7 ám.
Hver hrútur eyddi að meðaltali 290 kg. af útheyi.
í haust voru seldir 6 hrútar frá búinu, og 1 tekinn til
notkunar við það framvegis. Þyngsti hrúturinn vóg 70
kg. Meðalverð á hinum seldu hrútum var kr. 55.67. Voru
það alt fremur laglegar kindur, en ekki stórar.
Eins og áður er tekið fram fæddust vorið 1916 50
lömb. Af þessum 50 lömbum drápust þá 5 og 3 vantaði
af fjalli, voru þá ekki eftir nema 42 lömb. Af þessum