Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1916, Side 28
30
frekar aö tálnia sölu, heldur en örfa, eöa aö minsta kostí
muni ýms önnur atvik ráöa miklu þar um.
AS endingu skal þaö tekiö fram, aö síöasta árið fer
nú í hönd, sem búið hefir loforö fyrir opinberum styrk.
Vil eg í því sambandi leyfa mér aö geta þess, aö yíirlits-
skýrsla verður gerö yfir starfsemi búsins næsta ár, þegar
búiö hefir starfað í 5 ár; ætti þá aö fást nokkurt heildar-
yfirlit yfir starfsemina.
Þótt ekki birtist hér nein yfirlitsskýrsla, og af þeirri
ástæöu ekki hægt aö gera sér glögga grein fyrir árangr-
inum, virðist mér óhjákvæmilegt aö gera sér ljóst nú
þegar, hvort Sambandiö vill halda áfram að styrkja búið
eða ekki, aö þessum 5 árum liðnum. Mér viröist árangur
af starfsemi búsins hafa orðið sæmilegur eftir atvikum,
og aö ekki sé rétt að hætta að styrkja búið einmitt þegar
má fara að búast við árangri af starfinu fyrir alvöru.
Væri nú hætt aö styrkja búiö, heföi það enga sölu-
skyldu framvegis, og væri þá bert, að þvi fé hefði verið
á glæ kastaö, sem hingað til hefir verið veitt. Hins-
vegar er þaö tilgangurinn meö stofnun kynbótabúa, að
tryggja almenningi kaup á kynbótadýrum. Verð eg því
að leyfa mér að leggja til, að Sambandið taki til yfir-
vegunar á fundi sínum hverja afstöðu það vill taka tif
kynbótabúsins á Rangá í framtíðinni, og til kynbótabúa-
málsins í heild sinni.
Benedikt G. Blöndal.
Til Búnaöarsambands Austurlands.