Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1916, Side 30
32
Fyrir búnaðarfélag skriðdalshrepps: séra Magnús BL
Jónsson í Vallanesi.
Þess skal getið, að aðal-starfsmaður Sambandsins,
Benedikt G. Blöndal, gat ekki setið fundinn, sökum
þess að hann er á búnaðarþingi í Reykjavík, sömuleiðis
ritari.
Formaður stýrði fundinum og féhirðir bókaði fundar-
gjörðina.
Var þá gengið til dagskrár, þannig:
1. Stjórn Búnaðarsambandsins hafði falið ráðunaut
Benedikt G. Blöndal að halda fyrirlestur á þessum fundi
um störf Búnaðarfélagsskaparins á Islandi. En þar eð
hann var fjarstaddur, sendi hann fyrirlesturinn á fund-
inn; var hann lesinn fyrir fundarmönnum af féhirði
Sambandsins.
Þá koinu á fundinn þeir Stefán Þórarinsson á Mýr-
um og Finnur Bjömsson á Geirólfsstöðum, báðir fyrir
búnaðarfélag Skriðdalshrepps. — Alls þá komnir 11 full-
trúar.
2. Formaður las upp skýrslu stjórnarinnar
og um störf hennar á umliðnu ári. frá síðasta aðalfundi.
Lesin var upp skýrsla um störf ráðunautsins, frá síð-
asta aðalfundi. Loks var lesin upp skýrsla um kynbóta-
búið á Rangá. yfir tímabilið frá i. nóv. 1914 til 31. okt.
1915. Skýrsla um gróðrarstöðina var ekki lögð fram, en
starfsmaður hennar. Sigmar Guttormsson, skýrði frá
aðalefni hennar; en eldri skýrsla var við höndina. Hinar
skýrslurnar voru lagðar fram til athugunar á fundinum.