Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1916, Side 45
einstaklings og fá hann til aö sjá sjálfan nauösyn á and-
legum og likamlegum framförum sínum, fá hann af
sjálfsdáöum til aS bæta sjálfan sig og hag sinn. Og til
þess aS örfa hann og styrkja enn betur til framsóknar aS
settu marki, bjóða þeir honum liðveizlu sína, sem getur
komið á margan hátt frarn i framkvæmdinni. Þessi hugs-
un virSist mér aðalgrundvöllurinn undir öllum heilbrigö-
um félagsskap og samtökum.
Fyrir mína parta lít eg svo á, aö þessi grundvöllur
sé sá eini, sem hefir verulega djúpgeng og heillavænleg
áhrif á framþróun mannkynsins, og þar af leiöandi er
hann sá lang-æskilegasti. En þaö er hvorki staður eöa
stund til aö fara nánar út í þá sálma hér.
Menn geta tekið höndum saman til samvinnu í margs
konar tilgangi og til aö vinna aö margvíslegum umbót-
um. Stundum er tilgangurinn aö vinna aö einhverju þvi
markmiöi er snertir alt mannkyniö, stundum er markið
heildarhagsmunir einhvers þjóöfélags, og loks getur
markiö veriö að bæta kjör eöa hafa áhrif á hagsmuni
einhverrar stéttar innan einhvers þjóöfélags eöa hluta
af því.
Meö eftirfarandi oröum skal gerð nokkur grein fyrir
þeim félagsskap, sem hefir hag hinnar íslensku bænda-
stéttar aö markmiði, hvort hann á nokkurn tilverurétt
eða ekki, hvernig honum er fyrir komiö og hver verk-
efni honum viröast liggja hendi næst.
Það er ofureðlilegt, að við leggjum fyrst fyrir okkur
þá spurningu, hvort í raun og veru sé þörf á nokkrum
félagsskap til aö vinna að hagsbótum og farsæld hins
íslenska landbúnaðar.