Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1916, Qupperneq 47
49
Þetta má gera með: girðingum, útgræöslu, framræslu,
vatnaveitingum, auknum og bættum áburði o. fl.
Eigi íslenskur landbúnaðar nokkra framtíð fyrir sér,
verður að auka og bæta hið ræktaða land til mikilla
muna; kemst hver maður þá af með minna landrými,
en við þaö vinst rúm fyrir þess fleiri. Þess meira sem
þéttbýlið væri, þess greiðara væri að koma ýmsum um-
bótum í framkvæmd, t. d. notkun rafmagns, umbótum
á samgöngum og ýmsu fl. En sennilega mundu þá bú-
skaparhættirnir breytast um leið.
Til þess að bæta ræktun þess ræktaða lands, sem
fyrir er, þarf mikla vinnu, en þó er sú vinna meiri, sem
gengur til að brjóta nýtt land til yrkingar, enda skortir
bændur tilfinnanlega fé og vinnu til að koma því í frarn-
kvæmd. Vinnu getur allur fjöldinn af bændum ekki fengið
nema af mjög skornum skamti. Menn vilja ekki ráðast
til einstakra manna fyrir viku eða hálfan mánuð, sem er
sá tími er fjöldinn af bændum hefir ráð á að halda mann.
Aftur getur búnaðarfélag fremur fengið mann til að
vinna hjá sér alt vorið með skaplegum kjörum, af því
vinnutíminn er lengri, og á þann hátt geta þeir orðið að-
njótandi vinnu, sem anars fá hana enga. Þannig verður
félagsskapurinn til að tryggja vinnu við ræktun landsins,
sem annars fengist ekki til þess starfs, og í annan stað
verða þeir einkum vinnuaukans aðnjótandi sem enga
vinnu mundu annars geta fengið.
í annan stað er það líka að athuga, að mörg af þess-
um ræktunarstörfum krefjast sérþekkingar. Gerir það
hverjum einum vinnuþiggjanda miklu erfiðara að fá hæfa
menn til að leysa verkið af hendi, og það er litt hugsandi
4