Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1916, Page 53

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1916, Page 53
55 meS nál. 3300 meölimum. Er það nál. helmingur allra bænda í landinu. Af þessum 180 félögum eru um 130 í BúnaSarfélagi íslands, sem sérstakir meðlimir. Menn fundu það, að hreppsbúnaðarfélögin fullnægðu ekki þörfum manna og að nauðsyn bar til stofnunar stærri félaga. Þessi hugsun hefir sennilega vakað fyrir stofnöndum Ræktunarfélags Norðurlands, er var stofnað 13. júní 1903. Félag þetta hefir til þessa eingöngu verið jarðræktarfélag. Það nær yfir allar sýslur í hinum forna Norðlendingafjórðungi. Næst í röðinni kemur svo Búnaðarsamband Austur- lands. Fyrsti vísir þess var stofnaður 8. október 1903 af nokkrum búnaðarfélögum á Fljótsdalshéraði. Síðan hafa flest búnaðarfélög í Múlasýslum og Austur-Skaftafells- sýslu gengið inn í það. Félag þetta hefir frá upphafi haft öll algeng búnaðarmál á stefnuskrá sinni. Nú er svo komið, að stærri og smærri búnaðarsambönd eru mynduð um land alt. Lúta þau öll fjármálalega undir Búnaðarfélag íslands. En að öðru leyti hafa þau full- komna sjálfstjórn í málum sínum, og þurfa ekki að standa neinum reikningsskap ráðsmensku sinnar, er nokkrum fjárveitingum er slept. Með þessu má segja að grindin sé reist í búnaðar- félagsbyggingu okkar, en hún er enn sem komið er laus- lega telgd saman. Verður það verkefni næstu ára að koma betra og fastara skipulagi á í þessum efnum. Finst mér, að sú alda ætti helzt að ganga út frá Búnaðarfélagi Islands; mundi samræmið þá verða mest. En finni það ekki köllun hjá sér til að breyta til og bæta um, verða ^ðrjr að hefjast handa í þeim efnum.

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.