Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1916, Page 65

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1916, Page 65
ö7 fyrirkortiuiag þeirra lúti því i nokkru. Þaö er stóri bróð- irinn, sem styður hinn veikari og minni, ef honuin svo sýnist, en annars ekki. Mikið af því fé, sem gengur til búnaSarmála hér á landi fer í gegn um hendur BúnaSarfélags íslands; en ekki nærri alt. ÞaS hefir þvi nokkur fjárráö og getur ráöist i að styrkja ýms fyrirtæki með allriflegum fjár- upphæðum. Eru það stærri jarðyrkjufyrirtæki, ýmislegt viðvíkjandi húsdýrarækt, gróðurtilraunir, mjólkurskóli og ýmis konar námsskeið. Veitir ungum mönnum námsstyrk til utanferða, hefir sérstaka ráðunauta til leiðbeininga o. m. fl. Auk þess er aðalfjármagn sambandanna frá Búnaðarfélagi Islands. Þá er Búnaðarfélag íslands ráðunautur landstjórnar- innar í mörgum málum. Og yfirleitt mun landsstjórnin hafa þá venju, að leita umsagnar þess áður en fastar ákvarðanir eru teknar um framkvæmdir hennar í bún- aðarmálum. Aftur mun ekki vera siður að bera öll laga- frumvörp, er búnaðinn snerta undir það, áður þau eru lögleidd, hvorki þau er koma frá stjórninni, né einstök- um þingmönnum. Eins og áður hefir verið að vikið, er Búnaðarfélag íslands sjálfstætt félag, en ekki neitt beint allsherjar sam- band af samböndum og búnáðarfélögum landsins. Af því leiðir aftur, að það er engin yfirstjórn búnaðarsam- vinnunnar hér i landi, og verður að telja það ókost. Spor var stígið í áttina til að gera búnaðarfélagið að sambandsfélagi þegar Ræktunarfélag Norðurlands og Búnaðarsamband Austurlands fengu rétt til að kjósa full- trúa í fulltrúaráð þess, en svo eru búnaðarsamböndin 5*

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.