Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1916, Blaðsíða 71
73
sáðtegundir o. fl. Pantarir sendist ráðunaut Sambands-
ins, sem annast slíkar útveganir fyrir þess hönd, fyrir
lok janúarmán, ár hvert. Borgun pantaðra muna á að
fylgja pöntunum, eftir áætluðu verði, er ráðunautur aug-
lýsir búnaðarfélögum fyrir fram.
* *
*
Menn eru beðnir að gefa gaum þessum íhugunar-
atriðum, bæði að því er snertir ýmsar reglur og fyrir-
komulag við starfsemi Sambandsins, sem ekki verða
framvegis teknar upp í bréf, þegar þær nú eru auglýst-
ar í ársritinu, og eigi síður hitt, að láta Sambandinu i
Ijósi óskir sínar og þarfir, og að gjöra það á réttum
tíma. Mörgum aðalstörfum Sambandsins verðnr að
ráðstafa, ekki síðar en í febrúarmán. og helst fyrrihluta
þess mán. Þá heldur stjórnin venjulega aðalfund sinn.
Fyrir þeim fundi þurfa allar umsóknir að liggja, svo
að störfunum verði raðað niður, án þess að hvað rekist
á annað. Þegar þessari niðurröðun er lokið, er mjög
hæpið, að óskum eða umsóknum, er síðar koma, verði
fullnægt- Því er það svo áríðandi, að allar málaleitanir
séu komnar til Sambandsins fyrir lok janúarmán. Væri
æskilegt að formenn búnaðarfélaga grensluðust eftir
óskum og þörfum félagsmanna sinna, og kæmu þeiin
svo áfram.
Sambandið vill fá óskir og umsóknir, helst svo
miklar, sem það getjr frekast fullnægt. Það óskar, að
félög og einstakir menn hafi starfslöngun og starfa-
áform, og það langar til að geta glætt löngunina og
beint henni i hagkvæma átt, og að geta stutt áformin,