Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1953, Page 76

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1953, Page 76
76 PÉTUR SIGURÐSSON Gissur var sonur séra Bjarna skálds Gissurarsonar í Þingmúla. Brynjólfur biskup styrkti Gissur til utanfarar; hann var skrásettur 1671, en dó í Höfn 1672. 7. (5)a. Latínukvæði, 16 Ijóðlínur. Upphaf: Qvent Deus omnipotens Claro mactavit honore, Hunc debent homines concelebrare Virum. Debiti honoris ergo ita gratulabundus vovebat. Bernhardus Gislavius Isl: Bjarni Gíslason prests á Bergsstöðum í Svartárdal Brynjólfssonar. Skrásettur 1671. Bjarni varð að- stoðarprestur föður síns og andaðist um 1680. 8. (5)ab. Latínukvæði, 32 ljóðlínur. Upphaf: Promicat totum variis per orbem Jam dies felix radiis micante Sole, Sed cæptis faveant suprema numina nostris Mæcenati suo plurimum honorando ita gratulatur. Jonas Hallgrimi. Isl: Jón Hallgrímsson (d. 30. sept. 1693), sonur séra Hallgríms í Glaumbæ Jónssonar. Skrásettur 1671, attestatus; vígðist aðstoðarprestur til föður síns 1674, fékk Glaumbæ að honum látnum 1681. 9. (5)b—(6)a. Latínustef, 6 ljóðlínur. Upphaf: Inter aves dulci CantiIIat alauda susurro ... Ferskeytla: Biskups Naffnid bindist vid Bæna heitur Ande Hefiest tign med helgum Frid Hellst a fpdurlande. Ita gratulatur Jonas Sigurdi Isl. Enginn Jón Sigurðsson er skrásettur í háskólanum um þessar mundir, en þá dvöldust í Kaupmanna- höfn Jónar tveir, synir Sigurðar lögmanns í Einarsnesi Jónssonar, er báðir höfðu stundað nám í Skál- holtsskóla. Jón eldri, síðar klausturhaldari á Reynistað og sýslumaður í Húnavatnssýslu, fór til Hafnar 1669 og kvæntist þar danskri konu 1672 (Smævir I, 586). Hann andaðist 1678. Jón yngri (um 1649— 1718), síðar sýslumaður í Borgarfjarðarsýslu, veiktist í skóla 1669—70; varð rekistefna mikil af þeim veikindum og kennt göldrum. „Jón var þar eftir litla hríð hjá föður sínum og fór síðan utan til meiri frama sér.“ Kom út „nálægt 1675“ (Smævir III, 492). Það er ekki víst, að Jón yngri hafi verið kominn til Ilafnar í ársbyrjun 1672. Sennilega er Jón eldri hér að verki, enda mætti gera ráð fyrir, að höfundur- inn hefði auðkennt sig nánar, ef þeir hefðu báðir bræður verið þá í Höfn. 10. (6)a. Latínustef, 41jóðlínur. Uppliaf: Te precor Omnipotens rutilo qvi nixus Olympo ... Ferskeytla:

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.