Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1953, Síða 81

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1953, Síða 81
SEXTÁNDU OG SEYTJÁNDU ALDAR BÆKUR 81 III, bls. 78—80. En skinnbókin er sérstæð að því leyti, að öllu þvx, sem bætt var á spássíuna, er þar sleppt. Það má sjá, að handritin, sem prentað var ofan í, voru í stærra broti en lögbókin, með lituðum upphafsstöfum; þau voru á latínu og kirkjulegs efnis, sum með nótum. Skinneintakið í Kaupmanna- höfn er prentað á sams konar skafið skinn. Á titilblað er skrifað: Bok Sigurdar Jonssonar ad Einars nese (er nu) giefin af (hönum hans) sine Gudmunde 1675.* Sigurður lögmaður átti 3 Guðmunda; hinn elzti er fæddur um 1648 og varð síðar lögsagnari Sigurður lögmanns Björnssonar, mágs síns, í Kjósarsýslu og býr 1703 í Litla-Saurbæ á Kjalarnesi. Síðar hefur eignazt bókina Lauritz Gottrúp lögmaður. Á spennslum hennar er fanga- markið L C G og ártalið 1709. Hefur hann látið binda hana á ný, og við það hefur skorizt utan af því, sem ritað var á spássíur. Titill sá á útgáfunni 1580, sem prentaður er í Islandica IV, bls. 21, er frábrugðinn titilblöðum í öðrum eintökum, en í lslandica IX, bls. 26, er titillinn eins og venjulega. Titillinn í Isl. IV er tekinn eftir eintakinu, sem hér er merkt 1580 E, en það titilblað er síðar prentað, svo sem greint er á saxir- blaði bókarinnar: „... Af Titel-bladet (som er trykt af nyt efter et gammelt, som hr. biskop Ilarboe eger) seez, at trykningen er begyndt 1578, men oplaget ikke fuldendt förend 1580 ...“ I Lbs. er eintak af þeirri útgáfu lögbókarinnar, sem venjulega er talin til ársins 1582. 1 það vant- ar 9 fremstu blöðin og 5 blöð aftan af. Þetta er að öllu leyti ný prentun, en stenzt alveg á við frum- útgáfuna blað fyrir blað. Þar eru teknir upp viðaukarnir tveir á fremri bls. Ki, en aftur á móti ekki viðaukinn á aftari bls. DIETRICH, VEIT. Summaria Yfer Þad Nyia Testamentid. Núpufelli 1589. í Lbs. eru 4 eintök heil. I 3 þeirra eru á aftari bls. aftasta blaðs (bl. 193) prentaðar leiðréttingar á nokkrum prentvillum, sbr. Isl. IX, 39. En í fjórða eintakinu er þessi bls. auð, og er því Ijóst, að eitthvað af upplaginu hefur verið sent frá prentsmiðjunni, áður en prentvilluskráin var prentuð á það, sem eftir var, er hefur að líkindum verið þorri eintakanna. Rétt er til getið í Isl., að autt blað liafi verið aftast, er fyllti örkina; það sést af öðru eintaki í Lbs., en blaðið hefur þar verið skorið frá. DIETRICH, VEIT. Summaria Viti Theodori Y/er allar Spamanna Bækurnar. Hól- um 1602. Aftan við Súmmaríuna er „Registur Y/er alla Bibliuna“. I því hefur á bl. Eeiij a fallið niður orð- ið „Oviner". Ur því var bætt með því að prenta á lausan miða það, sem úr hafði fallið. Miðinn er jafnbreiður bókinni og á honum 10 línur prentaðar. Þessi miði er festur inn í annað eintakið af rit- inu, sem til er í Lbs., en vantar í hitt. DAVÍÐS SÁLMAR. Hinn stutte Davids Psalltare. Prentað aftan við: Musculus, Andreas: Christeleg Bœnabok. Hólum 1611 og oftar, sbr. Isl. XIV, 76. Neðst á titilblaði stendur A. J„ þ. e. fangamark Arngríms Jónssonar. Hér er þó ekki að ræða um sjálfstæða þýðingu. Arngrímur hefur tekið texta Guðbrandsbiblíu, en breytt honum víða og fært til betra máls og íslenzkulegra. Sbr. Afmæliskveðja til . . . Alexanders Jóhannessonar, 1953, bls. 117— 125, grein eftir Jakob Benediktsson cand mag. ANATOME BLEFKENIANA. Hamb. 1613. í eintaki því, sem lýst er í Isl. XIV, 47—48, standa á titilblaði orðin: Cui annectitur Crymogæa Rerum Islandicarum. Þetta titilblað hefur verið prentað sérstaklega fyrir útgáfu, sem í væri Anatome, Orðin innan sviga eru lítt læsileg og ekki örugg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.