Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1953, Side 83

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1953, Side 83
SEXTÁNDU 0G SEYTJÁNDU ALDAR BÆKUR 83 Ártalið er í B prentað með smærra letri en í A, og annar rósabekknr er á titilblaðinu; hefur mér ekki tekizt að finna þann bekk í öðrum bókum í Lbs. frá 17. öld, en rósabekkurinn í A kemur víð- ar fyrir. Í A kemur strax á eftir titilbiaði tileinkun sr. Þorkels Arngrímssonar á 7 blöðum; þau eru tölu- sett 2—8, og fyllir titilblaðið þá örkina, og er hún prentuð þannig. Þá er formáli sr. Jóns á Melum, sonar höfundarins, á 5 blöðum, tölusett 1—5, en þá tekur við meginmálið á örk A. í B er formáli sr. Jóns næst á eftir titilblaði, og hefur 1. örkin í þeirri gerð verið 6 blöð: titilblaðið og 5 blöð formál- ans, því að 5. bl. formálans er áfast við titilblaðið í kili (antagónisti). Tileinkunin kemur þar á eft- ir, tölusett 2—8, eins og í A, og hefur upphafiega titilblaðið verið skorið frá örkinni. Það er því líkast sem titilblað hafi verið prentað bæði með tileinkuninni og formálanum, en þegar bókin var bundin, varð auðvitað að skera annað titilblaðið frá. JÓNSSON, ÞORSTEINN (d. 1699). In [exejqvias | Reverendi [Domijni & optimi viri, | Dni. Magni Jonæ F. j Pastoris Mælifellensis Ecclesiæ in S[cha]gafiord olim vigi- lantissimi, Soceri sui j Charissimi, qvi anno ab Incarnat[io]ne Filii Dei Millesimo, Sexentesimo [!], | Sexagesimo secundo é viv [is ben] é & placidé excessit Domini- j ca Vocem Jucu[ndit]atis, ad vesperam. | Hoc qvicqvid Epitaphii posuit j Thorstan[us] Jonæ Gene[r] |—|. Fol. Brot í Lbs.; ofanrituð grafskript; fyrir neðan latínukvæði í 2 dálkum; aðeins varðveittar 16 lín- ur af fremra dálki, engin heil. Sennilega prentað í Kaupmannahöfn 1662. — Dominica Vocem Ju- cunditatis er 5. sunnudagur eftir páska, sem 1662 var 4. maí. — Um sr. Magnús sjá ísl. æviskrár III, 432. -— Þorsteinn Jónsson var síðast prestur að Eiðum. Hann var sonur sr. Jóns Runólfssonar, síðast á Munkaþverá, og Sigríðar Einarsdóttur Nikulássonar. Ilann var bróðir Runólfs Jónssonar mál- fræðings. Á blaðið erritað: Libri posessor | Anno 116162 j Hallthorus GislavTi]. Isl. XXIX, 73. Þar hefur fallið lína úr textanum og eyðurnar ekki fylltar sem má. GAUTREKS SAGA. Gothrici & Rolfi Westrogothiæ Regum Historia . .. Upsaliæ ... 1664. Þess er getið í Isl. XIV, 28—29, að til séu eintök með titilbl. á sænsku, og það titilbl. er þar prentað eftir eint. í Brit. Mus. í Lbs. er eint. með titilbl. á sænsku, orði til orðs eins og í eint. Brit. Mus., en skipt öðruvísi í línur: Göthreks och Rolfs j Wesgötha Kongars | Historia | pá Gammal Götska fordom be- skrefwen, | och | Nu med en ny uttolkning utgángen | af | Olao Verelio o. s. frv. Þetta eint. er og frábrugðið eint í Brit. Mus. að því, að í það vantar Notœ Vereliusar og Scheffers. Svo sem tekið er fram í Isl., eru til ýmsar gerðir þessarar útg., og munu flestar vera í Lbs. I 2 eint. þar er myndablaðið við bls. 43 í Notœ, sem er afarfágætt. í einu eint. er textinn eingöngu. I því eint. eru aftan við ártalið og í sömu línu skrifuð tvö upphafs L samslungin, það er bókarmark Brynjólfs biskups (= lupus loricatus, brynjaður úlfur). Þá er eintak, þar sem Notœ eru prentaðar ttærra letri en í hinum, en eru þó á jafnmörgum (129) bls. HÁVAMÁL. 1665. í eintaki Fiske-safns eru tvær prentvillur á titilblaði (EthicaOdini ... Sæmudi), sbr. Isl. XIV, 41. í Lbs. eru 3 eint., og eru þessar prentvillur í engu þeirra. Bókavörður Fiske-safns befur skýrt mér frá, að eintak af bókinni sé í aðalbókasafni Cornell-báskóla; í því eru ekki heldur þessar prentvillur.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.