Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1953, Side 93

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1953, Side 93
RICHARD BECK r Sænsk-amerískur fræðimaður og Islandsvinur Alhnargir fræðimenn af norrænum ættuin kenna Norðurlandamál og bókmenntir í há- skólum í Bandaríkjunum. Framarlega í þeim hópi stendur dr. Adolph Burnett Benson, en hann var um langt skeið og þangað til fyrir nokkrum árum prófessor í germönskum og norrænum fræðum við Yale-háskólann víð- kunna. Hefir hann, meðal annars, lagt hreint ekki litla rækt við íslenzk fræði og ritað marg varðandi ísland og bókmenntir vorar. Dr. Benson, sem heitir skírnarnafni Adolf Berndt Bengtson, er járnsmiðssonur, fædd- ur í Nybyggden, Orkened sókn, á Skáni í Sví- þjóð 22. nóv. 1881. Ellefu ára að aldri flutt- ist hann vestur um haf með foreldrum sín- um og systkinum, og séttist fjölskyldan að í East Berlin í Connecticut ríki. Þar sem hann var elztur níu systkina, fór Benson snemma að vinna fyrir sér, og samhliða skólagöng- unni stundaði hann bæði verksmiðjuvinnu, bændavinnu og tímakennslu. Hann braut- skráðist af Wesleyan University þar í ríkinu með „Bachelor of Science“ menntastigi (og háum heiðri í þýzku) árið 1907. Næstu tvö árin kenndi liann nýju málin (frönsku.þýzku og spænsku) á menntaskóla einum í Penn- sylvania ríki, stundaði síðan framhaldsnám í germönskum fræðum á Columbia-háskóla í New York önnur tvö ár, en gerðist því næst Dr. Aclolph Burnett Benson kennari í þýzkudeildinni við Dartmouth Col- lege í New Hampshire ríki fram til ársins 1914. Þá bauðst honum kennarastaða í þýzku og Norðurlandamálum við Yale háskólann, hækkaði þar stöðugt í tign, unz hann varð prófessor í þeim fræðum, og jafnframt árin 1932—1944 forseti deildarinnar í germönsk- um málum; en af háskólakennslu lét hann árið 1947, er hann hafði náð aldurstakmarki kennara við skóla sinn, enda átti hann sér að

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.