Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1968, Page 98

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1968, Page 98
98 SVEINBJÖRN EGILSSON OG CARL CHRISTIAN RAFN Gísla Brynjólfssonar og Sveinbjarnar Egilssonar, er báðir höfðu unnið að útgáfu Sturlungu á vegum Hins íslenzka bókmenntafélags, en Sveinbjörn jafnframt veturinn 1818-19 skrifað upp í Árnasafni handritið 61 fol., er síðar var lagt til grundvallar í fyrstu tveimur bindum Ólafs sögu Tryggvasonar í Fornmannasögum. Gísli Brynjólfsson varð stúdent frá Bessastaðaskóla 1812, fór utan 1815 og lauk embættisprófi í guðfræði síðla árs 1819. Hann dvaldist áfram ytra við rannsóknir og hlaut 1823 doktorsnafnbót í heimspeki fyrir ritgerð um rúnir. Hann var hér heima sumarið 1823, en kom alfari til landsins 1824 og gerðist prestur á Hólmum í Reyð- arfirði. Af bréfi, sem Sveinbjörn Egilsson skrifar Gísla Brynj ólfssyni, Þorgeiri Guðmunds- syni og Rafni 24. júlí 1824,1 sést, að Þorgeir hefur að því er virðist orðið til að kynna Sveinbirni hið fyrirhugaða félag og mælast til þátttöku hans. Bréfið hefst á þessa leið: „Mér til mikillar gleði varð ég þess vísari af bréfi Þorgeirs Guðmundssonar til mín í fyrra, að þrír lærðir menn og áhugasamir iðkendur fræðanna hefðu bundizt samtökum um að draga fram í dagsljósið fornnorræna fjársjóði, sem enn liggj a að mestu í afkimum bókasafnanna. Tilmælum hans um, að ég gengi í þennan virðingar- verða félagsskap, svaraði ég afdráttarlaust á þá leið, að hagur minn og aðstæður gerðu mér ekki kleift að snara út tilskildu fé, en ég gat þess jafnframt, að sökum áhuga míns á þesu fyrirtæki væri ég reiðubúinn að styðja félagið í viðleitni þess, að því leyti sem þekking mín og staða frekast leyfðu. Það, sem ég skrifaði þá honum einum, frá því skýri ég nú sjálfu félaginu og svara þannig minnisgreinum þess frá 3. apríl sl. Sel ég yður það í sjálfsvald, hvort þér viljið hafa mig að samstarfsmanni, ef þér þurfið hans við vegna hinnar víðtæku áætlunar. Ég hlýt og að líta frá þessu sjónarmiði á nafn mitt undir boðsbréfum þeim, er beint var til væntanlegra áskrif- enda.“ Sveinbjörn reifar síðan einstök atriði áætlunarinnar, fagnar því, að vanda á sem mest til textans, og mælir nokkur varnaðar- og hvatningarorð í þá átt. Hann lýkur bréfi sínu með þessum orðum: „Ég bíð óþreyjufullur þessarar útgáfu ýmislegra íslenzkra sagna. Það eitt að fá útgefinn íslenzka textann svo réttan sem kostur er er afar mik- ill ávinningur. Því fleiri sögur sem vér fáum í réttum textaútgáfum, því tryggara verður að segja til um forna málvenju og rithátt.“ Tveimur dögum síðar, 26. júlí 1824, skrifar Sveinbjörn jafnframt Rafni einum bréf,2 þakkar honum fyrst fyrir 2. bindi af Nordiske Kæmpehistorier - og 1. bindið, er Þorgeir Guðmundsson hafði sent honum, og er ljóst, að þeir ytra hafa með þessu 1 Bréfið er ni. 'i. til í uppskrift Dagmarar Rafn í Lbs. 485 4to. Sjá ennfremur 1. neðanmálsgrein á 106. bls. 2 Ny kgl. saml. 1599 fol. C. C. Rafns Papirer I, 1. En mjög mörg bréfa Sveinbjarnar til Rafns eru þar saman komin. Benedikt Gröndal birtir alls 15 bréf föður síns til Rafns í útgáfu þeirri, er áð- ur getur, Breve fra og til Carl Christian Rafn. Þau bréf Sveinbjarnar til Rafns, er ég vitna til í grein þessari, eru í útgáfu Gröndals, nema annars verði getið. Sveinbjöm skrifaði Rafni jafnan á dönsku, og hef ég því snúið bréfunum á íslenzku.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.