Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1968, Side 112

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1968, Side 112
112 JORIS CAROLUS OG íSLANDSKORTHANS boom, norður í höf, og var Joris Carolus leiðsagnarmaður eða stýrimaður á öðru þeirra. Svo var taliö, þótt ekki þyki það ugglaust, að leiðangursmenn hafi komizt norður á 83° n.br. Arangur varð ekki annar en fundur Jan Mayen, sem heitin var eftir Jan Jacobszoon May, skipstjóra á De goude Cath. Joris Carolus vann að undir- búningi fararinnar og birti síðar tillögur sínar varðandi leiðangurinn í safni sjó- korta, sem hann gaf út 1634.1 Keuning telur einnig líkur til, að Joris Carolus hafi verið með í leiðangri, sem farinn var 1615 á einu skipi vestur í Davis-sund, ef takast mætti að finna sjóleið norðan Ameríku til Indlands. Komust leiðangursmenn norður á 71° n.br. Ekki bar sú för heldur árangur. Sennilegt er talið, að Joris Carolus hafi einnig verið með í norðurför Den Orangienboom til Jan Mayen 1616, en þar sneri skipið við og sigldi suður með austurströnd Grænlands og fyrir Hvarf til „het west- lant van fretum davits“ (þ. e. Ameríkustranda) eins og það er cröað í feröaskýrsl- unni.2 3 Árið 1617 er Joris Carolus enn á ferð í Ncrðurhöfum, þar sem hann telur sig hafa fundið nýtt land norður þar fyrir austan Island. Landið nefndi hann eftir fæðingarborg sinni Enkhuizen Eiland. Sé hér ekki um skröksögu eða misskilning að ræða, er lands þessa efalaust að leita einhvers staðar á austurströnd Grænlands. En hvernig sem eyja þessi er undir komin, átti hún lengri viðdvöl en skyldi á sjókortum af Norður-Atlantshafi. Tveim árum síðar er Joris Carolus horfinn úr þjónustu landa sinna og kominn til Danmerkur, og 5. maí 1619 er hann skipaöur „en lehremester och vnderuiisere for worre styremend, see- och schibsfollck“3 við nýstofnaðan stýrimannaskóla, sem Kristján IV kom á laggirnar. Laun voru honum ákveðin 300 rd. árlega, en að auki var hann undanþeginn öllum konunglegum og borgaralegum sköttum.4 Gegndi hann því starfi til 1624, en þá var skólahaldi hætt um hríð. Ári síðar er Joris Carolus kominn til Islands, líklega frá Grænlandi, og 7. september ritar hann Kristjáni konungi bréf frá Bessastöðum, og er það enn til í útdrætti. Býður hann konungi þjónustu sína til Grænlandssiglinga og skýrir frá því, að hann og hollenzkur félagi hans, Adrian Dircks- zocn Leversteyn, „hajfuer bekomedt udj Grónland 170 th0nder med Sölffmalm, och menner att der er Guld iblandt. Dissligeste haffuer dj bekomedt mange Enhfirnings Horn.“5 Konungur var um þessar mundir að vasast í stórveldapólitík álfunnar og hélt sumarið 1625 með her sinn suður Þýzkaland til liðs við trúbræður sína í Þrjátíu ára stríÖinu. Ekki hafði hann erindi sem erfiði og beið mikinn ósigur við Lutter am Barenberg 17. ágúst sumariö eftir, en fj andmannaherir ruddust norður Jótland og hernámu það. Hafði konungur þá ærið að hugsa, þótt Grænlandssiglingar biðu. Sennilega hefur Joris Carolus þá horfið heim til Hollands og dvalizt þar næstu árin. 1 Johannes Keuning, Petrus Plancius. Theoloog en gcograaf, Amsterdam 1916, bls. 165. 2 J. Keuning, tilv.rit, bls. 166. 3 Kj0benhavns Diplomatarium VI, Kbh. 1884, bls. 205-206. 4 H. D. Lind, Kong Kristian den fjerde og hans Mænd pa Bremerholm, Kbh. 1889, bls. 431-36. 5 L. Bobé, tilv.rit, 39.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.