Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Qupperneq 28
Bréf Willards Fiskes til íslendinga
Nanna Ólafsdóttir bjó til prentunar og ritaði inngang.
Finnbogi Guðmundsson þýddi ensku bréfin.
„Það er nokkuð, þótt lítið sé, sem einstakur maður getur komið til leiðar, og ef Guð gefur mér
heilbrigði og styrkleik, ætla ég að vinna framvegis fyrir framför íslands, að svo miklu leyti sem á
mínu valdi er. Úr minni mínu líður aldrei ísland og íslenzka þjóðin.“
Daniel Willard Fiske fæddist 11. nóvember 1831 í Ellisburgh í New
York ríki í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Hann fékk snemma áhuga
á málfræði og norrænum fræðum sem varð til þess að hann hélt til
Norðurlanda. Hann var þá á 19. ári og stundaði síðan nám í
norrænum fræðum í Uppsölum og Kaupmannahöfn. Gísli Brynjúlfs-
son dósent kenndi honum íslenzku. Hann kynnti sér rækilega helztu
Evrópumál og einnig nokkur Austurlandamál. Síðar á ævinni
dvaldist hann nokkra vetur á Egyptalandi, og varð það til þess, að
hann samdi kennslubók í arabísku. Hann var vel að sér um almenn
stjórnmál, landafræði og sagnfræði. Arið 1868 varð Fiske prófessor
við Cornell háskóla í Ithaca í New York ríki í norrænum málum og
þýzku og samtímis yfirbókavörður við bókasafn háskólans. Þessum
störfum gegndi hann til 1883, að hann sagði þeim lausum. Hann
hafði misst konu sína eftir stutta sambúð. Hún var auðug og hafði
aríleitt Cornell háskóla að hlut eigna sinna, en málaferli risu út af
þessari ráðstöfun, og mun það hafa átt sinn þátt í, að Fiske hætti
störfum við háskólann.
Við langdvalir á Norðurlöndum kynntist Fiske ýmsum íslending-
um, þ. á m. Jóni Sigurðssyni. Aður hafði hann kynnzt landi og þjóð af
lestri bóka. Þau kynni urðu honum hvatning til að safna íslenzkum
bókum og bókum um íslenzk efni, og hélt hann því áfram til
dauðadags. Varð þetta safn að lokum nálægt 9000 bindi. Til íslands
kom hann ekki fyrr en 1879 og gerði þá víðreist um landið og kynntist
mörgum. Hann talaði íslenzku og átti því greiðan aðgang að fólki
almennt og var hvarvetna vel tekið. „Hann hafði tekið svo vel eftir
því, sem fyrir hann bar, og fleiru en útlendingar annars fá auga á eða