Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Page 56

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Page 56
56 BRÉF WILLARDS FISKES Much of my time is spent in the enjoyment of gout and other ailments appertaining to old age, which, however, I trust you are entirely free from. I remain Always your old friend, Willard Fiske On looking through what has been written I am very much afraid that I am asking you to do too much for me. But remember that if there be not the proper kind of young man in Akureyri to interview the postmaster, and if there be no person who has visited Grímsey and can reply to me queries, you are to give yourself no further trouble about either matter. I repeat that for the services I want I shall be most glad to pay well, provided they be well rendered. I don’t care whether the information be communicated in Icelandic or Danish. I am especially anxious to know whether my books and packages have reached Grímsey. W. F. Kæri sr. Matthías. Það var gleðilegt að fá hið ágæta bréf yðar og enn gleðilegra að sjá það í blöðunum, að þér haldið enn áfram að leggja drjúgan skerf til íslenzkra bókmennta. Ég þarf ekki að taka það fram, að ég les með ánægju allt, sem frá yðar hendi kemur, og vona, að yður auðnist enn mörg ár að veita svo mörgum mikla gleði. Mér virðist þér hafa lagt mjög traustan grunn að íslenzkri leikritagerð. Gaman væri að koma til Akureyrar og staldra lengi við hjá yður. Ég á mjög ánægjulegar minningar um staðinn, og hann stendur mér mjög lifandi fyrir hugskotssjónum. Ég sé af ljósmyndum, sem ég á, hve staðurinn hefur vaxið og sér- staklega, hve geysimikill bær Oddeyrin er orðin. Það er gott að finna, að vöxtur þessa bæjar er ekkert einsdæmi, heldur að um alla eyna er nú að heíjast tímabil viðgangs og farsældar. Þó að ég geti ekki heimsótt yður, sjáið þér af bréfi þessu, að ég get að minnsta kosti angrað yður með mörgum spurningum. Ég legg hér með spurningalista, sem mér þætti vænt um, að póstmeistarinn á Akureyri svaraði. E. t. v. yrði bezt að biðja hann að svara þeim munnlega og fá einhvern greinargóðan ungan mann til að skrifa svör hans á íslenzku og senda mér þau síðan. Ég skyldi glaður greiða honum fyrir ómakið. Ég treysti því, að þér bakið yður enga fyrirhöfn vegna þessara spurninga, heldur fáið einhvern til þess að skrifa svör póstmeistara. Þér biðjið hann og innilega fyrirgefning- ar fyrir það ónæði, er ég veld honum.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.