Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Side 75

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Side 75
LANDSBÓKASAFNIÐ 1982 75 Landsbókasafn flytur þakkir öllum þeim, er gefið hafa því handrit eða beint þeim til safnsins með öðrum hætti. ÞJÓÐDEILD Ólafur Pálmason tók 1. ágúst aftur að fullu við stjórn deildarinnar. Um annað starfslið hennar og breytingar á því skal vísað til kaflans um starfslið síðar í þessu yfirliti. Tveir starfsmenn Háskólabókasafns, Þórir Ragnarsson deildar- bókavörður og Sigurbergur Friðriksson bókavörður, unnu á vegum Landsbókasafns stuttan tíma hvor að hinu svonefnda ís-MARC sniði í samráði við Ólaf Pálmason. Fenginn var á árinu til ráðuneytis um það verkefni Mogens Weitemeyer, einn helzti sérfræðingur Konungs- bókhlöðu í Kaupmannahöfn í tölvumálum, og kom hann hingað og dvaldist eina viku í Reykjavík á vegum Landsbókasafns, 1 .-7. júlí, en Konungsbókhlaða léði Landsbókasafni hann umræddan tíma endur- gjaldslaust. Mikill styrkur var að komu sérfræðingsins. Ekki tókst að koma út á árinu íslenzkri bókaskrá og hljóðritaskrá 1981, og sýnir það bezt hve fáliðuð Þjóðdeildin er. Bókaútgáfa á íslandi hefur um það bil tvöfaldazt á árabilinu 1974—1982, á sama tíma og starfslið safnsins hefur staðið að kalla í stað. Sótt var á árinu um viðbótarstöðu í deildinni, en fékkst ekki í það skipti. Vinna við íslenzka bókaskrá, samsteypuskrána 1974—78, lá niðri á árinu og stendur blýföst inni í Ríkisprentsmiðjunni Gutenberg. Vonandi rætist úr því máli áður en langt um líður, enda ekki seinna vænna að koma þeim áfanga frá. Svipað er að segja um skrá urn íslenzk blöð og tímarit á sama árabili. Vegna liðsskorts hefur ekki enn tekizt að koma skránni saman, en menn að vonum orðnir langeygðir eftir henni. DEILD ERLENDRA Starfslið deildarinnar sinnir fjölþættum RITA verkefnum, sér um flokkun og skráningu erlenda ritaukans, en vinnur jafnframt að endurskoðun spjaldskrárinnar. Það annast — í samvinnu við önnur söfn og stofnanir — um tvenns konar samskrá, þ. e. samskrá um erlendan ritauka íslenzkra rannsóknarbókasafna og samskrá um erlend tímarit.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.