Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Blaðsíða 75

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Blaðsíða 75
LANDSBÓKASAFNIÐ 1982 75 Landsbókasafn flytur þakkir öllum þeim, er gefið hafa því handrit eða beint þeim til safnsins með öðrum hætti. ÞJÓÐDEILD Ólafur Pálmason tók 1. ágúst aftur að fullu við stjórn deildarinnar. Um annað starfslið hennar og breytingar á því skal vísað til kaflans um starfslið síðar í þessu yfirliti. Tveir starfsmenn Háskólabókasafns, Þórir Ragnarsson deildar- bókavörður og Sigurbergur Friðriksson bókavörður, unnu á vegum Landsbókasafns stuttan tíma hvor að hinu svonefnda ís-MARC sniði í samráði við Ólaf Pálmason. Fenginn var á árinu til ráðuneytis um það verkefni Mogens Weitemeyer, einn helzti sérfræðingur Konungs- bókhlöðu í Kaupmannahöfn í tölvumálum, og kom hann hingað og dvaldist eina viku í Reykjavík á vegum Landsbókasafns, 1 .-7. júlí, en Konungsbókhlaða léði Landsbókasafni hann umræddan tíma endur- gjaldslaust. Mikill styrkur var að komu sérfræðingsins. Ekki tókst að koma út á árinu íslenzkri bókaskrá og hljóðritaskrá 1981, og sýnir það bezt hve fáliðuð Þjóðdeildin er. Bókaútgáfa á íslandi hefur um það bil tvöfaldazt á árabilinu 1974—1982, á sama tíma og starfslið safnsins hefur staðið að kalla í stað. Sótt var á árinu um viðbótarstöðu í deildinni, en fékkst ekki í það skipti. Vinna við íslenzka bókaskrá, samsteypuskrána 1974—78, lá niðri á árinu og stendur blýföst inni í Ríkisprentsmiðjunni Gutenberg. Vonandi rætist úr því máli áður en langt um líður, enda ekki seinna vænna að koma þeim áfanga frá. Svipað er að segja um skrá urn íslenzk blöð og tímarit á sama árabili. Vegna liðsskorts hefur ekki enn tekizt að koma skránni saman, en menn að vonum orðnir langeygðir eftir henni. DEILD ERLENDRA Starfslið deildarinnar sinnir fjölþættum RITA verkefnum, sér um flokkun og skráningu erlenda ritaukans, en vinnur jafnframt að endurskoðun spjaldskrárinnar. Það annast — í samvinnu við önnur söfn og stofnanir — um tvenns konar samskrá, þ. e. samskrá um erlendan ritauka íslenzkra rannsóknarbókasafna og samskrá um erlend tímarit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.