Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Page 79

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Page 79
LANDSBÓKASAFNIÐ 1982 79 Þessar bækur voru léðar: Lögbók íslendinga, prentuð á Hólum 1578, Summaria yfer þad Nyia Testamentid og Gamla Testamentid, hvortveggja prentuð að Núpufelli, hin fyrri 1589, en hin síðari 1591, Graduale, Ein Almenneleg Messusöngs Bok, prentuð á Hólum 1594, Schedæ Ara prests froda um Island [þ. e. íslendingabók], prentuð í Skálholti 1688, og loks Lijtid wngt Stofunar Barn, prentað í Hrappsey 1782. Handritsblöðin léðu voru 4 blöð úr Eiríks sögu rauða í handritinu Lbs. 1573 4to með hendi Þorsteins Gíslasonar á Stokkahlöðum frá öndverðri 19. öld. Undirritaður samdi dálítinn þátt um prentverk á íslandi á 16. og 17. öld, er birtur var í sérstakri sýningarskrá, Icelandic Sagas, Eddas, and Art, er prentuð var hér heima. Skýringar við rit þau, er léð voru, samdi Ólafur Pálmason, og voru þær jafnframt prentaðar í skránni. Nokkrar myndir voru teknar úr gömlum bókum í Landsbókasafni og þær stækkaðar vegna sýningarinnar. Til handrita- og bókasýningarinnar í Pierpont Morgan Library var mjög vandað, enda húsakynni þar hin glæsilegustu, og sóttu sýning- una rúmlega 18.000 gestir að sögn forstöðumanns safnsins, Charles Ryskamps. í tilefni af viðgerð þeirri hinni miklu á húsi Stephans G. Stephanssonar skammt frá Markerville í Albertafylki í Kanada, er sögustaðanefnd fylkisstjórnarinnar gekkst fyrir í samvinnu við ís- lendingafélögin í Alberta og ýmsa áhugamenn og samtök á íslandi, sendi Landsbókasafn sérstaklega útbúna bók með myndum af ýmsum kunnum kvæðum skáldsins og verði bókin höíð til sýnis í húsinu. En meginhluti handrita Stephans G. Stephanssonar er varðveittur sem kunnugt er í Landsbókasafni. Var í upphafi bókar gerð grein fyrir handritum skáldsins. Hús Stephans G. Stephanssonar var vígt við hátíðlega athöfn 7. ágúst, og voru Ingvar Gíslason menntamálaráðherra og frú þar sérstakir heiðursgestir. ÞJÓÐHÁTÍÐARSJÓÐS- Stjórn Þjóðhátíðarsjóðs veitti Landsbóka- STYRKUR safni á árinu 40 þús. króna styrk til viðgerðar á gömlum íslenzkum bókum. Unnið var fyrir helming upphæðarinnar á árinu, en síðari helmingn- um verður varið á árinu 1983.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.