Vísbending


Vísbending - 19.12.1994, Blaðsíða 7

Vísbending - 19.12.1994, Blaðsíða 7
Róttækasta aðgerð hagsögunnar Viðtal við dr. Benjamín H. J. Eiríksson Það er 14.-17. mars 1949. Nœðingar kalda stríðsins eru hvað svalastir á Islandi. Verið er að stofna NATO. Þrír ráðherrar eru komnir til Washington til að fá fram tryggingu fyrir því, að ekki verði erlendur her á Islandi á friðar- tímum og að viðurkennt verði að lslendingar hefðu engan her og œtli ekki að stofna her. Þetta eru þeir Bjarni Benediktsson utanríkis- ráðherra, Eysteinn Jónsson menntamálaráð- herra og Emil Jónsson samgöngu- og við- skiptaráðherra. Thor Thors sendiherra og Hans G. Andersen, þjóðréttaifrœðingur eru þeim innan handar. En þótt hér sé verið að leggja hornsteininn að utanríkisstefnu hins unga lýðveldis og viðdvölin stutt, aðeins fjórir dagar, er utanríkisráðherranum fleira ofar- lega í huga. Hann gerir ráðstafanir til að hitta ungan hagfrœðing, Benjamín H. J. Eiríksson, sem starfar við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Var þetta ekki eins og að fara yfir lœkinn til að sœkja vatn. Að fara til Washington og ráðfœra sig við gamlan kommúnista um endurreisn frjáls liagkeifis og frjálsra við- skiptahátta á lslandi? Hans G. Andersen vann náið með Bjarna Benediktssyni og þeir voru miklir vinir. Við höfðum verið samtíma í Harvard. Honum var kunnugt um að prófessor Schumpeter hafði mikið álit á mér. Eg var um þessar mundir starfsmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þessa dagana stóð svo á að ég hafði tekið saman fyrir framkvæmdastjórn sjóðsins yfirlit um efnahagsstöðu Islands, þar sem ég rakti alla hina neikvæðu þætti í nýsköpuninni og fengið sérstakt þakkarbréf fyrir frá framkvæmda- stjóra, Appreciation of tlie Board. Ég hitti Bjarna á hótelherbergi í Washington og sagði honunt umbúðalaust að ég teldi Islendinga geta búið haftalaust og rökstuddi það. I framhaldi af þessu var rætt um að ég kæmi heim, jafnvel á vegum Alþjóðagjald- eyrissjóðsins. Það hefði þýtt að ég yrði að skila þangað skýrslu. Ég taldi það óráð, vildi vinna verkið á vegum íslensku ríkisstjórnar- innar, „Stefaníu“, sem þá var við völd. Það varð úr að ég fékk tveggja mánaða leyfi frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um sumarið og bætti við eins mánaðar sumarfríi, sem ég átti rétt á. Þetta sumar vann ég Alitsgerð um hag- mál, sem aldrei hefur verið birt almenningi. Hún var fjölrituð og ailient ráðherrum og al- þingismönnum og örfáum mönnum öðrum. í þessari álitsgerð var sett fram gagnrýni á stjómarstefnu þá, sem hafði verið fylgt allt frá kreppuámnum, en sérstaklega á nýsköpunar- stjórnina og ráðstöfun hennar á gjaldeyrisinni- stæðunum, sem safnast höfðu á stríðsárunum fyrir framkvæmdir hinna erlendu herja og með því að frysta um tíma hluta af gjaldeyristekj- um fiskútflytjendanna, sent fengu bara yfir- fært fyrir helstu aðföngum útgerðarinnar. Ráðamönnunt leist ekki á að sýna hana þjóð- Dr. Benjamín H. J. Eiríksson. inni. Gjaldeyrissjóðirnir voru búnir og skömmtun hafði verið efld að nýju. Stjórnin var að þrotum komin og kosningar fóru í hönd. Allir flokkar höfðu átt hlut að stjórninni á þessunt árum og engum í hag að birta þessa gagnrýni. Enginn þeirra hafði mótuð úrræði um hvernig ætti að komast út úr vítahring styrkja- og uppbótakerfisins. En eftir þessar kosningar vinnið þið Olafur Björnsson upp úr álitsgerðinni frumvarp til laga um efnahagsráðstafanir, sem miðuðu að svo stórri gengisfellingu, að hagketfið yrði sjálfbœrt og inn- og útflutningur nœði jafn- vœgi án opinberra - þ.e.a.s. pólitfskra að- gerða. Greinargerðin með þvífrumvarpi heitir Hagfrœðileg álitsgerð. Mér er til efs að nokk- urn tíma hafi verið lögð fyrir Alþingi önnur eins kennslubók í Imgfrœði, þar sem úrrœði hinsfrjálsa hagkeifis eru skýrð í einföldum og skýrum dráttum og „teorían" streymir fram kristaltœr eins og bunulœkur í fjallahlíð. Sennilega er skjalið klassískt og œtti að liggja á náttborði hvers stjórnmálamanns. Hvers vegna var þetta lagtfram íþessum búningi? Ég vissi að ekkert þýddi að leggja fram tillögur án þess að reyna að upplýsa stjórn- málamennina fyrst um það allra nauðsynleg- asta. Alitsgerðin er þvf að nokkru undirbún- ingsfræðsla, fjallar um það allra einfaldasta. Ein ástæðan fyrir þessari afstöðu minni var hagfræðingaálitið frá 1947, sem fjórir hag- fræðingar höfðu samið: Gylfi, Olafur, Klem- ens og Jónas. Ég þóttist sjá að ætti að vera hægt að fá eitthvað að gagni gert fyrir fram- tíðina, þá yrði að koma til aukinn skilningur og breyttur hugsunarháttur. Þetta leit ég á sem höfuðverkefnið. Trúin á haftabúskapinn var ræktuð og rótgróin, arfleifð hinna erfiðu kreppuára og skömmtunartíma styrjaldarinnar. Ný kynslóð var kontin, sem þekkti ekki annað ástand. Eftir kosningarnar í október 1949 ntyndaði Sjálfstæðisflokkurinn minnihlutastjórn, hreina flokksstjóm, sem í voru 5 ráðherrar. Ólafur Thors var að sjálfsögðu ekki ánægður með gagnrýni mína á gerðum nýsköpunarstjórnar- innar, en sætti sig þó við hana. Þegar heirn var komið fór Ólafur Thors þess á leit við mig að við Ólafur Björnsson ynnum saman að tillögu- gerðinni. Ég þekkti Ólaf lítillega frá náms- árunum í Menntaskólanum á Akureyri og var þetta síður en svo á móti skapi. Mér var ljóst að með því að við legðunt þetta fram sam- eiginlega, fengju tillögumar á sig eindrægnari flokkslit og aukið traust flokksmanna. Það sem mér var í mun var að vinna tillögum mín- um um frjálsan markaðsbúskap fylgi. Ég hef líka alltaf talið sjálfsagt að vinna með þeim hætti, sem verða má yfirboðurunt mínum mest að gagni. Samstarf okkar Ólafs var líka algerlega snurðulaust. Greinargerðin, hin Hagfrœðilega álitsgerð, var samin með því að gera útdrátt úr Alitsgerðinni frá því um sumarið, og sleppa að mestu gagnrýni á aðgerðir Bokka í fyrri stjórnum, enda óþarfi í þessu samhengi að vekja deilur um þau efni. Ólafur samdi kaflann um frjálsa gjaldeyrisverslun. Leið hins frjálsa gjaldeyris. Saman gengum við frá frumvarpinu í þeim búningi, sent það kom fram. Ég hafði skrifstofu í Arnarhvoli og gerði þar uppkast að tillögum. Á kvöldin fór ég með það heim til Ólafs og við gengum sameigin- lega frá tillögu að frumvarpi til laga. Ólafur aðstoðaði mig líka við að fá til viðtals við okkur ýmsa framámenn í atvinnulífinu til að upplýsa okkur um raunverulegan hag fyrir- tækjanna. Þeir voru raunar meira en lítið tregir til þess og við urðum að verulegu leyti að láta okkur nægja skematíska reikninga, fyrst og fremst frá frystiiðnaðinum. En með þessu móti tengdist frumvarpið þó tlokknum betur og veitti ekki af, því að efni þess var bylt- ingarkennt miðað við það sem á undan var gengið. En runnu þessar ráðstafanir ekki að mestu út í sandinn ? Og innan skamms varst þú orð- inn formaður í flestum þeim nefndum, sem úthlutuðu gögnum og gœðum til atvinnurek- enda, fœrðu fjármuni á milli og skömmtuðu þessum þetta og hinum hitt, ekki rétt? Ja, það varð ýmislegt andstreymi til þess að þessar ráðstafanir hittu ekki nákvæmlega í mark. Eftir á að hyggja voru þessar tillögur okkar kannski ekki alveg raunhæfar. Ég hafði gert ráð fyrir skjótari bata í efnahagslífinu í V- Evrópu en raun varð á. En við bættist að við- VÍSBENDING 7

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.