Vísbending - 19.12.1994, Síða 9
inni og oft svolítið af peningum - kannski
minnst af því síðasttalda. En ekki síst, áræði,
dugnað og framtak. Þetta má ekki hefta. Þeir
sem taka ákvarðanir á sviði efnahagsmála
verða sífellt að hafa í huga að þeir eru að fást
við fólk. Miðstýring kommúnismans tók ekki
tillit til þessarar staðreyndar. Það sýndi sig að
sú vélræna skipan mála gerir það að verkum
að eitthvað deyr í fólki.
Þegar þú lítur til baka, er það þá eitthvað
eitt, sem stendur upp úr sem íslenskt hag-
stjómarvandamál?
Það er enginn vafi á því að það er hinn
langvarandi og viðvarandi taprekstur íslenskra
fyrirtækja, sem stöðugt heimtar meira tjár-
magn til að halda sér gangandi. Tapreksturinn
er svelgurinn mikli, sem gleypir allt spariféð,
gleypir erlent sparifé, gerir að engu allar efna-
hagsráðstafanir, er óseðjandi hít. Taprekstur
verður ekki læknaður með því að ausa meira
fé í svelg taprekstrarins. Taprekstur stafar ekki
af háum vöxtum. Háir vextir stafa af taprekstr-
inum. Það er ekki reksturinn sem á að ráða
vöxtunum. Það eru vextirnir, sem eiga að ráða
því hvað er vænlegt að leggja fé í hverju sinni.
Þessu er yfirleitt öllu snúið við í umræðu hér á
landi. Þetta er stærsta vandamál íslensks
atvinnulífs: Það kverkatak, sem hagsmuna-
samtökin, einkum launþegasamtökin, hafa á
því. Á síðustu árurn hafa framleiðslufyrirtækin
orðið gjaldþrota í hópum í kringum allt land,
jafnt í sjávarútvegi sem í öðrum greinum. Sum
gjaldþrotin eru risavaxin, milljarða töp. Á fá-
um árum hefur atvinnulífið tapað tugum millj-
arða króna, en hefur verið haldið við með sí-
felldum fjáraustri úr opinberum sjóðum og
bönkunum.
Hvaðan kemur þessi flóðbylgja fjár, sem
verið er að sólunda? Ekki kemur hún úr fram-
leiðslunni. Fyrirtækin greiða mönnum tekjur,
tugi milljarða umfram verðmæti framleiddra
afurða, aðallega til launþeganna.
Sumt af þessu fé kemur af skattpeningum
landsmanna, sumt af sparifé þeirra, en stór
hluti er erlent lánsfé sem að lokum verður að
endurgreiða. Við höldum samt áfram að eyða
um efni fram.
I Sovétríkjunum er hugmyndafræði
kommúnismans dauð. En leifar hennar lifa
góðu lífi í starfsemi íslenskra launþega-
samtaka, sem enn ástunda stéttabaráttu í stað
stéttasamvinnu, kyrkja atvinnulífið í stað þess
að hlúa að því. Á meðan við fáumst ekki til að
samstilla kraftana munum við ekki fá þann
hámarksafrakstur af iðju okkar, hugviti og
striti, sem landið okkar hefur upp á að bjóða.
Mér þykir rétt að geta þess, að samning
þessara viðtala fór þannig fram, að ég
heimsótti viðmælendur mína báða og tók
niður punkta úr samtölum okkar. Við
vinnslu féll þá sumt niður, sem borið hafði
á góma, eins og gengur. Viðtölin voru síðan
borin undir viðmælendur og samþykktu
þeir báðir þau í þeim búningi sem hér
birtist. Þeir sem þekkja þá Benjamín og
Olaf munu þó fljótir að sjá að orðalagið er
freniur mitt en þeirra.
I síðari hluta viðtalsins við dr. Benjamín
eru felldar inn í samtal okkar orðréttar til-
vitnanir í ritverk ltans. Hann las það einnig
yfir og gaf santþykki sitt við framsetningu
þeirra með þessum hætti.
Olafur Hannibalsson
Að komast
á lagið
JSTj
Greiðsluþjónusta
Sparisjóðurinn býður þér nú Greiðsluþjónustu,
sem er þægileg og örugg leið í fjármálum þínum
og heimilisins. Greiðsluþjónustan er íjölþætt
þjónusta sem kemur lagi á fjármál ólíkra
viðskiptavina sparisjóðsins.
Greiðsluþjónustan sparar þér tfma og fyrirhöfn,
skilvís greiðsla reikninga verður í takt við útgjöld
sem hægt er að jafna yfir árið ef þess gerist þörf.
Þessi þjónusta hentar þeim sem leiðist að standa
í biðröðum um hver mánaðamót og láta reikninga
ekki slá sig út af laginu.
SPARIS J ÓÐURINN
-fyrirþig ogþína
VÍSBENDING
9