Vísbending


Vísbending - 19.12.1994, Page 15

Vísbending - 19.12.1994, Page 15
Þróun sjávarútvegs á árinu 1994 Ásgeir Daníelsson, hagfræðingur Þegar útflutningsframleiðsla sjávarafurða fyrstu tíu mánuði þessa árs er borin saman við útflutningsframleiðslu sömu mánaða í fyrra kemur í Ijós að framleiðslan hefur aukist um 2,5%. Útflutningur sjávarafurða hefur aukist enn meir að magni eða um rúm 7%. Birgðir voru mun minni í lok september í ár en þœr voru í lok september í fyrra, sem skýrir þenn- an mikla mun á útflutningi og útflutningsfram- leiðslu. Það er óneitanlega mikill munur á þessum tölum og fyrstu áætlunum sem hljóðuðu upp á 7% samdrátt í útflutningsframleiðslunni. Astæður þessa mikla munar eru þrjár. I fyrsta lagi var veiðin í Smugunni/á Svalbarðasvæð- inu mun meiri í ár en í fyrra sent áætlanirnar tóku mið af. Aukning þessa afla um 30-40 þús. tonn veldur 4-5% aukningu útflutnings- framleiðslunnar. I öðru lagi varð mikil aukn- ing í frystingu loðnu og loðnuhrogna á síðustu vertíð og fyrir þessa framleiðslu fékkst mun hærra verð en áður. Framleiðsluverðmæti frystrar loðnu og loðnuhrogna nam 4,2 millj- örðum á þessu ári en nam 550 milljónum á ár- inu 1993. Mismunurinn nemur andvirði mjöls og lýsis úr nær 400 þúsund tonnum af loðnu. Þrátt fyrir að haustvertíðin hafi brugðist nær algjörlega og ljóst sé að loðnuveiðin í ár verði nokkru minni en í fyrra er verðmæti loðnuaf- urðanna mun meira í ár en það var í fyrra. í þriðja lagi skýrist meiri útflutningsfram- leiðsla ársins en áætlanir gerðu ráð fyrir af því að þorskafli ársins verður tæplega 200 þús. tonn í stað þess að vera 165 þús. tonn eins og áætlanir sjávarútvegsráðuneytisins gerðu ráð fyrir. Þessi ntunur veldur 4-5% aukningu útflutningsframleiðslunnar. Staða þorskstofnsins I kringum 1990 þegar ástand þorsk- stofnsins var gott, þá stóð þorskurinn undir um helmingi verðmætasköpunar í sjávarútveg- inum. Það gefur því auga leið að slæmt ástand þorskstofnsins leiðir til alvarlegra erfiðleika í íslenskum sjávarútvegi. Afli á úthaldsdag hef- ur minnkað og kostnaður við veiðarnar aukist. Stjórnvöld hafa minnkað sóknina í þorskinn, en því miður ekki nægilega. Stofninn hefur minnkað ár frá ári og var í byrjun þessa árs tæp 600 þús. tonn sem samsvarar því að veiðin í ár hafi numið um þriðjungi alls stofnsins. Samkvæmt áætlunum Hafrann- sóknastofnunar verður veiðistofn þorsks rétt rúmlega 500 þús. tonn í byrjun næsta árs og hrygningarstofninn verður rétt rúmlega 200 þús. tonn. Til samanburðar má nefna að sér- stakur vinnuhópur um nýtingu fiskstofna, sem í voru fulltrúar frá Hafrannsóknastofnun og Þjóðhagsstofnun, komst að þeirri niðurstöðu að hagkvæm stærð þorskstofnsins væri vel yfir milljón tonn og að hagkvæm stærð hrygn- ingarstofns þorsks væri um 700 þús. tonn. Það er því nokkuð ljóst að ekki er skynsamlegt að auka þorskveiðina á næstu árum.' Nefndin taldi að ef einungis væri horft til fjárhagslegrar afkomu sjávarútvegsins væri skynsamlegt að draga sem mest úr veiðum á þorski við núverandi aðstæður og auka þannig líkur á vexti og viðgangi þorskstofnsins. Vinnuhópurinn lagði til að stjórn þorskveið- anna tæki mið af þeirri reglu að aflinn skyldi ekki fara umfram 22% af veiðistofninum. Miðað við þá reglu hefði þorskaflinn á Is- landsmiðum á næsta ári átt að vera 110-120 þús. tonn en ekki 155 þús. tonn eins og ákveð- ið hefur verið. Það er kostnaður sem fylgir því að ofveiða fiskstofn. Þessi kostnaður kemur fram í því að minna verður af fiski til að veiða í framtíðinni og lengri tíma tekur að byggja stofninn upp. Þess vegna verða tekjur og hagnaður í fram- tíðinni minni en ella. Þessi kostnaður verður þeim mun meiri sem ofveiðin er meiri. Hér verður ekki reynt að leggja mat á það hversu mikill kostnaður er samfara þeirri ofveiði á þorskstofninum sem nú á sér stað, en óhætt er að fullyrða að hann telur í milljörðum króna. (Jthafsvciðar Úthafsveiðum þeim, sem nú eru stundaðar, má skipta í tvennt. Annars vegar eru veiðar utan landhelgismarkanna sunnan við landið. I þeim veiðum er úthafskarfi sú fiskitegund sem mestu skiptir. I Iok október var úthafskarfaafl- inn orðinn rúm 46 þús. tonn og nam verðmæti hans um 2,5% af útflutningsframleiðslu sjá- varafurða. Til samanburðar má nefna að aflinn var tæp 20 þús. tonn á síðasta ári og tæp 14 þús. tonn á árinu 1992. Það er eftirtektarvert hversu mikið sóknin í úthafskarfann hefur aukist á skömmum tíma. Það er einnig eftir- tektarvert að Islendingar sýndu úthafskarfan- um engan áhuga lengi þrátt fyrir að þeir vissu að erlendar þjóðir voru að veiða 50-100 þús. lonn af þessum fiski rétt utan landhelginnar. Önnur tegund úlhafsveiða eru veiðarnar í Smugunni í Barentshafi, á Svalbarðasvæðinu og á Flæmska hattinum við Nýfundnaland. Þessar veiðar, sem hófust í fyrra, hafa aukist mjög hratt. Ef aflinn í ár verður yfir 40 þús. tonn af þorski og 2 þúsund tonn af rækju má áætla að útfiutningsverðmæti þessa afla verði um 5 milljarðar króna eða 6% af útflutnings- framleiðslunni. Samkcppnisstaða fiskvinnslunnar Fyrir fáum árum var mikil umræða urn útflutning á ísfiski til Bretlands og Þýska- lands. Nú hefur þessi þessi útflutningur minnkað um meira en helming frá því þegar hann var mestur á árinu 1990. Helsta ástæða þessarar þróunar er að verð á ísfiski hefur hækkað hér miðað við verð á ísfiski í Evrópu, sem endurspeglar það að samkeppnisstaða íslenskrar fiskvinnslu hefur batnað. Innflutn- ingur á þorski til vinnslu hér á landi er annað dæmi um sterka stöðu fiskvinnslunnar. íslensk fiskvinnslufyrirtæki liafa fiutt inn rækju til vinnslu í nokkur ár, en marktækur innflutn- ingur botnfisks hófst í fyrra. Reikna má með að innflutningurinn nemi 10-15 þús. tonnum af botnfiski og 2-3 þús. tonnum af rækju. Þessi innflutningur stendur undir um 2% af framleiðslunni. Ekkert fyrirtæki byggir starf- semina á innfiuttu hráefni, en mörg nota þetta hráefni til uppfyllingar. Ekki eru líkur á að þetta breytist. Verð og afkoma Mælt í erlendri mynt (SDR) mælist verð á sjávarafurðum lægra á þessu ári en það var í fyrra. Gengisfellingin um mitt ár í fyrra gerir það að verkum að verðið mælist lítið eitt hærra í íslenskum krónum talið. Verðið hefur lækkað um nær 20% frá því þegar það var hæst á árinu 1991, en í íslenskum krónum er það nær óbreytt. Þrátt fyrir þessa þróun afurðaverðs, þá eru vísbendingar um að afkoma sjávarútvegs- fyrirtækja á árinu 1994 verði bærileg. Hjá fyrir- tækjum sem stunda botnfiskveiðar og -vinnslu verður afkoman væntanlega um núllið, en í rækjuveiðum og -vinnslu má búast við veru- legum hagnaði. Fyrir fáum vikum var búist við miklum hagnaði í loðnuveiðum og -vinnslu, en nú hafa horfur í þeirri grein breyst mikið. Óvissa er í mörgum greinum íslensks sjávarútvegs en óvíða er hún meiri en í loðnu- veiðum og vinnslu. Horfur Ef miðað er við úthlutaða kvóta á fisk- veiðiárinu 1994-95 og að úthafsveiðarnar gefi álíka mikið af sér á árinu 1995 og á árinu 1994, þá má búast við því að framleiðsla sjáv- arútvegsfyrirtækja breytist lítið á milli ára. Það eru aftur á móti lfkur á að nokkur um- VÍSBENDING 15

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.