Vísbending


Vísbending - 20.12.1996, Page 19

Vísbending - 20.12.1996, Page 19
rækja vel og skilst að ríkisstjórnin fallist á að ég hafi gegnt sómasamlega. Viðurkenni ég að sjálfsögðu rétt stjórnar- innar til að hreyfa starfsmenn eftir eigin geðþótta, en í sambandi við fordæmi bendi ég á til athugunar hvort heppilegt þyki að menn sem gegnt hafa ábyrgðarstöðu á fullnægjandi hátt á erfiðum tímum megi búast við að vera fluttir nauðugir til þýðingarminni starfa. Hygg ég allsstaðar talin siðferðisskylda að taka nokkuð tillit til óska sendi- manna í slíkum tilfellum...“ Hinn 1. desember var Pétri fyrirskipað að æskja viður- kenningar sovéskra yfirvalda á skipan sinni í sendiherra- starfið. Þetta er áréttað 7. desember í skeyti þar sem ríkis- stjórnin lét í ljós vonbrigði með hversu ófús Pétur væri að „kanna ný svið“ eftir aðeins fjögurra ára þjónuslu hjá íslenskaríkinuogallanþanntímaísamastað. Ríkisstjórnin kvað „vandræði vegna mannfæðar ti 1 úrvals“ á Islandi sem væri „með öllu ósambærilegt við eldri ríki“. Skey tinu fylgdi eftirfarandi ályktun utanríkismálanefndar Alþingis sem samþykkt hafi verið með fjórum atkvæðum gegn atkvæði Ólafs Thors, en tveir Sjálfstæðismenn sátu hjá: „Utanríkismálanefnd lýsir ánægju sinni yfirþví að ríkis- stjórnin skuli hafa óskað eftir því að núverandi sendiherra íslands í London taki stöðuna sem sendiherra í Moskvu og lítur svo á að hann sé sérstaklega vel fallinn til þess að vinna það þýðingarmikla hlutverk sem utantíkismálanefnd er sammála rfkisstjórninni um að þar þurfi að leysa af hendi.“ Skeyti íslensku ríkisstjórnarinnar lauk með þessum orð- um: „Ef þér enn fallist ekki á að verða við óskum ríkis- stjórnarinnar þá er fyrir yður lagt að koma heim sem skjótast," - en þess hafði Pétur óskað og utanríkismála- nefnd raunar mælst til. Hann kom heim undir jól 1943 og dvaldi í Reykjavík í nokkrar vikur. Var þá almannarómur í bænum að það ætti að senda hann í útlegð fyrir óhlýðni við Vilhjálm Þór. Á gamlársadag 1943 birti Morgunblaðið stóra frétt þess efnis að ríkisstjórnin hefði ákveðið að flytja sendiherrann í London til Moskvu. Blaðið kvað þessa ráðstöfun koma mönnum á óvart og „harla einkennilegt" að taka Pétur Benediktsson úr sinni ábyrgðarmiklu stöðu í London á þessum örlagatímum. „Var það áreiðanlega mikið happ fyrir íslendinga, að hafa þennan ágæta mann, einmitt á þessum stað,“ sagði blaðið um störf Péturs í London og kvað vandfundinn þann mann sem gæti fy 111 þar sæti Péturs Benediktssonar. Vilhjálmur Þór reiðist VilhjálmurÞórbrástreiðurviðþegarfregn þessi birtist. Hann hafði undireins samband við Valtý Stefánsson og skrifaði honum síðan svofarandi bréf: „í Morgunblaðinu á gamlársdag birtuð þér fregn undir yfirskriftinni „Pétur Benediktsson verður sendiherra í Moskvu“. Þar sem fregnin er ekki rétt í verulegum atriðum, er hér með óskað, að þér berið hana til baka í næsta blaði yðar, og að þér takið fram, að fregnin hafi ekki verið höfð eftir utanríkismálaráðuneytinu. Ráðuneytið verður að láta í ljós undrun sína og vanþóknun á að þér haftð birt frétt, sem snertir samning íslands við annað ríki, án þess fyrst að kynna yður hjá ráðuneytinu hvort rétt sé og tímabært að birta hana. Að þessu gefna tilefni er þess óskað, að Morgunblaðið framvegis birti ekki fréttir um utanríkismál, fyrr en það hefur spurst fyrir hjá upplýsingadeild ráðu- neytisins um réttmæti þeirra og tímabæra birtingu." Morgunblaðið birti ekki nenta stutt brot úr þessu bréfi Vilhjálms og hnýtti við þessari athugasemd: „Ekki er þess getið í bréfinu, í hvaða atriðum hin untrædda fregn er röng, ÍSBENDING og mun reynslan skera úr því.“ Jafnframt sendi Valtýr Stefánsson svohljóðandi bréftil VilhjálmsÞórs: „Útafbréfi yðarfrá 3. janúarog í framhaldi af samtali því, er ég átti við yður þann 31. desember sl„ vil ég taka þetta fram, til þess að fyrirbyggja misskilning, að þegar utanríkismálaráðu- neytið æskir þess framvegis, að fregnir varðandi utanríkis- mál, sem eru á almanna vitorði, verði ekki birtar hér í blað- inu, þá tel ég eðlilegt að ráðuneytið láti blaðinu í té vitn- eskju um óskir sínar í því efni. Mun ritstjórnin síðan hverju sinni taka ákvörðun um, hvort ástæða sé til að verða við slíkum tilmælum ráðuneytisins.“ Utanríkisráðuneytið svaraði um hæl og tók fram „að það væntir þess fastlega, þrátt fyrir niðurlagssetningu bréfsins, að Morgunblaðinu séu Ijósar varúðarskyldur í ummælum um milliríkjamál, sem hver sjálfstæð þjóð verður að gæta af ítrustu samviskusemi, og eru lagaákvæði, sem yður munu kunn, borgurum til leiðbeiningar og viðvörunar í því efni. Endurtekur ráðuneytiðjafnframtáskoruninaíbréfi sínu 3. þ.m., að Morgunblaðið leiti upplýsinga í þeim efnum hjá upplýsingadeild utanríkisráðuneytisins, sérstaklega þegar um er að ræða orðróm varðandi utanríkismál, bæði um sannleiksgildi orðrómsins og um það, hvort tímabært sé að hefja opinberar umræður.“ Tilraun til ritskoðunar Eru þessi bréfaskrifíslenskautanríkisráðuneytisinsein gleggstaheimild sem til erfrásíðari tímum um tilraun til opinberrar ritskoðunar hér á landi. Daginn eftir að Morgunblaðið hafði skýrt frá aðfinnslum Vilhjálms Þórs, utanríkisráðherra, við fréttina um flutning Péturs, sagði svo í blaðinu í stuttri athugasemd: „Morgun- blaðið leit svo á, að ekki væri ótímabært að láta falla varn- aðarorð í sambandi við almennt umtal um það, að til stæði að flytja sendiherra okkar í London nú þaðan, þar sem hann hefur öðlast reynslu og haldið vel á þýðingarmiklum málum landsins. íslenska rfkinu ríður á því, að hafa einmitl nú, á yfirstandandi viðsjártímum, persónulega kunnuga menn, ef þess er kostur, á þeim stöðum, sem ntiklu skipta. Berþví að fagna því að orðrómur sá, er fregn blaðsins byggðist á, hefur ekki við rök að styðjast. Sú skoðun dregur hins vegar ekki úr því að vanda beri val sendimanns ríkisins, þegar til þess kemur að senda sendiherra til Moskvu." VilhjálmurundiillaþessutilskrifiritstjóraMorgunblaðs- ins og taldi að blaðið hefði alls ekki afturkallað fréttina eins og hann hafði krafist. Hann ákvað því að utanríkisráðuneytið sky ldi sjálft skrifa þá athugasemd sem hann vi Idi að ri tstjórar Morgunblaðsins birtu í blaði sínu og var hún svofarandi: „Að fengnunt frekari upplýsingum afturkallast hér með fregn, er birtist undir áberandi yfirskrift í þessu blaði þann 31. f.m., urn að Pétur Benediktsson verði sendiherra í Moskvu. Blaðið vill jafnframt lýsa því afdráttarlaust yfir aðþaðhafðiengarþærupplýsingarfráutanríkisráðuneytinu, er styddu slíka fregn, og að það viðurkennir að það var með öllu ótímabært að ræða málið opinberlega.“ Stefán Þorvarðarson, starfsmaðurutanríkisráðuneytisins, sem reyndar tók við af Pétri í London, gekk nú á fund Valtýs Stefánssonar til að sannfæra hann um að birta ofangreindaklausu undirnafni ritstjóranna„ááberandi stað“ í blaðinu og „án nokkurrar viðbótar af blaðsins hálfu“! Valtýr aftók það með öllu. Hann fór fram á að fá það skriflegt frá utanríkisráðuneytinu að blaðinu væri „bannað“ að gera athugasemd við ofangreinda klausu, en því neitaði Stefán. Hann kveðst hafa bent Valtý á „að afturköllunin yrði að sýnast algerlega ritstjórnarinnar til þess að rnissa ekki gildi sitt“! Valtýrkallaði nú meðritstjóra sinn, Jón Kjartansson, 19

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.