Vísbending


Vísbending - 20.12.1996, Page 27

Vísbending - 20.12.1996, Page 27
ÍSBENDING er að halda gæðadagbækur og verkbækur þar sem margir aðilar koma að verki. Það sem helst hefur verið fundið að meðhópvinnukerfierhversureksturþeirraerfrekurábúnað. Pappírslaus veruleiki? Löngum hefur það verið draumurinn að tölvurnar útrými pappírnum af skrifstofunni en það hefur látið á sér standa að sá draumur rætist. Líklega er órökrétt að ætlast til þess að allur pappír hverfi úr daglegri notkun en vissulega er hægt að draga veru- lega úr notkun hans. Tækin hafa svo sem verið til í einhver ár en þau hafa verið annaðhvort dýr eða óþjál. Þetta hefur eillhvað breyst nú upp á síð- kastið. Hægt er með skönnun að lesa inn upplýsingar af pappír og vista á tölvudiski. Hægt er að fá handhæga skanna sem henta mjög vel til að lesa inn skjöl sem berast inn á skrifborðið. Hægt er að vista skjal sem mynd og einnigerhægtaðþýðaþaðyfirátölvu- tækt form, þannig að innihaldið verði texti og myndir sem hægt er að nota í ritvinnslu og töflureikni hjá notanda. Ef textaskjal er vistað sem mynd er það mun plássfrekara en ef aðeins textinn í sama skjalinu er vistaður. Því getur það skipt sköpum ef hægt er að þýða textann fyrir geymslu. Tölvuþýðingin („Optical Character Recognition") hefur tekið miklum fram- förum á síðustu árum og fer að verða nothæf. Aðal- vandamáiið hér á landi eru þó séríslensku stafirnirog lítill stuðningur framleiðenda forritanna við ástkæra ylhýra málið. Einnig gelur getur það verið vandamál ef stafir eru of líkir en þannig getur t.d. „ó“ ruglast saman við „ð“ í tölvuþýðingu ef frumritið er lélegt. Þetta stendur þó von- andi til bóta. Tölvupóstur er ágætis leið til að draga úr notkun pappírs á skrifstofunni. Notkun tölvupósts hefurfærst mikið í auk- ana og á örugglega eftir að draga úr pappírsnotkun. Með strikamerkingum og handtölvum hefur pappír hjá sölumönnum og á vörulagerum verið að miklu leyti útrýmt. Skjalaskipti með tölvum (SMT eða „Electronic Data Interchange") er samheiti fyrir skeytastaðla sem notaðir eru í tölvusamskiptum. Sem dæmi um þetta má nefna að hægt er að senda inn tollskýrslu samkvæmt SMT-staðli og reyndar verður einungis hægt að nota SMT-skeyti frá og með I .janúarárið2000tilaðtollafgreiðavörurhérálandi, samkvæmt nýsamþykktum tollalögum. Notkun SMT mun í framtíðinni draga verulega úr pappírsnotkun. Internetið springur út Intemetið hefur verið talið eitt af mestu framfaraskrefum aldarinnar. Hvort svo er skal ósagt látið en það hefur vissulega haft verulega þýðingu nú á allra síðustu árunt. Líta má á Internetið sem gagnabanka og samskiptatæki. Á Netinuerhægtaðfinnaótrúlegustuupplýsingarogallmargt af því efni sem þar er að finna er ókeypis eða mjög ódýrt. Á Netinu er hægt að finna spjallhópa um hin ýmsu mál, þótt auðvitað séu þeir misjafnir að gæðum. Einnig er hægt að fylgjast með atburðum og fréttum á Netinu, auk þess er hægt er að skiptast á tölvupósti um það. Til eru tæki á Internetinu sem gera það að símtæki og er með því hægt að hringja í aðra sem hafa samskonar tæki og nemur kostnað- urinn aldrei meiru en innlenda símakostnaðinum, jafnvel þótt mótaðilinn sé í Sidney í Ástralíu. Helsti gallinn við Internetið er hversu hægvirkt það er. Þó að notandi hafi hraðvirka tölvu og mótald er hraðinn samt ekki nægur. Þvf veldur aðallega tengingin við útlönd en mest öll umferðin fráíslandi ferumeinasímarás til Svíþjóðar. Nýiraðilareru þó að koma inn á markaðinn og aukin samkeppni á þessu sviði mun væntanlega koma notendunum til góða. Að margra áliti er Internetið stórmarkaður framtíðarinnar. Þar verða kynntar vörur og þjón- usta sem notendur geta fræðst um og keypt. Til þessa hafa ýmis mál tafið þessa þróun, m.a. öryggi greiðslnaen ekki hefurveriðtaliðóhættað greiða fyrir vöru á Inter- netinu með greiðslukorti vegna hættunnar á því að óprúttniraðilargeti kom- ið höndum yfirkortaupp- lýsingamar og nýtt þær. Unnið er að því að leysa þetta vandamál og gæti það orðið til þess að þessi gríðarstóri markaður opnist. Intranetið er afsprengi Internetið hefur eignast afkvæmi, það heitir Intranet. Intranetið er Internet innan fyrirtækisins. í mæltu máli þýðirþetta aðgögn innanfyrirtækisinseru settuppíheima- síður og þeim er síðan viðhaldið eins og þörf þy kir. Notendur innan fyrirtækisins geta síðan tengst Intranetinu á svipaðan hátt og Internetinu og skoðað gögnin með sömu rápurum („Browsers") og notaðir eru á Internetinu. Nýjungamar koma fram Endalaust koma fram nýjungar í tölvuheiminum. Mikið er rætt um Java forritunarmálið, sem þróað er af Sun tölvufyrirtækinu og er mikið notað í tengslum við Inter- netið. Javaerhlutbundiðforritunarmál. Réttaraværi senni- lega að segja að Java væri safn smáforrita sem hægt er að tengja saman á ýmsan hátt og virkja sem eitt. Nettöl vur er önnur nýjung en þar er um að ræða einfaldar og ódýrar tölvur sem eru gjarnan disklausar. Þessar tölvur geta tengst Internetinu og unnið á því en geymsla gagna í tölvunni er ekki fyrir hendi. Búist er við að þessar tölvur muni verða vinsælar meðal fyrirtækja sem munu í auknum mæli setja upp sitt eigið Intranet og nota slíkar tölvur til að starfsfólk geti unnið á gögnum fyrirtækisins. Þannig gæti gjaldkeri í banka haft slíka nettölvu og framkvæmt allar venjulegar aðgerðir í gengum Intranet bankans. Bankinn sleppur þá við að hafa einkatölvur hjá gjaldkerunum og sparar sér þannig stórfé, því að fyrir utan það að einkatöl van getur verið allt að helmingi dýrari en nettölvan, þá er hug- búnaðurinn allurá Intranetinu og því þarf ekki að kaupa og uppfæra hugbúnað á hverri tölvu eins og nú er. Heimildir: Financial Times, WallStreetJournal, PCMagazine, Business Week og Viðskiptavakinn. 27

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.