Frjáls verslun - 01.04.1940, Síða 23
Atburðir síðustu vikna hafa orðið íslendingum ærið
umhugsunarefni. Þótt ekki heyrist hingað skotdrunui'
eða herblástur verðum við þó tilfinnanlega varir við
þann glundroða, sem nú ríkir í Evrópu. Á Reykjavíkur-
höfn liggja nú nokkur flóttaskip, sem eru 1 svipinn föð-
urlandslaus, og í Kaupmannahöfn er eitt íslenzkt skip,
„Gullfoss", sem ekkert fréttist af, og bannað er að
hreyfa sig þaðan. Aldagömul bönd viðskipta og sam-
stai'fs við Noreg og Danmörku, sem ekki hafa slitnað
öldum saman, eru nú í skjótri svipan rofin. Hér sækja
nýir örðugleikar að íslenzkri verzlunarstétt, en ef hún
fær skapleg skilyrði af hálfu þess opinbera, sem nú hef-
ir tögl og hagldir á málefnum hennai', þá mun hún af
megni reyna að mæta þessum erfiðleikum og finna ný
sund í stað þeirra, sem nú eru lokuð.
#
Frjáls vei'zlun birtir nú mynd eftir Halldór Pétursson
á forsíðunni, og er hún af ,,flóttaskipum“ þeim, sem ný-
komin eru til hafnarinnar í Reykjavík. Koma slikra
skipa, sem taka á sig langa króka um vegu hafsins til
þess að flýja til hlutlausra landa, sýnir bezt hið full-
komna stjórnleysi í Evrópu, en það kemur þungt niður
á viðskiptum og siglingum. Á síðasta móti Alþjóðaverzl-
unarráðsins, sem haldið var í Kaupmannahöfn var ein-
róma samþykkt ályktun um að ráðið óskaði eftir að
friður mætti haldast. Verzlunarmenn allra landa óska
eftir friði, því aðeins í friði geta viðskipti dafnað. Það
leikur ekki á tveim tungum, að sá glundroði og þau höft,
sem afskiptasamar ríkisstjórnir höfðu af skammsýni
leitt yfir viðskipti landanna eiga sinn mikla þátt í því
hvernig komið er.
*
Nathanael Móesesson kaupm. á Þingeyri átti í þess-
um mánuði 25 ára verzlunarafmæli. N. M. er velþekktur
kaupmaður í byggðarlagi sínu, og óskar „Frjáls verzl-
un“ honum til hamingju.
*
Steindór Gunnarsson prentsmiðjustjóri á heiðurinn af
því að hafa búið til hina fyrstu íslenzku viðskiptaskrá.
Áður var gefið út rit svipaðs eðlis á erlendu máli, en
það var hin mesta nauðsyn að fá innlenda bók, sem
jafnframt getur verið erlendum kaupsýslumönnum til
gagns. Þriðji árgangur viðskiptaskrárinnar er kominn
út fyrir nokkru, og er stærri en hin fyrri eða full-
ar 35 arkir. Ekki verður annað séð, en vel sé fylgzt
með, og að upplýsingar bókarinnar séu réttar, en það er
höfuðkrafan, sem gera verður til slíkrar bókar, að hún
sé áreiðanleg. Til þess að gefa hugmynd um hve víðtækt
er svið Viðskiptaskrárinnai' má nefna, að hún gefur m.
a. upplýsingar um 6043 nöfn og heimilisföng, 2946 fyr-
irtæki og einstaklinga, sem koma við íslenzk viðskipti,
FRJÁLS VERZLUN
„FRJÁLS VERZLU N“
Útgefandi: Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. —
Formaður: Friðþjófur O. Johnson.
Ritstjóri: Einar Ásmundsson. Ritnefnd: Adolf
Björnsson, Björn Ólafsson, Pétur Ólafsson, Pétur O.
Johnson, Vilhjálmur Þ. Gíslason. — Skrifstofa:
Mjólkurfélagshúsinu, 2. hæð, herbergi 16—17. —
Áskriftargjald: 5 krónur á ári, 12 hefti. — Lausa-
sala: 0,50 aura heftið. — Prentsmiðja: ísafoldar-
prentsmiðja h.f.
422 skip eða allan skipastól landsins, og svo mætti lengi
telja. Enginn kaupsýslumaður, sem eiga vill aðgang að
fullkomnum upplýsingum um viðskiptalíf landsins get-
um leitt þessa bók hjá sér, og vill „Frjáls verzlun11 ein-
dregið benda lesöndum sinum á hana.
*
í þessu hefti birtist frásögn Gísla J. Johnsen um verzl-
unina i Vestmannaeyjum um síðastliðin aldamót. Þessi
frásögn er frá þeim tíma þegar íslenzkir menn voru að
taka verzlunina í sínar hendur og ei'lenda selstöðuverzl-
unin hvarf víðasthvar á landinu fyrir forgöngu kaup-
mannastéttarinnar. Þegar innlendir menn fengu bolmagn
til þess að stofna verzlanir, sýndi það sig þegar, að þeir
höfðu betri skilyrði til að reka viðskipti vegna þekking-
ar sinnar á landi og lýð, enda var þá líka skammt að
bíða stórfelldra breytinga til bóta á framleiðslu lands-
manna, jafnframt því sem verzlunin sjálf varð hagstæð.
*
Verzlunarmenn biðu þess með óþreyju hvað yrði um
frumvarp Thor Thors á Alþingi um launauppbót skrif-
stofu- og verzlunarfólks. Almennt vai búist við að þetta
réttlætismál fengi greiðan framgang, en á síðustu
stundu tókst nokkrum mönnum úr Framsóknarflokkn,
um, að koma því í bili fyrir kattanef, en þetta voru
þeir sömu menn, sem lengst af telja það skyldu sína
að vera andvígir öllu, sem borið er fram að tilhlutun
verzlunarstéttarinnar. En hitt er víst að þótt tekist
hafi að tefja þetta mál í bili, nær það síðar frarn að
g-anga, þegar Tímamenn ekki hafa tækifæri til að beita
bolabrögðum og málþófi.
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur mun gera sitt til
að bæta úr því, að ekki fékkst lögfest kaupuppbót til
verzlunarmanna, en vitaskuld getur V. R. ekki náð út
yfir það svið, sem lögunum var ætlað að ná, og er því
nauðsyn að frumvarp T. T. verði endurvakið þegar á
næsta Alþingi.
*
Á sínum tíma gengust bæjarstjórnin í Reykjavík,
Hafnarfirði og Akureyri fyrir samningu og útgáfu sögu
þessara bæjarfélaga. Ýms héruð og stéttir í landinu
hafa gengist fyrir því að skráð yrði saga þeirra.
Verzlunarstéttin ætti að hefjast handa um að fá góðan
sagnfræðing til að rita sögu íslenzkrar verzlunar og
gera það meðan enn er tækifæri til að fá upplýsingar
frá ýmsum þeim, sem stóðu framarlega i fylkingu ísl.
verzlunar þegar hún varð innlend.
23