Frjáls verslun - 01.04.1940, Side 29
Fimmhjgur
Magnús Kjaran
Magnús Kjaran stórkanpmaður varð fimm-
tugur þann 19. þ. m. Það þarf ekki mörg orð
utan um þær árnaðaróskir, sem „Frjáls verzlun"
vill flytja honum, því fyrir löngu er hann lands-
kunnur maður og því öll kynning óþörf. Magnús
Kjaran varð alþekktur fyrir stjórn sína á Al-
þingishátíðinni 1930, sem fór svo vel úr hendi,
að allir dáðust að. Nú hefir hann fengið það
hlutverk, að vera framkvæmdastjóri innflytj-
endasambandsins, og munu allir sammála um, að
í það starf hefði ekki getað valizt heppilegri
maður. Er þess að vænta, að Magnús Kjaran
eigi eftir að vinna mörg verk fyrir land sitt og
stétt sína, en hann er maður, sem óhætt er að
fela vandasamt starf.
Magnús Kjaran er vinsæll bæði sem maður og
verzlunarmaður. Hann er íslenzkur „gentleman'*
í húð og hár. Mikið hefir hann unnið fyrir ýmis-
konar félagsstarfsemi í Reykjavík og vill V. R.
sérstaklega þakka honum störf hans í þess þágu.
X. X.
Maðurinn, sem íslendingar sömdu við
Þegai- hinn 3. september f. á. stofnsettu Bretar sér-
stakt ráðuneyti, sem fer með viðskiptamálefni í sam-
bandi við styrjöldina. Mætti vel kalla það hafnbanns-
ráðuneyti. Eru Bretar nú fljótari til en í síðustu styrj-
öld, því það var ekki fyr en 1916 að ráðuneyti svipaðs
eðlis var stofnað og fyrst 1917 að það tók til starfa
fyrir alvöru og þá undir stjórn lord Robert Cecil.
Um 600 starfsmenn eru í hafnbannsráðuneytinu og
er yfirmaður þess Ronald Hibbert Cross, sem er 43 ára
að aldri og var bankastjóri. Hann hefir feng'ið mjög
skjótan frama á stjórnmálasviðinu, því hann kom fyrst
inn í þingið 1931.
Cross er hár maður og grannur og hinn glæsilegasti
að sjá. í skóla gekk hann í Eton, sem er uppeldisstofn-
un aðallega fyrir syni auðmanna og aðals. Cross tólc
þátt í styrjöldinni 1914—1918 og var þar í flugliðinu.
Eftir það gekk hann hina troðnu slóð ættar sinnar og
tók að fást við verzlun með baðmull, en að slíkum við-
skiptum höfðu ættmenn hans starfað mann fram af
FRJÁLS VERZLUN
manni og var fyrirtæki þetta hið mesta í heimi í sinni
grein. En Cross leiddist baðmullarverzlunin og snéri
sér að bankastarfsemi. Þegar hann var 35 ára bauð
hann íhaldsflokknum þjónustu sína og var þá boðinn
fram til þings. Eftir það hafði hann á hendi ýms em-
bætti í þágu þess opinbera.
Hið fyrsta, sem Cross varð að gera í hinu nýja em-
bætti, var að búa til lista yfir ófriðarbannvörur og að
því loknu voru eftirlitsstaðirnir ákveðnir, þar sem lilut-
laus skip skulu koma til skoðunar, en þessir staðir eru:
Kirkwall, Weymouth, The Downs, Gibraltar og Haifa.
Þegar skip hlutlausra þjóða koma á staði þessa, eru
þau skoðuð af eftirlitsmönnum, sem gefa nákvæma
skýrslu um farminn. Skýrslan er síðan send sama dag
símleiðis til aðalskrifstofunnar í Lundúnum og er lögð
fyrir sérstaka hafnbannsnefnd, sem kemur saman til
funda á hverjum degi. En ráðuneytið getur ekki sjálft
ákveðið að farmur skuli upptækur ger sem bannvara.
Slíkt er ákveðið af sérstökum dómstóli. Hér er því um
þrjár stofnanir að ræða, sem vinna saman, flotinn hef-
ir lögregluvaldið, hafnbannsráðuneytið rannsóknar-
starfið og hafnbannsdómstóllinn dæmii'. Auk hinna eig-
inlegu hafnbannsráðstafana hefir ráðuneyti Cross með
höndum að athuga hverjum Bretar lána fé, því vel gæti
verið að það lenti eftir ýmsum krókaleiðum í höndum
Þjóðverja. Er það starf f jármálasérfræðinga, sem
þekkja náið peningamál allra landa, að fylgjast með í
þessum sökum og er Department of Overseas Trade —
eða ráðuneyti utanríkisverzlunarinnar þar til aðstoðai'.
Þetta kallar Cross leynilögreglu viðskiptanna. Hafn-
bannsráðuneytið styðst einnig við sérstaka sérfræð-
inganefnd og er þar að nefna Sir Frederick Leith-Ross,
sem er með kunnari fjármálamönnum Breta.
Ráðuneyti þetta og ráðherrann Cross mun ekki vera
séi'lega vinsælt meðal hlutlausra þjóða, enda hlýtur
starfsemi þess oft og tíðum að brjóta í bág við hags-
muni smáþjóðanna, svo sem komið hefir á daginn.
29