Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1946, Blaðsíða 3

Frjáls verslun - 01.03.1946, Blaðsíða 3
VERZLUNARSKÓLABÁLKUR m. a. með frávísun nemenda. Það mun skapa ný ,störf og nýjar skyldur. Þau störf og þær skyldur viljum við taka, ef skólinn fær að vaxa og þrosk- ast. Það er á margan hátt ánægjulegt að vera í skólanum eins og hann er. Ef svo væri ekki, mundum við ekki heldur hafa ánægju af því að vilja meiri og stærri skóla. Foreldrar hafa ánægju af börnum sínum litl- um og geta jafnvel séð eftir því, að þau vaxi frá þeim, en vilja vitanlega samt vöxt þeirra og þroska og gengi. Þetta eru lífsins lög. Ég heiti nú á alla góða kaupsýslumenn og verzlunarskólamenn, að ljá þessu máli lið sitt í orði og atliöfn. Og ég heiti því, að kennarar Verzlunarskólans muni ekki liggja á sínu liði til þess, að sá itýji skóli skuli verða fortíð sinni trúr og framtíðinni til gagns og sóma í verzlunarmenntun og hag- nýtu gildi, eftir því sem okkar kraftar og vit ná. til“. Þetta voru orð skólastjóra. — Verzlunarstéttin má þó eiga það, að hún liefur búið betur að skólanum, hvað húsnæði snertir, en sjálfri sér. Verzlunarráð íslands er til húsa í þakherbergjum á hanabjálka. Félag íslenzkra stórkaupmanna, „heildsalaklíkan" sjálf, sem stundum er sagt, að stjórni öllu landinu með stríðsgróðanum, á ekki 'stól handa formanni sínum til að tylla sér á, hvað þá nokkra kompu til stjórnarfunda. Og sama rnáli gegnir með öll hin sérgreinafélögin: félag vefnaðarvörukaupmanna, félag matvöru- kaupmanna, félag skókaupmanna, félag búsá- haldakaupmanna, félag kjötkaupmanna, nú og þá líka að sjálfsögðu félag byggingarvörukaup- manna. Sennilega hugsa sum þessara félaga sér að byggja. En úr því verður ekkert, ef þau ætla sér ;að puða hvert í sínu lagi. Sameinum okkur nú allir um eina veglega skólabyggingu, sem um leið getur orðið einskonar miðstöð fyrir verzlun- arstétt landsins. Hvernig stendur nú á þessu? Ég hef spurt að því líka, og svörin voru þessi: „Fyrir stríð átti enginn peninga, en á stríðsárunum og nú er byggingarkostnaðurinn svo hár, að ekkert vit er að ráðast í stórbyggingar“. Svo mörg eru þau orð. Fyrir 50 árum byggðu iðnaðarmenn „Iðnó“, sem er stórhýsi enn í dag. Hver átti peninga þá? FRJÁLS VERZLUN Jafnvel Golfklúbburinn með nokkra tugi félaga byggir fyrir stríð stórliýsi á sinn mælikvarða. Elliheimilið og Stúdentagarðurinn eru líka reist á þeim árum, af jélausri jramtaksemi. Allt þetta er gert, þegar enginn átti peninga. En hvernig gat það skeð? Með samskotum. Og eins og vana- lega, þegar samskota er leitað, þá er það fyrst og fremst verzlunarstéttin, sem borgar brúsann. Já, og svo var þetta svo auðvelt þá, þegar hlutirnir kostuðu ekkert. „En til hvers er að tala um það. Tíminn sá er liðinn“. Ef við ætlurn okkur að vera svo varkárir menn að bíða eftir því, þá lifir enginn okkar það að sjá skólahúsið rísa upp. Það Jiori ég að fullyrða. Glæsilegasti samkomusalur Jiessa lands er ný- vígður hér í bæ. Að vísu af öfundarmönnum sagður byggður úr spéspeglum og holsteini, en hvað um Jiað. Hann er bæjarprýði og vafalaust bæði til nytsemdar og ánægju sínum félagsskap. En fyrir hvaða fé er nú svona hús reist. Vafa- laust aðallega fyrir fé útvegs- og kaupsýslumanna landsins. Brauðgerðarstéttin í Reykjavík er þessa dagana að byggja stórhýsi. Hana skortir ekki fé heldur vinnukraft. Hvað skeður? Þeir vinna að bygging- unni sjálfir 5 tíma á dag, og byggingin rís upp. Ég ætlast ekki til, að við förum að gerast gerfi- smiðir í einni eða annari iðngrein. En ég ætlast til Jiess, að við setjurn stolt okkar í Jiað, að sá eini skóli, sem við höfum með höndum, sé ekki ver settur en aðrir, og að Jieir stúdentar, sem hann útskrifar, séu engin annars flokks vara. Nemendur Menntaskólans safna nú fé, í tilefni af 100 ára afmæli hans, til lóðakaupa fyrir skól- ann. Það Jiarf enginn að segja mér Jiað, að allir geti byggt nema við. Að sjálfsögðu mun ríki og bær byggja hús yfir þennan skóla eins og aðra, Jiegar röðin kemur að honum. En eftir Jiví getum við ekki beðið, því að á undan Verzlunarskólanum rísa hér upp stórbyggingar fyrir Menntaskólann, Iðnskólann, Gagnfræðaskólann, og loks er Tónlistaskólinn korninn fram úr okkur, Jiví að það er nú svo með ríki og bæ, eins og guð, að Jiau hjálpa þeim, sem hjálpa sér sjálfir. Eigi þessi virðulega og góða menntastofnun verzlunarstéttarinnar ekki að fara í mola, þá eig- um við aðeins einn kost, og hann er sá, að byggja sjálfir skólahús og gera Jiað nú Jiegar fyrir eigið 51

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.