Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1946, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.03.1946, Blaðsíða 6
VERZLUNARS KÓLAB-ÁLKUR BALDUR PÁLMASON: VILHJÁLMUR ». 6ÍSLASON — Skólastjóri í 15 dr — Rœða flult, i veizluhófi Nemenáasam- bands Verzlunarskóla íslands, hinn 10. mai s. I., i tilefni af 15 ára skólastfórn Vilhjálms Þ. Gislasonar. Heiðraða samkvæmi. Það er flestum mönnum fullkunnugt, að stofnunin skóli er grundvöllur og uppistaða alls menningarlífs nú á tímum og hefur raunar ver- ið um langan aldur. Ekkert siðmenntað þjóð- félag getur án þessarar stofnunar verið, og eng- um einstaklingi er kleyft að fylgjast með tím- anum, nema hann hafi aflað sér nokkurrar menntunar og viti eitthvað lengra en nef hans nær. Námslineigðin eða fróðleiksfýsnin hefur frá örófi alda verið eðlishvöt mannsins, að vísu ætíð misjafnlega sterk og margvíslega sundur- greind, en í innsta eðli sínu hin sama: þorsti í þekkingu. Og nú er svo málum komið, að eng- inn maður fær að ganga alls ófróður til móts við lífstíð sína. Nú er það ríkið sjálft, sem bein- línis heimtar af þegnum sínum, að þeir séu vel að sér um marga hluti. Til þess að þjóna þessurn tilgangi hafa verið reistir mýmargir skól- ar, jrar sem kenndar eru lnnar ólíkustu fræði- greinar. Garnla máltækið: „Bókvitið verður ekki í askana látið“, er nti orðið einskært öfug- mæli. A okkar fámenna landi eru tugþúsundir manna, sem njóta lífsviðurværis af bóklegri Jrekkingu sinni. í {jeim hópi er meðal annarra verzlunarstéttin, að verulegu leyti, og þá væntan- lega fjölmargir þeirra, sem hér eru samankomn- ir. Ég segi kannske ekki, að það sé bókvitið eitt, sem skapar verzlunarstéttinni, eða hverjum sem er, lífvænleg kjör, heldur jafnframt liagnýt Jrekking og ráðdeild, sem lærist við reynsluna. 54 Vilhjálmur Þ. Gíslu- son, skólastjóri, hjá skólatröppunum og nokkrum nemendum sínum. En aftur á móti er sá lærdómur iðulega feng- inn fyrir tilstilli hinnar bóklegu menntunar. Verzlunarskóli íslands hefur á rúmlega 40 ára starfsferli sínum verið aðalmenntasetur íslenzks verzlunarfólks. Þar hefur mikil og margbreytt andleg fæða verið á borð borin fyrir verðandi verzlunarfólk, sem hefur síðan þrifizt vel af því veganesti. Það er augljóst mál, að miklu skiptir, hverjir liafa stjórn skólanna á hendi. Verzlunarskólinn hefur verið lánsamur í þessu efni. Þar hafa til Jressa verið þrír húsbændur, allir hinir mætustu menn: Ólafur G. Eyjólfsson frá 1905—1915, Jón Sivertsen frá 1915—1931 og Vilhjálmur Þ. Gísla- son síðan 1931. Samkvæmt því hefur Vilhjálmur nú verið skólastjóri í 15 vetur. Mér er ekki kunnugt um, hverjir voru hvata- menn að því, að ráða hann til starfsins við brott- för Jóns Sivertsen, en Jrað er deginum ljósara, FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.