Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1946, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.03.1946, Blaðsíða 11
koma í staðinn. Er nú girt fyrir þann meting, sem átt liefur sér stað á þingi, hvort fremur bæri að veit fé til hafnarbóta á þessum stað en hinum o. s. frv. ALMANNATRYGGINGAR: Þessi lög skapa öllum almenningi í landinu aukið öryggi og ná nú yfir sjúkra-, elli- og ör- orkutryggingu og slysa- og dánarbætur. Þá kveða þau á um byggingu heilsuverndarstöðva. Framlög til trygginganna eru sem hér segir. (Aftari tölurnar eru núverandi framlög). Þeir tryggðu............kr. 20.9 millj. (13.1) Atvinnurekendur ..........— 11.8 — (4.2) Sveitafélög.............. — 12.8 — (10.3) Ríkissjóður (áætlað)..... — 21.4 — (12.4) í upphaflegu frumv. um þetta var gert ráð fyrir nokkru hærri útgjaldaupphæð af ríkisins hálfu, eða 25 millj. kr., en þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins töldu ekki ráðlegt að reisa ríkissjóði hurðar- ás um öxl í upphafi, heldur miða smám saman að settu marki. Voru því útgjöldin lækkuð um 4 millj. kr. Hin mikla aukning frá því, sem áður var, er þessi lög hafa í för með sér, verður þó ekki hrein aukin útgjöld, því að gera verður ráð fyrir að þau dragi talsvert úr fátækrafram- færinu. Fyrir tilstuðlan þessarrar lagasetningar, mun- um við íslendingar standa feti framar en flestar aðrar þjóðir, að því er varðar ahnennar trygg- ingar. SAMGÖNGUMÁL: Margir landsmenn hafa að undaníörnu kvart- að um slæmar samgöngur, einkum á sjó. Er ekki að furða, þótt nokkur misbrestur sé á í þessurn efnum, þar eð svo skammt er síðan að við öðjuð- umst verulegt bolmagn til stórvirkra framfara. Aftur á móti eru kröfur fólksins í samræmi við fullkomnar, erlendar fyrirmyndir, og er það í sjálfu sér ekki ámælisvert. Nú er með lögum ákveðið að verja miklu fé til bygginga þriggja strandferðaskipa, verður eitt þeirra aðallega fólksflutningaskip, en tvö '300—350 smál. flutningaskip með nokkru far- þegarými. Þá hafa og verið sett lög um svonefndan Aust- urveg, senr verða mun til mikilla samgöngu- bóta við Suðurlands-undirlendið, einkum á vetr- um. Á hann að liggja um Þrengsli og verður með steinsteyptu slitlagi. Byggingarkostnaður FRJÁLS VERZLUN vegarins er áætlaður um 20 millj. kr., og er ríkis- sjóði lieimilt að taka jafnliátt lán í þessu skyni. Svo er ráð fyrir gert, að vegurinn verði full- gerður á 7 árum. Ein lögin enn, af hinum stærri að telja, snerta samgöngumálin að nokkru leyti, en það er bygging vandaðs gistihúss í Reykjavík, sem er orðin aðkallandi þörf fyrir. Munu að þeirri byggingu standa: ríkissjóður, Reykjavíkurbær og Eimskipafélag íslands. SKÓLAMÁl,: Á síðasta Alþingi voru sett 4 lög um skóla- mál, og er með þeim stefnt að samfelldu skóla- kerfi, þar sem einn skólinn veitir rétt til upp- göngu í hinn o. s. frv. Skólaskyldan sjálf er þá orðin 8 ár, frá 7—15 ára: barnaskólar 7—13 ára og unglingaskólar 13—15 ára. Eftir það taka við hinir ýrnsu skólar, samkvæmt nánari tilgrein- ingu. SOGSVIRKJUN: Með lögurn um þetta mál er Reykjavíkurbæ heimilað að auka Sogsvirkjunina allt upp í helm- ing vatnsorkunnar, sem öll er talin 86 þús. kw. Ríkissjóður ábyrgist lán til virkjunarinnar allt að 34 millj. kr., þó ekki yfir 85% af kostnaðar- verði. Rafntagnið er eitt hið allra eftirsóknarverð- asta af lífsþægindum nútímans, og því er sízt að undra, þótt uppi séu háværar raddir um úrbæt- ur í þeim málurn, enda er nú veitt fé til raf- veituframkvæmda víða um land. SJÁVARÚTVEGSMÁL: Ræðumaður gat þess, að Reykjavík væri barn sjávarins og útgerðarinnar, og mætti blátt áfram segja, að flestir Reykvíkingar lifi á sjónum, beint eða óbeint. Nú hefur hið nýafstaðna Alþingi gert meira í þessu efni en nokkru sinni fyrr. Það setti lög um kaup á 30 togurum, sem nefnd hafa verið: togarakaup ríkisins, sökum þess að þeir fengust ekki smíðaðir, nema ríkið gengi í ábyrgð fyrir greiðslu þeirra. Með þessu framtaki er stuðlað að því, að auðsuppspretta sjávarins verði hag- nýtt á komandi árum. Kaupverð hvers togara var í fyrstu talið 1.8—1.9 millj. kr., en það hækk- aði nokkuð, er ákveðið var að hafa þá stærri en upphaflega var fyrirhugað og búa þá fleiri þæg- indum.. Til Jress að auðvelda reksturinn og gera 59

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.