Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1946, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.03.1946, Blaðsíða 15
EUFEMIA WAAGE: Ýmislegt úr bæjarlífimi — fyrr og síðar Fyrri hluti pessa fróðlega erindis, sem jiutt var á fUndi i Reykvíkingafélaginu, var birtur i 5. hefti síðasta árgangs, en af sérstökum ástœðum gat framhaldið eigi birzt fyrr en nú. 8. APRÍL. Fyrir fáum árum ritaði ég tvær greinar í viku- blaðið Fálkann. Var önnur um jólahald hér í bænum á æskudögum mínum, og hin var um hátíðarbrigði þau, sem menn — og þá sérstak- lega börnin — gerðu sér dagana í föstubyrjun. Ætla ég ekki að endurtaka það hér. En ég ætla að minnast lítið eitt á hátíðahöld þau, sem fram fóru á afmælisdegi konungsins, Kristjáns IX. Þetta voru ekkert þjóðleg hátíðahöld, en það var ekki verið að fást um það í þann tíð, og eitt er víst, að þessi gamli konungur átti gott skilið af okkur. Afmælisdagur hans var 8. apríl. Þá voru vana- lega veizluhöld, sem embættismenn bæjarins stóðu að. Ekki veit ég hvort aðrir borgarar áttu aðgang að þeim, en líklegt þykir mér að kaup- menn, bæjarstjórnarmeðlimir og aðrir, sein tald- ir voru til heldri manna, hafi átt aðgang að þeim. En annars keyrðu „sorteringarnar“ úr hófi á þeim dögum. Kvenfólk tók víst lítinn þátt í þessu, en samt held ég, að þær liafi ekki verið útilokaðar. En önnur hátíð var haldin þennan dag, sem almenningur tók að vissu leyti þátt í, þótt hún væri einkahátíð sérstakrar stofn- unar. Þetta var skólahátíðin eða skólaballið, sem alltaf var haldin þennan dag. Menn telja það ef til vill rangt hjá mér, að hún liafi verið al- menningshátíð, en ég get sagt það með sanni, að ég fór aldrei á skólaball, því að ég hafði ekki gaman af að dansa, en samt var ég þátttakandi í þessari hátíð, sem um leið var eina tízkusýn- ingin, sem almenn þátttaka var í. FRJÁLS VERZLUN / miSbœnum. BALLIÐ OG RALLIÐ. Skólahátíðin hófst með því, að lúðrasveit Helga Helgasonar lék á uppfyllingunni fyrir framan skólann. Þá gengu skólapiltarnir og stúlkur þær, er þeir buðu, upp í skólann. Höfðu stúlkurnar í bænum haft mikinn viðbúnað við boði þessu, og voru sumar í skautbúningi en aðrar í kjólbúningi, en allar voru þær skraut- búnar mjög, eins og geta má nærri, svo þetta mátti með sanni kalla einskonar tízkusýningu. Safnaðist múgur og margmenni saman þarna niðri á Lækjargötunni, og þótti öllum, bæði börnum og fullorðnum, hin mesta skemmtun og hátíðabrigði að þessu. Sjálf hátíðin var í tvennu lagi, og var það kallað ballið og rallið. Þeir, sem ekki dönsuðu, höfðu rallið fyrir sig, og voru það frjálsar 6kemmtanir, og fengu piltar þá víst undanþágu undan banni því við áfengisnautn, sem Jaá ríkti. Ballið var haldið í hátíðasal skólans, og færði dtix skólans, eða sá sem efstur var í skóla, ballið upp með dóttur landshöfðingjans eða dóttur ein- hvers af stiftsyfirvöldunum, meðan dætur lands- liöfðingja voru í bernsku. Nú vildi stundum svo til, að dúxinn var menntaðri til höfuðsins en 63

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.