Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1946, Blaðsíða 4

Frjáls verslun - 01.03.1946, Blaðsíða 4
VERZLUNARSKÓLABÁLKUR /<?'. Byggja stórhýsi, sem rúmar alla þá unglinga í landinu, sem leggja vilja stund á verzlunar- fræði, og sem rúmar öll sérgreinafélög, sem eru innan vébanda Verzlunarráðs íslands og svo Verzlunarráðið sjálft, og gera það fyrir frjáls sam- skot þeirra 1400 nemenda, sem lokið hafa prófi frá Verzlunarskóla íslands og allir, sem eru á lífi, eru dugandi fólk í góðum stöðum. Gera það fyrir peninga þeirra kaupsýslumanna, sem fengið hafa pína menntun í skólanum. Fyrir fé þeirra kaup- jsýslumanna, sem hafa aflað sér menntunar ann- ars staðar. Og loks þeirra, sem senda börn sín til náms í skólann, og það gera fyrst og fremst kaupmenn víðsvegar af landinu. Verzlunarráð íslands á kr. 300.000.00 í bygging- arsjóði. Sjálfur á skólinn samanlagt álíka upp- liæð. Einhverju eiga sérgreinafélögin að geta aurað saman. Ég hef minnzt á þetta mál fyrst í skólanefnd, svo í Verzlunarráði íslands og loks í Nemendasambandinu. Það hefur hvarvetna fengið hinar beztu undirtektir. Sérstaklega var ég hrifinn af undirtektum Nemendasambands- ins. Formaður lýsti jiví yfir, að ég hefði allt Nem- endasambandið á bak við mig í þessu efni. Mér er ljóst, að hér er um stórt átak að ræða, og ég ætla ekki að fara að leggja á menn nýjan veltuskatt. En ef kaupsýslumenn loka pyngju sinni í tvö ár fyrir öllum öðrum samskotum en þessum, þá er það mikið fé. Og mér þætti ekkert undarlegt, þótt stærstu viðskiptaaðilar verzlunar- stéttarinnar vildu leggja fram nokkuð. A ég þar við Eimskipafélagið, bankana og tryggingastofn- anirnar, og hver veit, nema kaupstaðir úti á landi vildu eiga sína kennslustofu í skólanum? Ég kem hér með enga tillögu, en er aðeins að undirbúa jarðveginn. Framtíðarmöguleikum skólans og áhrifum hans til góðs eru lítil takmörk sett, ef að honum er búið svo, sem hann á skilið. Bregðist verzlun- arstéttin í þessu máli, þá er hún ekki að bregðast mér, liún er heldur ekki að bregðast skólanum. Hún er að bregðast sjálfri sér, því að einasta ör- ugga vígið, gegn allsherjar landsverzlun og hvers konar óréttmætum hömlum á frjálsri verzlun, er sterk, samhent og vel menntuð verzlunarstétt. En liana getur Verzlunarskóli íslands einn skap- að, í anda skólastjóra og undir forystu Verzlun- arráðsins. Magnús Kjaran. FRIÐRIK MAGNÚSSON: EKKI DROTTNUN ... Rceða flutt í hófi Nemendasarnbands Verzlunarskóla íslands, 30/4 Í9k5, að Hótel Borg, í tilefni af kö ára afmœli skólans. Heiðraða samkoma! I dag minnumst vér eldri og yngri nemendur 40 ára afmælis Verzlunarskóla Islands. Saga þessanar merku menntastofnunar, — allt frá fyrstu byrjunarörðugleikunum, sem hinir framsýnu brautryðjendur hennar áttu við að stríða og fram til nútíðar, — sýnir glöggt, hve þrautseigja, kraftur, fórnfýsi og trúmennska við göfug áform, má sín mikils í íslenzku eðli. Brautryðjendurnir skildu vel, og forystumenn skólans hafa ávallt skilið, hina miklu nauðsyn Jress, að veita nemendunum sem bezta menntun, og jrannig að búa hina verðandi verzlunarmenn og athafnamenn sem bezt undir ævistarfið, og kennarar skólans liafa vafalaust alla tíð lagt ríka álierzlu á jretta sjónarmið. Þökk sé öllum Jreini, bæði lífs og liðnum, sem lagt liafa sinn skerf fram til að efla gengi skól- ans og stuðla að betri og meiri menntun íslenzkr- ar verzlunarstéttar, til gagns og blessunar fyrir Jrjóð vora, sem þarf að eiga sem allra flesta menntaða oð heilsteypta úrvalsmenn í öllum stéttum, og ekki sízt í hinni ábyrgðar- og þýð- ingarmiklu verzlunarstétt. Árið 1908 lauk ég burtfararprófi úr Verzl- unarskólanum, ásamt 9 öðrum nemendum, og er það annar árgangur, sem útskrifast hefur úr skólanum. Af þessum nemendum eru nú 6 á lífi, og er ég sá eini, sem mættur er hér af þeim ár- gangi. Minnist ég nú, við þetta tækifæri, nteð hlýjum og þakklátum hug skólasystkina minna, skóla- stjórans Ólafs Eyjólfssonar og kennaranna allra, sem áreiðanlega lögðu sig alla fram um að kenna okkur sem mest og bezt. 52 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.