Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1946, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.03.1946, Blaðsíða 18
ANNA ÁSMUNDSDOTTIR: . ULLIN - vatirækt vinnsluefrii Frú Anna Ásmundsdóttir, forstöðukona skrifslofunnar „íslenzk ull", er ekki alls fyrir löngu komin heim úr Danmerkurferð, sem hún tókst á hendur, i því skyni að vinna að útbreiðslu islenzkra ullarvara þar i landi. „Frjáls Verzlun" hefur innt frú Önnu eftir söluhorfum á ullarvörum, og hugleiðir hún um þetta efni i eftirfarandi grein. Það er mjög skiljanlegt, að „Frjáls Verzlun" vilji gefa lesendum sínum, sem margir eru kaup- sýslumenn, allar fáanlegar upplýsingar viðvíkj- andi sölumöguleikum á markaðsvörum úr okk- ar ágæiu ull, einu af fáum iðnaðarhráefnum, sem þjóðin á. Það er álit margra, að fémæti það, sem þjóðin á í ullinni, hafi til þessa frekar verið vanmetið en hitt. Og víst er það; ef nútíma véltækni hefði að fullu verið beitt í ullariðnaðinum, hefðu tekj- ur af ullariðnvörum verið mun hærri nú en raun ber vitni um. Á þvi er enginn vafi, að velunnar ullarvörur er góð söluvara, bœði á innlendum og erlendum markaði. Skrifstofan „íslenzk ull" hefur í 6 ár starfað að því, að hvetja fólk til aukinnar framleiðslu á nærfatnaði, fyrir börn og fullorðna, sokkum leistum, vettlingum og allskonar ytri flíkum, s. s. peysum og vestum. Á þessu tímabili er okkur kunnugt um all- verulega framleiðslu-aukningu. Má þó fullyrða, að þótt framleiðslan margfaldist, frá því sem nú er, myndi t. d. nærfataframleiðsla hvergi nærri fullnægja á innlendum markaði. Sölumöguleikar á öllum slikum ullarvórum og mörgum fleiri, eru að minu áliti öruggir. Að sjálf- sögðu þarf varan að vera góð, vel unnin, úr góðri ull, með réttum stærðarhlutföllum, hrein og snyrtileg að útliti og sambærileg við svipaðar að- fluttar vörutegundir. 66 Aðalskilyrði fyrir ÍTamleiðslumöguleikum á sviði ullariðnaðarins er auðvitað, að til sé í land- inu nægur vélakostur til þess að kemba og spinna ullina, en því miður eru ullarverksmiðjur lands- ins alltof fáar og afkastalitlar, og mætti vélakost- ur margfaldast, svo að vel færi. Vélprjónastofur eru margar starfandi hér í bænum og víðsvegar á landinu. Er mér kunnugt um það, að þar starfar margt áhugasamt og dug- legt fólk bæði konur og karlar, sem eingöngu vilja framleiða úr íslenzku ullarbandi, ef þess væri kostur. Framleiðsla og sala á heimilisiðnaði úr ull hefur aukizt töluvert síðustu árin, en á því sviði eru ótæmandi möguleikar, í skjóli góðrar og gamallar verkhyggni og listhneigðar hinnar vinnusömu, íslenzku konu. Aðeins lítill hluti af árlegu ullarmagni hefur því, við þessi erfiðu framleiðsluskilyrði, verið unninn í fullkomna markaðsvöru, en nokkuð kembt og selt sem lopi. Eftir fengnum upplýsingum frá Hagstofu ís- lands og Viðskiptamálaráðuneytinu, hefui út- flutningur á ullarvörum til Danmerkur, síðan samgöngur hófust aftur, numið að verðmæti um 4 millj. króna, og eru þar m. a. ca. 25 tonn af lopa. Nokkuð af útfluttu prjónlesi eru líkindi til að hafi verið prjónað úr aðfluttu bandi (ekki íslenzku). Sundurliðun er ekki nákvæm, og er því ókleyft að ákveða það nánar. Fullyrða má, að sala á ullarvörum allskonar á innlendum markaði hefur numið milljónum króna árlega, nokkur siðustu ár. Engar skýrslur eru fyrir hendi, sem geta gefið nákvæmar tölur um þetta efni, en starfandi ullarverksmiðjur landsins hafa aldrei, síðustu árin, getað fullnægt eftirspurn og hafa selt alla eiginframleiðslu jafn- óðum. Mynd sú, sem blaðið flytur hér með, er frá Magasin du Nord í Kaupmannahöfn. Myndin FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.