Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1946, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.03.1946, Blaðsíða 8
VERZLUNARSKÓLABÁLKUR SKÓLASLIT VERZLUNARSKÓLANS VERZLUNARPRÓF. Verzlunarskóla íslands var slitið 10. maí s. 1., og fór sú athöfn fram í Kaupþingssalnum. Við- staddir skólaslitin voru fulltrúar frá eldri ár- göngum skólans, Verzlunarráði íslands og skóla- nefnd Verzlunarskólans, auk skólastjóra, kennara og nemenda. Vilhjálrnur Þ. Gíslason skólastjóri bauð gest- ina velkomna og flutti síðan ítarlega skýrslu um störf skólans á liðnu starfsári. Alls stunduðu 356 nemendur nám við skólann, að nokkru eða öllu leyti. Þar af voru fastir nem- endur allan veturinn 292 talsins, 14 urðu að lrætta námi af ýmsum orsökum og 50 utanskóla- menn tóku þátt í sérstöku vélritunarnámskeiði, sem þar var haldið. Nú útskrifast úr 4. bekk skólans 50 nemend- ur. Hefur verið mikil eftirspurn eftir starfskröft- um þessa nýlærða verzlunarfólks, og mun það allt vera ráðið til vinnu. Reyndist framboðið ófull- nægjandi miðað við eftirspurnina, og veldur því aðallega eða eingöngu ónóg húsrými skólans. Ræddi skólastjórinn um þörfina á nýju skóla- liúsi og eggjaði til framkvæmda um byggingu þess, ekki sízt með það fyrir augum, að hægt ;sé að koma við allskonar hagnýtri og verklegri kennslu í skólanum, ásamt ýmsurn tilraunum. Sú breyting varð á skólanefndinni á starfs- árinu, að Magnús Kjaran stórkaupmaður tók þar við formannsstörfum af Sveini M. Sveins- syni forstjóra, sem baðst undan kosningu eftir 7 ára formennsku. Aðrir skólanefndarmenn eru: Egill Guttormsson stórkaupm., Ásgeir Ásgeirs- son frá Fróðá skrifstofustjóri, dr. Oddur Guð- jónsson form. Viðskiptaráðs og Jóhann Ólafs- son forstjóri. Skólastjóri þakkaði öllum nemendum og kenn- urum samveruna og talaði árnaðar- og umhyggju- orðum til hina nýútskrifuðu, sem hann taldi einn hugstæðasta árang, er hann hefur brott- skráð. Hann greindi einnig frá nýlegum rann- sóknum, sem hann gerði á fjölda nemenda til eftirgrennslana um lífsskoðanir þeirra og hug- sjónalíf, og bendir niðurstaðan síður en svo til þess, að um hnignun sé að ræða í þessu tilliti, meðal ungmenna. Loks afhenti skólastjóri 4. bekkingum próf- skírteini sín og verðlaunaði liina einkunnahæstu, sem eru þessir: Högni Böðvarsson, 1. ágætiseink., 7.51; hlaut peninga- og bókaverðlaun og tungu- mála- og vélritunarbikara skólans. Egill Skúli Ingibergsson, 1. eink., 7.24; hlaut peninga- og /eða bókaverðlaun. Halldór V. Sigurðsson, 1. eink., 7.13; hlaut peninga- og/eða bókaverðlaun og bókfærslubikar skólans. Hanna Helgadóttir, 1. eink., 7.13. Jakob Magnússon, 1. eink., 7.13. Jósef Björnsson, 1. eink., 7.04. Hin þrjú síðast- töldu hlutu öll bókaverðlaun. Gunnar Floventz hlaut verðlaun Magnúsar Kjaran, sem hefur undanfarin ár gefið ritvél til verðlauna þeim nemenda 4. bekkjar, sem skrifar beztu ritgerð- ina um eitthvert íslenzkt verzlunarmál. Ritgerð Gunnars fjallaði um síld og síldarverzlun. í hinum bekkjunum fengu þessir nemendur hæsta einkunn: í 3. bekk Þórður B. Sigurðsson, 1. ágætiseink., 7.50; 2. bekk Sigurður Magnús- son, 1. eink., 7.43; í 1. bekk Þorvaldur Tryggva- son, 1. eink., 7.41. Hlutu þeir allir bókaverð- laun. STUDENTSPRÓF. Þjóðhátíðardaginn 17. júní fór fram braut- skráning stúdenta frá Verzlunarskólanum, og er það annar árgangurinn í röðinni. Viðstaddir at- höfnina voru ýmsir gestir, þ. á. m. aðstandendur stúdentanna, skólanefnd, kennarar o..fl. Vilhjálmur Þ. Gíslason skólastj. lýsti kennslu- störfum lærdómsdeildar á s. 1. vetri. Kennaralið var að mestu óbreytt og prófdómarar voru hinir sömu og við Menntaskólann. Nú útskrifuðust 15 stúdentar (7 í fyrra), 3 stúlkur og 12 piltar. Nöfn þeirra og einkunnir far hér á eftir (hæst gefið 8): Árni Jónsson I. eink., 6.39. Guðmundur Kristinsson I. eink., 6.77. Guðni Hannesson I. eink., 7.03. 56 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.