Frjáls verslun - 01.03.1946, Blaðsíða 13
HálCa avina við Sjárvörzlu
20 ára starfsafmœli Stefáns G. Björnsscnar
Stefán G. Björnsson, aðalgjaldkeri og skrif-
stofustjóri hjá Sjávátryggingarfélagi íslands h.f.,
hefur nú verið starfsmaður þar í 20 ár og allan
þann tfrna liaft kassann undir höndum. Stefán
er góðkunnur maður innan verzlunarstéttarinn-
ar og liefur m. a. verið lengi í stjórn V. R.
„Frjáls Verzlun" kom á dögunum að máli við
liinn „tvítuga" gjaldkera og bað liann að benda
á stærstu leiðarmerkin á starfsbraut hans. Vegna
þess að Stefán er ótrúlega unglegur, miðað við
svo langan starfstíma, sem hann á að baki, báð-
um vér hann að byrja á því að skýra frá, hvenær
hann væri í heiminn korninn o. s. frv.
— Ég er fæddur 17. júní 1906 í Djúpavogi,
sonur Þ. Björns Stefánssonar verzlunarstjóra og
Margrétar Jónsdóttur frá Hjarðarholti. Ég ólst
upp í Djúpavogi og Vopnafirði til 13 ára aldurs
en flutti þá hingað til Reykjavíkur með foreldr-
um mínum.
— Hvenær liófst svo starfsævi þín?
— Ekki löngu eftir að hingað kom. Ég lauk
prófi við gagnlræðadeild Menntaskólans og var
nýbyrjaður á námi í 4. bekk, er mér bauðst
vinna á vátryggingaskrifstofu A. V. Tuliniusar,
og réðist ég þangað 6 okt. 1922. Þar starfaði ég,
fyrst við almenn skrifstofustörf en seinni árin
sem gjaldkeri, unz ég var ráðinn gjaldkeri hjá
Sjóvátryggingafélagi íslands h.f., 1. maí 1926. Ég
hafði þó áður jafnframt starfað um 10 mánaða
tíma hjá brunadeild Sjóvá, en eins og kunnugt
er var A. V. Tulinius einnig forstjóri þess félags.
— Það má segja, að þú hafir siglt hraðbyri
inn í sjálft ævistarfið. Hvernig hefur því verið
liáttað, síðan til Sjóvá kom?
— Þegar ég kom þangað, voru aðeins tvær
vátryggingadeildir starfræktar, þ. e. sjódeild og
brunadeild, og hafði ég gjaldkerastörf á hendi
fyrir þær báðar. Síðar bættust mér svo hinar
tvær deildirnar, er þær voru stofnaðar, þ. e.
FRJÁLS VERZLUN
Stefán G. Björnsson.
líldeildin 1. des. 1934 og bifreiðadeildin 1. jan.
1937. Árin 1929—32 gengdi ég auk þess gjald-
kerastörfum fyrir umboð Líftryggingafélagsins
Thule hér á landi, sem Axel V. Tulinius hafði
og Sjóvá síðar kevpti. Til 1. jan. 1937, er bif-
reiðadeildin var stofnsett, var ég eini gjaldker-
inn hjá félaginu, en hef síðan haft 2—3 aðstoðar-
gjaldkera, og hefur gjaldkerastarfið að miklu
leyti mætt á þeim, síðustu árin. Hinn 21. sept.
1938 var ég jafnframt aðalgjaldkerastarfinu ráð-
inn skrifstofustjóri félagsins og gegni nú því
starfi einnig.
— Hvað verður um allt. þetta geysifé, sem fer
þér um hendur?
— Mikill hluti þess er greiddur út aftur í
skaðabætur og til hinna tryggðu, eða rennur til
endurtrygginga, bæði utan lands og innan.
— Hvaða samanburð viltu gera á vinnuaðstæð-
um á skrifstofum, nú og fyrir 20 árum.
— Starfsþægindi á skrifstofum hafa aukizt
feiknalega. Að því er gjaldkerastörfin snertir
sérstaklega, má fyrst og fremst nefna langtum
61