Frjáls verslun - 01.03.1946, Blaðsíða 12
útgerðarfélögunum kleyft að færa verð togar-
anna niður, er með lögunum heimilað að afskrifa
þá um 20% í 3 ár, og dregst afskriftin frá skatt-
(skyldum tekjum.
Þá er og með lögum þessum ákveðið að koma
á fót sérstakri stofnlánadeild við Landsbankann,
sem hafa á með höndum útlán til þessarra fram-
kvæmda, bæði skipakaupa og byggingar fisk--
vinnsluverksmiðja. Er stofnlánadeild þessi í
tveimur undirdeildum, þ. e. fyrir lán í erlend-
um og innlendum gjaldeyri, og lánar hún
kostnaðarverðs skipa og % kostnaðarverðs verk-
smiðja, en má þó ekki lána hærri upphæð en 4
millj. kr. til sama lántakanda. Endist deildinni
ekki fé, hefur hún leyfi til að gefa út vaxtabréf.
Utlánsvextir eru lægri en þekkzt hafa áður, eða
21/9 %’ °S lánstíminn er 10—20 ár.
BYGGINGAR ÍBÚÐARHÚSA:
. Um þetta efni voru samþykkt lög, sent veita
byggingarsamvinnufélögum rétt til lántöku, með
ábyrgð bæjar- og sýslufélaga, til íbúðarhúsa-
bygginga. Lánin mega nema 85—100% af
kostnaðarverði og til allt að 42 ára, en ársvextir
eru aðeins 2%. Auðveldar þetta feikilega allar
framkvæmdir í þessa átt.
FJÁRLÖGIN:
Ræðumaður drap nokkuð.á hina óhagstæðu
útkomu á fjárlögunum, sem sýndu um 4 millj.
kr. halla á sjóðreikningi og um 18. millj. kr.
greiðsl.uhalla. Benti hann á, að þetta væri í sjálfu
‘sér ekkert óeðlilegt, með tilliti til hinna miklu
útgjalda til allskonar þarflegra framkvæmda, en
hér þyrfti að verða breyting á til batnaðar, ef
vel ætti að fara, enda væri nú vonað, að hún
stæði fyrir dyrum, eftir að hin fjölmörgu, nýju
framleiðslutæki væru komin í fulla notkun og
farin að gefa arð. Þá gat ræðumaður þess, að
það væru einkum samgöngu- og byggingamálin,
sem harðast kæmu niður á ríkissjóði, þar eð fé
til þeirra hluta gæfi honum ekkert í aðra hönd,
en væri aðeins til lífsþæginda fyrir þjóðina.
ALÞINGI ÓVIRT:
Sigurður minntist að lokum á herstöðvamálið
svonefnda. Sagði liann, að í sambandi við það
væri Alþingi úthúðað af fjölda inanna og jafn-
vel rist níð, með því að telja það sitja á svik-
ráðum við þjóðina, í sjálfstæðismálum hennar.
60
Félagsheimili V. R. hefur nú verið opnað að nýju, eftir
tveggja mánaða hlé á rekstri þess. Hafa farið fram talsverðar
breytingar á heimilinu, einkum í eldhúsi, og verður það
framvegis rekið með matsölu, ásamt öðrum almennum drykk-
jarveitingum. Þar er hægt að fá keypt fast mánaðarfæði
eða einstakar máltíðir, að vild, og einnig tekur heimilið að
sér lögun og framreiðslu veizlumatar.
Félagið hefur leigt heimilið tveim ágætum veitingamönn-
um, Steingrími Karlssyni og systur hans, Ingibjörgu Karls-
dóttur, og munu þau reka það á eigin ábyrgð, en skuldbinda
sig til að láta félagsmenn V. R. hafa forgangsrétt að veit-
ingum, svo sem áður var.
Fimmtudaginn 27. júní s.l., kl. 6'/2 siðd., hauð stjórn V.R.
mörgum gestum til matarveizlu í aðalveitingasal heimilisins.
Voru þar saman komnir formenn eða fulltrúar allra kaup-
sýslufélaganna í hænum, kaupfélagsstjóri KRON, stjórnir
starfsmannadeilda félagsins, allar starfandi nefndir þess, stjórn
og varastjórn.
Guðjón Einarsson form. V. R. ávarpaði gestina, hauð þá
velkomna og kvað til þessa samsætis hoðið í tilefni þess,
að nú yki félagið þannig við starfsemi sína, að í húsakynnum
þess yrðu nú fullkomnar fæðisveitingar á boðstólum. Fór
hann frain á það við alla félagsmenn, að þeir létu þetta
'heimili sitt njóta viðskipta sinna. Aðrir ræðumenn við horð-
haldið voru: Sigurjón Pétursson forstj., Oddur Helgason stór-
kaupm. og Hjörtur Hansson stórkaupm. Óskuðu þeir allir
félaginu til hamingju með þetta nýja framtak sitt og róm-
uðu mjög hinar framreiddu veitingar, sem þeir kváðust vart
í annan tíma hafa fengið öllu l>etri. Borðgestir voru 42, en
9 menn gátu ekki verið viðstaddir af ýmsum ástæðum.
Daginn eftir var félagsheimilið opnað fyrir alla félags-
mcnn, og hefur síðan verið góð aðsókn að því, enda mun
óhætt að fullyrða, að ekki mun annarsstaðar völ á heilnæm-
,ari veitingum. .Heimilið er opið allan daginn, frá kl. 8 f. h.
til kl. llþý e.h.
Hefur oftlega, í sumum blöðum bæjarins, verið
talað um lokaða þingfundi, sem enginn fengi
nokkrar fregnir af. Kvaðst liann geta lýst yíir því,
að lokaður fundur hefði verið aðeins einu sinni
fyrsta dag þingsins, og væri nú alþjóð kunnugt
um ákvarðanir hans. Taldi hann þennan áróð-
ur óefað vera gerðan í þeim tilgangi, að ala á
tortryggni í garð hinnar vinveittu Bandaríkja-
þjóðar, svo að við gætturn ekki sem skyldi að
hættunni úr austri. „Alþingi á ekki að láta leika
sig þannig. Það liefur alla tíð verið einasta vígið,
sem við höfum átt í sjálfstæðisbaráttunni, —
sverð og skjöldur þjóðarinnar“, sagði Sigurður
Kristjánsson og lauk þar með máli sínu.
FRJÁLS VERZLUN