Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1946, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.03.1946, Blaðsíða 16
fótanna, og voru þá miklar og erfiðar tilraunir gerðar til að kenna honum að dansa a. m. k. vals. Á þessum dansleik, eins og öllum öðrum, sem haldnir voru í bænum á þessum árum, var aðeins spilað undir á slaghörpu, en hljómsveit með mörgum hljóðfærum þekktist ekki, því að engir eða fáir kunnu að leika á önnur liljóð- færi, að undanskildum gítar, en hann er sjald- an notaður í hljómsveitir, nema þar sem um eintóm strengjahljóðfæri er að ræða. Þetta ball var auðvitað bæði með ballkortum og ,,kotillon“, eða ballslaufum, og var í alla staði með fínustu dansleikjum ársins. Þegar fram í sótti, eða í kringum aldamótin, var hætt að halda skólahátíðin;t í skólanum sjálfum, og þá var dýrðin úti. Þegar eitt síðasta skólaballið var hald- ið, árið 1903, vildi það slys til, að það kviknaði í Glasgow-húsinu, og brann það til kaldra kola um nóttina. Fóru flestir piltanna þá að hjálpa til við björgunina, og voru það eftirminnileg hátíðaspjöll. í það sinn var skólahátíðin ekki haldin á afmælisdegi konungs, heldur einhvern- tíma í marz, en hvort liún var þá haldin uppi í skóla, nran ég ekki, en nær er mér að halda, að hún liafi verið í Iðnó. SJÓNLEIKIR. Alltaf voru sjónleikir haldnir í bænunr, frá því að ég fyrst man eftir mér, bæði í latínu- skólanum og í bænunr sjálfum. Skólaleikir voru leiknir af eintómum piltum, og voru þá oftast þeir laglegustu valdir til að leika stúlkur. Hæfi- leikar piltanna voru nrisjafnir, eins og gefur að skilja. Ég man eftir tveinr piltum, sem þóttu bera af öðrum á unglingsárurn mínum. Voru það þeir Halldór Gunnlaugsson, sem síðar varð læknir í Vestrrrannaeyjunr og er nú látinn, og Jóhannes Jólrannesson, senr er enn á lífi í Ameríku. Hann var fæddur og uppalinn hér í Reykjavík. Einn maður lék hér tneð lengi síðar, senr upphaflega hafði vakið athygli á sér í latínuskólanum. Það var Sigurður Magnús- son frá Flankastöðum. Hann var ágætur skop- leikari. Þeir Halldór og Jóhannes voru næsta ólíkir leikarar. Halldór var þurrskemmtinn en Jóhannes ærslabelgur. Mig langar til að segja frá kvöldskernmtun, sem haldin var í ,,Kettinum“ skömtrru fyrir alda- mót, eða einhverntíma um þær nrundir. Jóhann- es mun hafa staðið fyrir henni, og var lrún að ein- lrverju leyti til ágóða fyrir liann. Fyrst var leikið 64 Hátíðahöld á Lœkjartorgi. smáleikrit, senr gerðist í veitingahúsi. Ekki man ég nafn á því, en ég lreld að það lrafi verið í ein- unr þætti. Jólrannes var aðalleikandinn. Hann var veiungaþjónn. Maður einn, senr var ný- kominn í bæinn og var dálítið málhaltur, var einn leikandinn. Hann konr inn í „diplomat“- frakka og rrreð pípuhatt og hárautt slifsi. Ekki man ég til að klæðnaðurinn vekti neitt hneyksli, en því var stillt þannig til, að fyrstu orðin, sem hann átti að segja, voru orð, senr hann gat ekki borið rétt franr, og byrjuðu áheyrendurnir þá strax að skellilrlæja, og konrst hann ekki að nreð nreira. Annar leikandi átti að vera fasta- gestur, eða ,,stanrgestur“, eins og það var kall- að. Hann átti að sitja lrálfan þáttinn við drykkju og fara svo út og annar síðan setjast í hans sæti, en þegar að því kom, þá neitaði hann að fara nokkurt fet, og varð þjónninn þá að taka í lrnakkadrambið á honunr og lrenda honunr út. Stúlkuaunringi einn átti að ganga unr beina þarna, og skil ég ekki annað en að lrún lrafi verið eins og fallin í lrendur ræningja. Hún gekk allt af í gegn rneð sama kjötlærið, en allt af fór það nrinnkandi, því að Brynjólfur Kúld borðaði alltaf af því fyrir utan. Jókst hláturinn alltaf eftir því serrr lærið nrinnkaði. Jóhannesi sjálfum var ekki skotaskuld úr því, að skila sínu lrlutverki þannig að sæmilega færi. En skenrmt- unin var ekki búin með þessu! Að leiksýningunni lokinni mun fyrst lrafa verið einsöngur. Mér er hann ekkert minnis- stæður, því að hann hefur efalaust ekki verið atlrugaverður. Ég geri ekki ráð fyrir að Valdi- mar Steffensen hafi sungið, þó að ég þori ekki að fullyrða það, en hann var einn bezti einsöngv- ari í bænum á þeim tíma og lrafði einhver sæt- ustu hljóð, sem ég lrefi heyrt í nokkrum karl- FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.