Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1946, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.03.1946, Blaðsíða 20
BROTALAMIR Á BREZKA IÐNAÐINUM Þetta greinarkorn, sem er þýtt iir enska dagblaSinu ,,Daily Express“, bregSur upp allljósri mynd aj ástandinu í fram- leiSslumálum Breta, um þessar mundir. Höjundur greinar- innar heitir James Wliittaker og mun, samkvœmt frásögn hans, vera ýmsum kunnugur hér á landi. Um jólaleytið í vetur kom ég aftur heim til Bretlamls, ur ferð minni til íslands. Ég kom þaSan fullur af áhuga og bjart- sýni, því að ég hafði í höndunum, vösunum og huganum sæg af hinum ágætustu pöntunum í hrezkar vörur. ísland er lítið og viðkunnanlegt land, sem her fáar stríðs- menjar. Það á miklar innstæður og viðskiptatraust í Bretlandi. Þjóðin er yfirleitt vinveitt Bretum, og henni virðist falla hrezk- ar framleiðsluvörur mæta vel í geð. í dag, nokkrum mánuðum eftir heimkomuna, er ég hug- dapur og í skapi til að sökkva mér til hotns i næsta vatns- falli. Mér sýnist á öllu, að eitthvert visst afbrigði af doða eða svefnsýki þjaki hrezka iðnaðinum, og ég get ekki varizt því, að líta með tortryggnum augum og efasemdum á öll hreysti yrði um aukinn útflutning. Ég lield, að hvorki iðnrekendur né iðnverkamenn hafi nokkurn áhuga á útflutningsverzlun. Það er háðum aðilum um að kenna. Hér skulu tekin fáein dæmi: 1. ) Ég heimsótti einn daginn málningarverksmiðju og grennslaðist eftir möguleikum á vöruafgreiðslu til útflutnings. Ég fór þaðan jafn fávís og ég kom, en var ráðlagt að geyma pöntunina hak við eyrað og líta inn til þeirra aftur eftir 6 mánuði. Takið eftir: 6 mánuði. — Utflutningsforstjórinn gat ekkert sagt mér umfram það, að ekki væri hægt að fá hrá- efni. Hann vissi ekki hætishót um horfurnar í þessum málum, Hann gat engar minnstu hendingar gefið mér um það, hvað þeir gætu framleitt eða myndu framleiða. Hann sagði bara: „Komið þér aftur eftir 6 mánuði1'. 2. ) í nafni mannúðarinnar hað ég eitt hrezka vélafirmað að húa nýtt, íslenzkt sjúkrahús nauðsynlegustu vélum og á- höldum. Ég hef engan fjárhagslegan hagnað af þessu, en vildi einungis stuðla að því, að þetta sjúkrahús, sem mikil þörf er fyrir, kæmist á fót, og að útbúnaður þess yrði brezkur. — Vélaverkfræðingar firmans tilkynntu stjórn sjúkrahússins, að vélarnar og áhöldin yrðu tilbúin til afgreiðslu innan þriggja mánaða. Nú um daginn fékk ég áríðandi símskeyti frá fram- kvæmdastjóra sjúkrahússins, og var ég þar beðinn að inna eftir því, hvað afgreiðslunni liði, þar eð hann hafði ekkert frekar heyrt frá hinu hrezka fyrirtæki. Ég gerði það. Þá var mér sagt, að ekki væri nokkur leið til afgreiðslu á hinum um- heðna útbúnaði, á skemmri tíma en 12 mánuðum. Það er alveg óyggjandi, að sjúkrahúsið getur ekki heðið aðgerðalaust allan þann tíma, og er því sjálfsagt að þessari pöntun, og enda mörgum fleiri, verði beint í aðra átt, og hverfur hún þannig brezkum hagsmunum. 3.) I þessu dæmi tölum við um tunnur. — Ég þurfti að útvega töluvert magn af þessari vörutegund, og átti að nota tunnurnar við ákveðna matvöruframleiðslu, sem mjög var að- kallandi. Eg skrifaði þremur brezkum firmum. Tvö þeirra hafa ekki svarað enn, en hið þriðja tilkynnti mér, að útflutn- ingur væri ekki leyfður. Eg dró þetta í efa, með sjálfum mér, og gerði mér ferð á hendur til útflutningsleyfadeildar Verzl- unarráðsins (Board of Trade Export I.icensing Department). Þar fékk ég þær upplýsingar, að samkvæmt tilskipun ríkis- stjórnarinnar frá i september s. 1., þyrfti engin útflutnings- leyfi fyrir tunnum. — Þá skrifaði ég verksmiðjunni á nýjan leilg, skýrði henni frá málavöxtum og lét einnig orð falla um það, að undarlegt væri, að bún skyldi ekki vita um þetta. Ég fékk svohljóðandi svar: „Vér. getum ekki fylgzt með öllum þessum tilskipunum. Vér höfum nóg að gera, þrátt fyrir það“. — Af þessu sézt, að kaupandinn verður að segja seljandanum, þvernig liann á að gera viðskipti sín, beinlínis uppgötva, hvort viðskiptamöguleikar séu fyrir hendi. Þetta gerði ég, og ég fekk líka tunnurnar.. Það getur blásið kaldan á Islandi, og íslendingar eru lirifn- ir af öllum þægindum eins og við, ekki sízt er viðvíkur raf- magnsáhöldum og hitunartækjum. „Góði athugaðu um útveg- un á rafmagnskamínum“, sögðu þeir við mig, „rafmagnstækj- um til vatnshitunar og suðu, og yfirleitt öllum, hentugum og fallegum rafmagnsvörum". Forstjóri útflutningsdeildar eins gamalkunnugs fyrirtækis „fræddi“ mig á því með miklu handapati og málflaumi, að hann gæti kannske afgreitt vörur til umbjóðenda minna eftir 3—6 mánuði. „Það er bezt að segja fremur 6 mánuði“, bætti hann við. Ég spurði hann um verðlista. Ilannn næstum öskraði: „Þó að við gætum fengið pappír, gætum við ekki látið prenta neinn vcrðlista“. Ég setti upp furðusvip. Hann undraðist heiinsku mína. „Við vitum ekki, livað við getum framleitt". sagði hann og beit sundur orðin. „Við vitum ekki hvernig verðlagið verður. Við vitum ekki snefil af agnarögn um nokk- urn skapaðan hlut“, voru hans síðustu orð. Islenzkir hyggingameistarar eru önnum kafnir eins og maur- ár, og nokkrir þeirra höfðu átt tal við mig og beðið mig að spyrjast fyrir um lása, lamir, handföng, húna o. s. frv. Eg þarf ekki að endurtaka það, sem að framan er sagt, eii bæti þó þessu við: Forstjóri þekkts fyrirtækis gat ekki á heilum sér tekið, vegna þess, að honum var ómögulegt að segja mér nokkurn hlut um hráefnaöflun, verð, framleiðslu- tíma eða útflutningshorfur. Ilann sagði bara, að þeir hefðu ekki nægileg hráefni til útflutningsframleiðslu og meira að segja varla nóg fyrir heimamarkaðinn, en hann bað mig að hafa tal af sér aftur eftir 3 mánuði. Ég hef spurzt fyrir um gólfteppi, umbúðapappír, einangrun- arbönd, leirvörur, gluggagler, smíðajárn, bolta, ra:r, rafmagns- tæki, kaðla, jarðstrengi, fiskilínur, strigapoka o. s. frv. Niðurstaðan finnst í þessum dapurlegu lokaorðum: Hinir brezku framleiðendur voru flestallir niðurdregnir, vondaufir pg þreyttir á öllu saman. 68 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.