Frjáls verslun - 01.03.1946, Blaðsíða 22
hann virtist ennþá minni fyrirferðar, þegar hann stóð augliti
til auglitis við reiSilegan húsbóndann.
„Eruð það þér, Grevelund, sem hafið skrifað uppkastið að
iþessu bréfi? Ætli það sé annars nokkur leið, að fá einhvern
til að játa það á sig?”, þrumaði Flys forstjóri.
Grevelund teygði fram álkuna og leit á gulu örkina. Jú,
hann hafði skrifaö þetta. Var eitthvað skakkt?
„Skakkt! Það er allt hringlandi vitlaust á þessari skrifstofu.
Stórkostlegar skissur dansa óséðar fyrir framan nefið á há-
launuðum og hámenntuðum trunaðarmönnum. Hér á skrifstof-
unni er ekki reglusemi til! Ég er reglusamur maður og hef
alla ævi kappkostað að hafa allt umhverfis mig í röð og
reglu. En ég er umkringdur af samansafni eintómra hirðuleys-
ingja, sem drýgja hin ólíklegustu óhappaverk, án þe.ss að
blikna. Ég krefst reglusemi — reglusemi, hinnar nákvæmustu
nákvæmni. Og svo veið ég að þola, að í bréfi til ráðuneytisins
frá fyrirtæki ininu skuli standa h þar sem á að vera p, í
jafn algengu orði og tilskipun. Það er hámark ósvífninnar,
ófyrirgefanlegt hneyksli! Mér hlauzt einu sinni sá heiður, ið
lenda í samkvæmi með ráðherranum sjálfum. Hann er líka
reglusamur maður, og það mundi hafa komið óþægilega við
hann, aö lesa bréf með svo áberandi ritvillu".
Forstjórinn leit ásökunaraugum á starfsfólk sitt, sem stóð
niðurlútt fyrir framan hann.
„Heyrið mig, gott fólk“, sagði hann. „Segið mcr nú í hrein-
skilni, hvað þið haldið að yrði um þetta fyrirtæki, cf ég
fylgdist ekki nákvæmlega með öllum framkvæmdum hér, smá-
um sem stórum, og læsi ekki hverju einustu skriflega orðsend-
ingu, sem héðan fer? Ef ég gerði þetta ekki, myndi hreint
og beinl allt fara í liundana. Ég er einn ábyrgur fyrir þessu
firma, og ekkert ykkar gerir tilraun til að létta undir með
mér. Allt þarf ég að gera sjálfur, því að ég er reglumaður,
og þar sem ég er, skal reglusemin ríkja. Bréfið til ráðu-
ncytisins verður að umrita, og nú, gott fólk, skultið þið fara
aftur í sæti ykkar og sofa þar vel og lengi!”
Forstjórinn reis á fætur og sló út hendinni til merkis. um.
að nú væri viðtalstíminn á enda. Skrifstofufólkið gekk burt,
dálítið skömmustulegt, og hópaði sig saman inni í skrifstofu
Frandsens fulltrúa.
„Hann er ekki með öllum mjalla, karlskröggurinn”, sagði
Faber bréfritari. „Þvílíkur bægslagangur, enda þótt eitt orð
væri vitlaust slafað”.
„Já, mér finnst nú verði að vera einhver takmörk fyrir því,
hvað hægt er að láta bjóða sér”, sagði Grevelund aðstoðar-
ritari.
„Hann getur verið dálitið fljótur á sér og uppstökkur”,
sagði Frandsen fulltrúi. „En okkur er nú vorkunnarlaust að
þola það, í samanburði við konu hans og börn. Sem fjöl-
skyldufaðir er lmnn sjálfsagt þreytandi. Allt verður að ganga
eftir vissri línu, og sjái hann rykkorn á píanóinu, æðir hann
um íbúðina, eins og hvirfilbylur. Við megum hrósa happi
yfir því, að við erum ekki búsett á því heimili”.
„Já, það segirðu víst satt“, sagði bréfritarinn. „Hann er
reglulegur þjösni”.
„Það getur hæglega hent hvern sem er, að víxla til
stöfum”, sagði Grevelund. Það gæti alveg eins komið fyrir
hann sjálfan. Stafsetningin er líka alltaf að breytast nú á
tímum. Maður veit varla, hvernig orðin eiga að stafast, og
ég efast um, að hann hafi nokkurt dómsvald um það
efni”. ---------
Flys forstjóri var tæplega kominn inn úr dyrunum á íbúð
sinni, er á móti honum gaus megn brunasterkja. Ilann gekk
fram í eldhúsið. Eins og honum hafði sagt hugur um, stóð
þar steikarapanna á eldavélinni, og snarkaði hátt og rauk mikið
úr steikinni. Ifann skrúfaði fyrir gasið og leit í kringum sig,
þarna inni. Það var ófögur sjón. Hér og þar lágu óhreinir
diskar og pottar. Gólfið var svart og bar engin merki þess,
að það liefði nokkurntíma verið þvegið. Ur ruslafötunni undir
eldhúsborðinu flóði skarnið út á gólf.
Hann lagði leið sína inn i dagstofuna. Þar lá konan bans
ó legubekk og las skáldsögu. Hún var i morgunslopp og með
inniskó á fótum; hórið á höfði hennar stóð í allar óttir, eins
og hey í sátu, llún leit upp frá lestrinum og kinkaði kolli:
,„Nú, ert það þú!“
„Steikin stóð á vélinni og brann við“, sagði forstjórinn og
gerði sér far urn að leyna reiði sinni. „Ég skrúfaði fyrir
gasið“.
„Hvað skyldi ég geta gert án þín, kæri eiginmaður", sagði
frú Flys kaldranalega. „Ef eitthvað fer aflaga með lítinn steik-
arbita, finnur þú viðbrennslulyktiná alla leið til skrifstof-
unnar".
„Þetta á ekki að koma fyrir“, sagði Flys og var fastmæltur.
„Eg hef nú ekki verið nema 10 mínútur hér inni“, svaraði
konan. „Það getur enginn ætlast til, að ég standi kyrr í sömu
sporum og góni ó steikina, tímum saman. En auövitaö brennur
hún við, jafnskjótt og ég hef snúið við henni baki“.
„Ég sé nú ekki betur en það sé yfrið nóg að starfa i
eldhúsinu”, sagði herra Flys. „Það lítur út fyrir, að upp-
þvotturinn hafi dregizt í heila viku. Og svo liérna inni —
já, í öllu húsinu, virðist vera næg þörf fyrir starfskrafta
þína”.
Flys hvarflaði sjónum um stofuna, sem var lítt þrifaleg.
Gólfteppið virtist ekki hafa verið hreinsað í heilan manns-
aldur, og á maghognihúsgögnunum sat þykkt ryklag.
„En hvað þú ert hugulsamur, að taka í þennan streng,
undir eins og þú kemur inn úr dyrunum”, sagði frú Flys.
„Þú veizt samt fullvel, að ég get ekki annað öllum störf-
unum, þegar ég hef enga þjónustustúlku”.
„Mig undrar ekki, þótt stúlkan hafi orðið leið á þessu
þokkaheimili”, sagði Flys snúðugur.
„Og með öllum þeim peningum, sem þú afhendir mér
til heimilisreksturains, er víst ekki mikill vandi að fá þjón-
ustustúlkur”, sagði frúin og var æst og skjálfrödduð. „Ég
hef liringt æ ofan í æ ó ráðningarstofuna, og þar er enga
stúlku að fá, fyrir þessi laun”.
„Mollý gæti hjálpað þér”, sagði forstórinn.
„En hvað það er líkt þér, að ætlast til þess”, sagði frúin.
„Þú kærir þig kollóttan, þótt dóttir þín slíti kröftum sínum
við húsverk, í stað þess að lmgsa um framtíö sína”.
„Hvar er hún núna?”
„Uti. Hún ætlaði að borða hádegisverð með ungum manni.
líann er frændi manns, sem er góðkunningi margra þekktustu
leikaranna. Hún er alveg viss um, að hann getur komið henni
að leikhúsinu. Og John er heldur ekki heima, ef þig langar
til að vita það. Hann fór út með nokkrum félögum sínum.
Já, — meðan ég man — ég þarf að fá hjá þér 100 krónur,
sem ég lét John hafa. Ég gat ekki iátið hann fara pen-
ingalausan. Hann skal ekki þurfa að láta aöra borga fyrir
sig“.
„Það er allt á öðrum endanum", sagði Flys og andvarpaði
þungan. „Börnin eru úti um hvippinn og hvappinn, og hvorugt
þeirra gerir þarflegt handtak. Þú liggur allan daginn á melt-
70
FRJÁLS VERZLUN