Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1946, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.03.1946, Blaðsíða 21
Smásaga um reg/usemi og réttritun: EKKI ER EIN BÁRAN STÖK Eftir HANS KIRK Flys íorstjóri stóð upp frá skrifborSi sinu og kallaSi á 'vélritunarstúlkuna, ungfrú Blom. Hann var þrútinn í framan af vonzku og hélt á vélritaSri pappirsörk, sem hann veifaSi í sífellu, þegar stúlkan kom inn. „Með leyfi aS spyrja, ungfrú Blom; hafið þér skrifað þetta bréf til ráðuneytisins?” spurði forstjórinn. Vélritunarstúlkan viðurkenndi að svo væri, en var sýnilega dálítið smeyk. „Ungfrú Blom“, hélt forstjórinn áfram. „Eg prédika seint og snemma fyrir starfsfólki mínu, að nákvæmni og regla séu þýðingarmestar allra mannsins dyggða, en það er eins og við steininn talað. Þér eruð starfandi í þekktu og góðu fyrirtæki, og bréfin, sem héðan fara, verða aS vera algerlega lýtalaust. Þar má hvorki vera stafavíxl né kommuskekkja. Því hvar vær- um við á vegi stödd, ef leyfðar væru eilífar tilslakanir á öllum hlutum? Og hérna í þessu bréfi hafið þér, ungfrú Blom, skrif- að þessa ægilegu vitleysu: Meb skírskotun til tilskibunar y3- ar ... Ef þér sjáið ekki sjálf, hvílík reginhneisa er að slíkum rithætti, og vitiS ekki, að tilskipun er skrifað með p-i, þá er áreiðanlega heillavænlegast fyrir þetta firma að afþakka þjón- ustu yðar framvegis". „Hef ég áreiðanlega skrifað þetta svona skakkt?“ spurði ungfrú Blom vesældarlegum rómi. „Litið þér bara á“, sagði forstjórinn. „Hérna stendur það, í efstu línu. IlvaS haldið þér, að embættismennirnir í ráðuneyt- inu mundu segja, ef þeir fengja slíkt bréf? ViS myndum verða til almenns athlægis, og firmaS yrSi þekkt að endemum. Þetta er heldur ekki í fyrsta skiptiS, sem þár verðið að viSurkenna yfirsjónir yðar“. „En ég held áreiðanlega, að þetta hafi verið skrifað þannig í handritinu, sem Frandsen fulltrúi afhenti mér“, sagði ungfrú Blom. „Eg skal ná í það“. Vélritunarstúlkan þaut út úr skrifstofu forstjórans og kom að vörmu spori til baka með gula fólíóörk. „Þarna getur forstjórinn séð“, sagði hún himinlifandi. „Þetta er ekki mér að kenna. Ég á bara að skrifa það, sem í handrit- inu stendur". ,,.]á, það er svo að sjá, að fulltrúinn hafi skrifað þessa firru“, hummaði forstjórinn. „En það er samt engin afsökun fyrir yð- ur. ungfrú Blom. Þér eigið að kunna réttritun. Þegar fulltrúinn gerir villur, eigið þér að leiðrétta þær“. „Eg hlýt að mega gera ráð fyrir, að fulltrúinn .. .“ stamaði hún. „Þér megið ekki gera ráð fyrir neinu nema stafsetningar- orðabókinni", greip forstjórinn fram í. „En það er bezt að biðja yður að kalla á Frandsen fulltrúa. Ég þarf að segja nokkur vel valin orð við þann mann“. FRJÁLS VERZLUN Fulltrúinn gekk inn, og Flys forstjóri leit á hann, þungur á brún. „Heyrið þér mig, Frandsen. Það er mjög áberandi ritvilla í bréfinu til ráðuneytisins. Mér finnst það langt fyrir neðan all- ar hellur, að þér, fullorðinn og reyndur starfsmaður, skulið geta gert þvílíkt axarskaft. Ifvað haldið þér að ráðherrann segði, ef þetta bréf ...“ Flys forstjóri veifaði gula handritinu í gríð og erg — „ef þetta hréf hefði komizt í hans hendur? Við ;ættum okkur aldrei framar viðreisnarvon, á þeim stað“. „Hvað er að?“ spurði fulltrúinn þurrlega. „Það er það, að þér hafið skrifað þetta þokkalega orð: tilskibun, — tilskipun með h-i. Hvaða skóladrengur, sem vera skal, rnundi fá ærlega ofanígjöf fyrir svona ritvillu. Og þér ... þér eruð fulltrúi í góðkunnu verzlunarfyrirtæki“. „Ég er forstjóranum alveg sammála", sagði fulltrúinn. „En ég get skýrt yður frá því, að ég skrifaði ekki handritið. Faber bréfritari hefur sjálfsagt gert það“. „Bréfið hefur samt sem áður farið um yðar hendur“, sagði forstjórinn. „Þér hefðuð átt að taka eftir skekkjunni og láta lagfæra hana“. Flys forstjóri skáimaði til dyra, reif hurðina opna og hrópaði: „Faber, kornið þér hingað!“ Bréfritarinn kom á harðaspretti og vissi ekki, hvaðan á sig stóð veðrið. Forstjórinn hallaði sér aftur á bak í skrifborðs- stólnum og handlék reglustiku. „Hvaða einkunn fenguð þér fyrir móðurmálskunnáttu, á stúdentsprófinu?" spurði hann og hyrsti sig. „Fyrstu einktinn betri, minnir mig“, svaraði hréfritar- inn. „Það hlýtur að vera undraverður skóli, sem þér hafið stundað nám í“, sagði forstjórinn hæðnislega. „Mér finnst það æði djarft, áð gefa þeim nemanda fyrstu einkunn, sem veður reyk í stafsetningu einföldustu orða. Maður minn, þér hafið, í hréfinu til hins háa ráðuneytis, skrifað tilskipun með b-i í staðinn fyrir p-i. Það er vægast sagt hneykslanlegt, að r.'.aður með yðar menntun, skuli gera sig sekan um slikt og þvílíkt. Og fulltrúinn, sent hefði átt 'að liafa umsjón með þessu, lætur sem ekkcrt sé. Því segi ég það, að maður er ekki á hjarni staddur við hlið slíkra samverkamanna! ” „Fyrirgefið, herra forstjóri. Það var Grevelund aðstoðar- ritari, sem samdi hréfið. Ég leit bara yfir það”, sagði bréf- ritarinn. „Grevelund!”, æ-pti forstjórinn. „Sækið þér hann undir eins! Kanske það heppnist loksins að finna þann niann, sem skýtur sér ekki undan ábyrgð gerða sinna”. Grevelund aðstoðarritari var lágvaxinn og hjólbeinóttur, og 69

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.