Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1946, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.03.1946, Blaðsíða 5
VERZLUNARSKÓLABÁLKUR • • • HELDUR FriSrik Magnússon. Ég minnist líka skólanefndarmannanna, sem þá voru, þeirra Jóns heitins Ólafssonar skálds og ritstjóra og Sighvatar heitins Bjarnasonar banka- .stjóra, sem báðir voru afbragðsmenn, hvor á sina vísu, og voru á rneðal fyrstu ötulustu braut- ryðjenda skólans, og velgerðarmanna. Ég get ekki látið þess ógetið, hve skólinn stendur í mikilli þakkarskuld við núverandi skólastjóra, Vilhjálm Þ. Gíslason, fyrir það mikla og giftudrjúga starf, sem hann hefur leyst af hendi í þágu stofnunarinnar, sem vaxið hefur mjög rnikið og tekið stórum framförum undir stjórn hans. Kennararnir á þessu tímabili eiga líka sínar miklu þakkir skildar fyrir ötult og árangurs- ríkt starf. Nemendasambandið hefur veglegt og þarf- legt verk að vinna í þágu skólans og verzlunar- stéttarinnár í heild, og vil ég hér með hvetja alla nemendur skólans, bæði þá eldri og þá, sem nú hafa lokið prófi, til að standa vörð um iskólann, sem ávallt ldýtur að vera hyrningar- steinn frjálsrar verzlunar og athafna í landi voru, því þjóðin glatar sjálfri sér og framtíð sinni, ef hún tapar trúnni á frelsið og hin ómetanlegu gæði þess. Eitt er það, sem mig langar til að biðja hina yngri verzlunannenn að festa sér í minni, og það er að skoða verzlunarstarfið sem þjónustu í þágu viðskiptamannanna, en ekki að koma fram sem drottnarar fólksins, eða hugsa um það FRJÁLS VERZLUN »JÓNUSTA eitt að liafa sem mestan hag af því. Að stilla í hóf, í þessu efni sem öðru, mun reynast bezt til frambúðar, og sá, sem sýnir lipurð og sanna þjónustulund gagnvart viðskiptamönnunum, mun ávinna sér hylli og traust og fara sigrandi af hólmi. Ég óska þess svo, að Nemendasambandið megi í framtíðinni verða öflug stoð fyrir skólann, og að verzlunarstéttinni auðnist ávalt að skilja rétti- lega skyldur þær, sem hún liefur gagnvart skól- anum, til að efla framtíðargengi hans. Að lokuin óska ég Verzlunarskóla íslands allrar blessunar og framfara, á 40 ára afmæli Iians. Megi Verzlunarskólinn eiga fyrir höndum langa og nytsama starfsævi og nemendurnir ávallt vera skólanum og þjóðinni til sóma og gagns. Friðrik Magnússon. Ársmót Nemendasambands V erzlunarskólans Hinn 10. maí s. 1., að kvöldi sarna dags og Verzlunarskólanum var sagt upp, hélt Nemenda- samband skólans árshátíð sína, og fór hún frant í Sjálfstæðishúsinu, sem þá var nýlega tekið til starfa. Húsið var fullskipað. Mótinu stýrði formaður sambandsins, Hró- bjartur Bjarnason stórkaupm. Margar ræður voru fluttar yfir borðum. Vilhjálmur Þ. Gísla- son skólastjóri minntist sambandsins og gamalla nemenda. Magnús Kjaran, form. skólanefndar, flutti ungum verzlunarmönnum heilræði úr Konungsskuggsjá og hét á alla verzlunarstéttina til liðsinnis við húsbyggingamál skólans. Baldur Pálmason flutti ræðu fyrir minni Vilhjálms Þ. Gíslasonar og konu hans, í tilefni af því að Vilhjálmur hefur nú verið skólastjóri Verzlun- arskólans í 15 ár. Þá töluðu fulltrúar þeirra árganga, sem á þessu vori áttu merkisafmæli frá brottskráning- arári við skólann, og færðu þeir skólanum ýmsar góðar gjafir. Grímur Bjarnason mælti fyrir hönd 25 ára skólanemenda og afhenti gjöf frá þeim x byggingarsjóð skólans. Leifur Guðmundsson talaði af hálfu 15 ára nemenda og færði gjöf Framhald á bls. 57. 53

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.