Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1946, Page 19

Frjáls verslun - 01.03.1946, Page 19
Vörusýning í Magasin du Nord, í Kaupmannahöfn. er af lopasendingu, sem verzlunarhúsið íékk í vetur, að tilhlutan skrifstofunnar „íslenzk ull“. Lopasýning þessi vakti rnikla athygli. Forstjóri deildarinnar lét letra á spjöld: „Við höfum feng- ið lopa frá einni af beztu ullarverksmiðjum ís- lands, og er hann unnin úr 1. flokks íslenzkri ull. í ull þessarri er mikil sauðfita, og er hún þvi ?njög hlý“. Úr lopanum var liandprjónuð kvenpeysa (sjá mynd). sem sýnishorn þess, að hægt er að nota lopann í stað bands. Var það áður óþekkt í Danmörku. Lopinn var frá Ullarverksmiðjunni Framtíðin, kembdur úr I. flokks velþveginni ull og litaður (17 litir). Allt útlit er fyrir, að eftirspurn eftir lopa úr íslenzkri ull, þ. e. a. s. góðri ull, aukist að mun, því sýnt er, að hann hefur náð hylli almennings. Óskandi væri, að sama reynsla fengist af útflutt- um fullunnum vörum. Ullarvöruframleiðsla okkar íslendinga er á byrjunarstigi. Okkur vantar þvottastöðvar, verk- smiðjur og fagmenn í ýmsum greinum tdlariðn- aðarins. Vinsamleg tilmæli um endurbætur á þessu sviði hafa oft og einatt borizt forráðamönn- um þjóðarinnar. Má m. a. minna á starf Hall- dóru Bjarnadóttur og nú síðast samstarf Þorvald- ar Árnasonar við Nýbyggingarráð, og tillögur hans um að reisa fullkomnar þvottastöðvar og verksmiðjur, með allskonar ullariðnaðarvélum, sem annast gætu algjöra vinnslu á nær öllu ull- armagni þjóðarinnar og gert það að vandaðri markaðsvöru. Að endingu vil ég mega benda ungum, íslenzk- um, áhugasömum kaupsýslumönnum á það, að hér er um að ræða ótakmörkuð skilyrði til fram- taks, og jafnframt tvímælalausa hagnaðarvon. Anna Ásmundsdóttir. FRJÁLS verzlun 67

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.