Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1950, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.06.1950, Blaðsíða 11
ÓLAFUR BJÖRNSSON, próf.: GENGISLÆKKUNIN OG ÁHRIF HENNAR Nú eru rúmir þrír mánuðir liðnir í’rá því, dð Al- þingi og ríkisstjórn hurfu að því ráði að lækka gengi íslenzku krónunnar. Enda þótt því fari fja'rri, að á- hrif hennar, hagstaíð og óhagstæð, hafi ennþá kom- ið fram, er þó ómaksins vert að litast um öxl og gera sér nokkra grein fvrir því, hver áhrif hún hefur haft á fjárhagskerfi okkar, svo og því, hverjar líkur eru á því, að gengislækkunin náði þeim árangri, er lienni var ætlað. Gengislœkkun og kjaraskerðing. Sú mikla verðhækkun á erlendum vörum, sem orð- ið hefur vegna gengislækkunarinnar, hefur óhjákvæmi- lega valdið talsverðri kjaraskerðingu lijá fólki, sem hefur fastar tekjur. Hefur þungi þeirrar kjaraskerð'ng- ar einkum komið fram síðustu 2 mánuðina, þar sem launauppbætur þær, sem lögin um gengisskerðingu o. fl. gerðu ráð fyrir, koma alltaf á eftir verðhækkunum. Það er þó ekki rétt, að gengislækkunin sé hin raun- verulega orsök kjarkaskerðingarinnar. Nauðsvn geng- islækunarinnar og kjaraskerðingin eiga sér sameigin- lega orsök, nefnilega verðfallið, sem orðið hefur á helztu útflutningsvörum okkar. Þegar um það er spurt, hvort gengislækkunin hafi haft í för með sér kjara- skerðingu, má ekki miða við það ástand, sem var fyr- ir gengislækkunina, því að enginn hefur bent á mögu- leika til þess að halda því óbreyttu, heldur ber að miða við það ástand, sem skapazt liefði, ef einhverjar aðrar leiðir hefður verið farnar til þess að tryggja rekstur útvegsins. Það hefur svo oft verið sýnt fram á það með óyggjandi rökum, að þær leiðir aðrar en gengislækk- unin, sem lil greina komu, hefðu lagt miklu þyngri byrðar á allan almenning en gengislækkunin, ef þær hefðu átt að koma að sama gagni, að ekki verður tal- in ástæða til þess að rekja það hér. Hinu skal ekki á móti borið, að margt hefur gengið meira í óhag um markaðshorfur o. þ. h. en ráð var fyrir gert á þeim tíma, sem lögin um gengisskrán- ingu voru undirbúin, þannig að hún bætir ekki hag útvegsins í þeim mæli, sem ráð hafði verið gert fyrir. Þetta er þó síður en svo sönnun fyrir því, að gengis- lækkunin hafi verið ónauðsynleg eða óheppileg ráð- stöfun, heldur þvert á móti hið gagnstæða. Ef ekki var fært að leggja á t. d. 100 millj. í nýjum sköttum til þess að greiða uppbætur á útfluttar afuiðir, hversu óframkvæmanlegt hefði þá ekki verið að leggja t. d. á 200 millj. kr. í sama skyni? Það er jrví síður en svo, að gengislækkunin sé hin raunverulega orsök jreirrar kjaraskerðingar, sem almenningur nú verður var við, að liitt er þvert á móti nær sanni, að það er gengis- lækkunin, sem helur komið í veg fyrir ennþá meiri kjaraskerðingu en raun ber vitni um. Gengislœkkunin og frjáls verzlun. Það var eitt af höfuðmarkmiðum gengislækkunar- innar, að skapa skilyrði fyrir því, að viðskipti gætu orðið frjálsari en verið hefur að undanförnu. Þvi hef- ur þó aldrei verið haldið fram af neinum, að á skömmum tíma væri hægl að ná því jafnvægi í við- skiptum út á við, að liægt væri að gefa verzlunina frjálsa. Vegna þess, hve erfiðlega hefur tekizt um af- urðasöluna, á slíkt auðvitað ennþá lengra í land. Engu að síður verður gengislækkunin samt stórt og óum- flýjanlegt s]>or í áttina lil frjálsari verzlunar, þótt e. t. v. verði ekki hjá því komizt að gera frekari ráðstaf- anir, ef slíku marki á að verða náð. Skal það atriði nú tekið til nánari athugunar. Er unnt að komast hjá frekari gengisskerðingu ? Sú spurning mun vera ofarlega í hugum margra þeirra, er um fjárhagsmálefni hugsa, hvort gengi það, er nú hefur verið ákveðið, geti orðið endanlegt jafn- vægisgengi, eða hvort óhjákva'milegt verði í náinni framtíð að gera víðtækari ráðstafanir í sömu átt. Það er erfitt að svara þessari spurningu til hlítar, |>ar sem þetta veltur að talsverðu leyti á óviðráðanlegum öflum, svo sem markaðsskilyrðum, aflabrögðum, árferði o. s. frv. Mín skoðun er þó sú, að þeirri stefnu beri að fylgja, að gera allt sem unnt er, til þess að ekki þurfi að grípa til frekari verðfellingar krónunnar, a. m. k. ekki sem neinu næmi. Hvort slíku marki megi ná, er að mínu áliti komið undir eftirtiildum atriðum: 1. Utlánastefna bankanna. Það sem sennilega veltur FRJÁLS VERZLUN 87

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.