Frjáls verslun - 01.06.1950, Blaðsíða 6
Guðmundur Vilhjálmsson, núverundi frhv.stj.
Eimskipafélags íslands.
Bærinn var allur flöggum skreyttur eftir föngum.
Sölubúðir voru allar lokaðar, sama var um vinnu-
stofur, — hvergi var unnið, — þessi dagur var stór-
hátíð heillrar þjóðar. — Ollum skólum var lokað,
svo að æskan gæti glaðst og fagnað liinu nýja skipi.
Opinberar skrifstofur, sem þá voru ekki margar, voru
lokaðar.
Veður hafði verið risjótt undanfarna daga og þenn-
an dag var kuldanepja, en þó mátti teljast sæmilegt
veður, svo að ekki varð ami að. — Svo hafði verið
til ætlast, að Faxaflóaháturinn Ingólfur færi á inóti
Gullfoss út í flóann, en hann var veðurteptur í Borg-
arnesi. — Ur þessu var þó bætt á þann hátt, að stjórn
Eimskipafélagsins fékk Elías Stefánsson útgerðar-
mann til þess að lána sér botnvörpunginn íslending
til fararinnar. Með því litla skipi fór svo stjórn fé-
lagsins ásamt gestum sínum, og ráðherra Islands, Sig-
urði Eggerz, sem þá var einn ráðherra hér á landi,
út í Faxaflóa til þess að taka á móti Gullfoss. —
Þegar skipin mættust var mikið um fögnuð. Ráðherr-
ann hélt eina af sínum ágætu ræðum, fullur hrifning-
ar og góðra óska, en formaður félagsstjórnar, Iir.
Sveinn Björnsson, þakkaði fyrir félagsins hönd. -—
Svo einkennilega vidi til, þegar Gullfoss kom, að fyrsti
maður, sem skipstj. Sig. Pétursson sá og þekkti þegar
hann kom inn undir Seltjarnarnesið, var faðir hans,
Pétur bóndi í Hrólfskála, sem hafði að vanda farið
að vitja um net sín á smábát, og munu þeir feðgar hafa
skipst á kveðjum. Sonurinn glæsilegi af stjórnpalli
hins fagra skips, en gamli bóndinn úr skekktunni litlu
—- þarna mátti segja að mættist gamli og nýi tíndnn.
Svo rann hið fagra skip, flöggum prýtt, hægt og
hátíðlega inn á ytri höfnina í Reykjavík, en þegar
akkerinu var hleypt í botn, gullu við húrrahróp frá þús-
undum manna, sem safnazt höfðu saman við bæjar-
bryggjuna, — steinbryggjuna gömlu, og meðfram sjáv-
arströndinni alla leið austur á Battari. (Þá var verið að
byggja Reykjavíkurhöfn) .Það var mál manna, að ekki
hefði verið svo margt manna samankomið í höfuðstaðn-
um, síðan tekið var á móti Friðrik VIII. Danakonungi,
sumarið 1907. — Óteljandi smábátar fóru á móti skip-
inu með farþega og kostaði farið 25 aura, ef farinn
var einn hringur kringum skipið. Allan daginn var
óslitinn straumur af bátum hlöðnum forvitnu og hrifnu
fólki og alltaf gullu við húrrahrópin. Á þessum árum
var ísland enn háð Danmörku stjórnarfarslega og þess
vegna voru tvö dönsk flögg með orðið Danemark á
milli máluð á hliðar Gullfoss, til þess að stríðsþjóð-
irnar, Englendingar og Þjóðverjar. sæju hlutleysi hans
á hafinu, á leiðinni til landsins. En þegar skipið var
komið inn í íslenzka landhelgi. til Vestmannaeyja, var
málað yfir þessi dönsku tákn, svo að þau þyrftu ekki
að særa tilfinningar allra íslendinga, og fór vel á
þessu.
Gullfoss gamli kostaði 580 þús. krónur, þ. e. a. s.
danskar og íslenzkar krónur. Þá var enginn gengis-
munur á íslenzkri krónu og mynt hinna Norðurland-
anna. — Enska pundið var þá líka á 18,20 og dollar-
inn á 3.75, af þeirri einföldu ástæðu, að íslenzk króna
var í fullu gullgengi. — Það var ekki fyrr en 6 árum
síðar (1921), að þeirri braiðraþjóð okkar, sem mest
skiptin hafði haft við okkur undanfarnar aldir, þókn-
aðist fyrst allra okkar viðskiptaþjóða, að skella verð-
falli á íslenzkan gjaldmiðil, öldungis að ástæðulausu
og án allrar sanngirni.
Sunnudaginn 19. apríl var Gullfoss látinn fara til
Hafnarfjarðar með vörur, sem voru í skipinu þangað.
— Stjórn Eimskipafélagsins bauð öllum bæjarbúum
ókeypis far með skipinu, svo sem rúm Ieyfði. 4—500
manns notuðu sér þetta góða boð félagsins, en því mið-
ur var hvassviðri svo að margir urðu sjóveikir. Þegar
í fjörðinn kom, var þar hátíðlega tekið á móti skipinu.
Magnús Jónsson bæjarfógeti bauð það velkomið, en
formaður félagsins, Sveinn Björnsson, þakkaði. Þennan
sunnudag mætti ég tveim æskufélögum mínum í Austur-
stræti og höfðu þeir orð á því, að leiðinlegt hefði
verið, að við skyldum ekki hafa farið um morgun-
inn með Gullfossi suður í Fjörð. Við ákváðum sam-
stundis að fara gangandi til Hafnarfjarðar, sem var
almenn venja þá, og koma með skipinu aftur um
kvöldið. Þetta gerðum við og höfðum beztu skemmt-
82
FRJÁLSVERZLUN