Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1950, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.06.1950, Blaðsíða 27
gæfum bókum og gömlum orð'abókum. Ég á ógrynui af efni, og því er öllu vandlega raðað niður. Til dæmis geymi ég lýsingarorðin í þessari skúffu, í þess- ari eru líkingar og í þeirri næstu eru mótsagnir. Hérna eru lýsingar á landslagi og beint hér niður undan eru lýsingar á einkennilegu fólki, í þessari skúffu hef ég heilt safn af ýmsum atburðum, sem ég nota í smá- pögur og skáldsögur, þarna megin eru allar mínar einkennilegu tilvitnanir og til hægri er ofurlítið safn af sérstæðum kenningum og ævintýrum. Nú hlýtur yðar að skiljast, að starf mitt getur ekki verið sérlega erfitt, með allri þessari skipulagningu. Ég skrifa því sem næst án þess að hugsa, meira og minna ósjálf- rátt. Þegar ég ætla að skrifa eitthvað, veit ég ná- kvæmlega, hvar ég á að leita og get fengið það sem mig vantar á augabragði, Efni, sem ég er búinn að nota, strika ég yfir með rauðu bleki. Ég er ekki einn af þessum fávitum, sem bíða eftir innblæstri og snert- ingu við snilligáfuna eða livað það er kallað. Ég skrifa reglulega á fyrirfram ákveðnum tíma, — aðferðir mínar eru þær sömu og notaðar eru við venjulegan iðnað. Hvað finnst yður um þetta?“ Ennþá gerði ég eina tilraun til að segja eitthvað, en það fór sem fyrr, að ég gat ekki komið upp nokkru orði. En hann virtist kæra sig kollóttann. „Segið mér,“ hélt hann áfram og horfði fast á mig með þessum augum sem ekki virtust tjá neitt: „Væri ekki hægt að gera eitthvað úr bókunum mínum á Ítalíu? Gætuð þér ekki þýlt eitthvað af þeim og út- vegað mér útgefanda? Ég skyldi láta yður fá 40 af 100 af öllum hagnaði og útgáfuréttinn í. landi vðar. Ef þér haldið, að þetla sé ekki fráleitl, þá skulum við gera samninginn strax.“ Til allrar hamingju hringdi síminn í næsta her- bergi, og rithöfundurinn mikli þaut út án þess svo mikið sem að biðja mig að afsaka. Hann kom aftur eftir eina eða tvær mínútur. „Ég bið yður afsökunar,“ sagði bann. „Lögfræð- ingurinn minn var að spyrja mig að dálitlu, ég stend í málaferlum við útgefanda minn í Múnchen og hef góða von um að vinna málið. En svo við byrjum aftur þar sem frá var horfið, — viljið þér segja mér ákveðið, livort þér gangið að þessum samningi urn, ítölsku þýðinguna?“ Ég stóð upp skelfingu lostinn. Hann baðaði úl litlum feitum liöndunum. Hann liafði 1 jóta hringi á hverjum fingri. Voru þetla sömu hendurnar sem höfðu skrifað svo margt dásamlegt? Éða bafði ég gert mig að fífli með því að hafa liann fyrir átrúnaðargoð? Ég slamaði út úr mér einhverri kurteislegri athuga- semd og færði mig um leið í áttina til dyranna til að flýja frá þessari mannveru, sem mér fannst bölv- uð i orðsins fyllstu merkingu. „Hvað er þetta?“ hrópaði hann, „ætlið þér ekki að bíða eftir tei hjá mér? Konan mín og börnin koma aftur á hverri stundu, og þá skulum við öll drekka te saman, þér ættuð sannarlega að sjá börnin mín, — tveir indælir drengir, — annar þrettán ára en hinn er sjö —. Konan mín spilar á píanó og málar líka, — hún málaði þetta, hvernig lízt yður á það?" Ég hneig niður í stól algjörlega yfirbugaður. Þessi óþreytandi málskrafsmaður sýndi engin merki undr- unar, en tók að opna hurðirnar á bókaskápnum hægt og rólega. Hann sagði lágróma: „Hér eru öll ritverk mín. Hér er fyrsta útgáfan af þeim, svo koma hinar útgáf- urnar, og þýðingarnar eru neðst. Þetta er svei mér ekki svo lítið, hvað finnst yður? og lítið á bsndið. Allt bundið í geitarskinn, — og það er afskaplega dýrt eins og þér vitið. ÞaS hefur kostaS töluvert að láta binda þær, en .... ja, maSur verður að klæða börnin sín þokkalega, finnst yður það ekki?“ Um Ieið og hann sagði þetta, setti að honum slíkan hlátur út af þessu litla spaugsyrði sínu, að meðaumk- un mín með honum varð öllu öðru yfirsterkari. „Ég get ekki beðið,“ hrópaði ég. „Svei mér ef ég get það. Ég verð að fara, — ég verð að hafa mig af stað.“ Ég beið ekki eftir að heyra meira, opnaði hurðina og þaut fram ganginn, út á næsta gang og kom loks að framdyrunum. Á bak við mig heyrði ég rödd. sem kallaði ákaft: , „Bara andartak, bara augnablik, — te.“ En ég gaf þessu engan gaum. Ég þreif haltinn mi m, opnaði hurðina og þaut niður án þess að segja svo mikið sem eitt orð við goðið mitl í kveðjuskyni, en það hrópaði til mín ofan af loftskörinni. „Farðu norður og niður til þíns herra, þú og all- ir aðrir meistarar hans,“ sagði ég þegar ég kom niður á götuna aftur. Ég var ákaflega reiður, og mér leið illa. Ég náði lestinni, og jafnskjótt og ég kom aftur heim, kastaSi ég í eldinn öllum rilverkum þessa fordæmda manns. Vera má, að ég hafi gerl rangt eða mér hafi skjátl- ast, en sannleikurinn er sá, að nú get ég aldrei hugs- að um Prag án þess að fyllast blygðun og viSbjóði. Andrés Björnsson ísl. Æran er svipuð eyju, snarbrattri og ún lendingar- staða. Ef viS föllum fyrir björg, komumst við aldrei upp aftur. — BOILEAU. Kaupmaðurinn: Hvað ætlist þér fyrir með öll þessi málverk ? Nýtízku málari: Selja þau. Kaupmaðurinn: Segið mér hvaða kaup þér vilduð fá. Ég hef verið að leita að slíkum sölumanni alla ævi. FRJÁLS VERZLUN 103

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.