Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1950, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.06.1950, Blaðsíða 20
um vonbrigðum með samning þenn- an, þar sem þeir höfðu gert sér góð- ar vonir um aukin framtíðarviðskipti við þetta stórveldi í austrinu og þess vegna fallizt á hagkvæma greiðslu- skilmála. Danmörk. Yfirvöld landsins eru nú að al- liuga möguleika á að leyfa innflutn- ing á 4 þús. nýjum bifreiðum frá Þýzkalandi, en eins og kunnugt er, þá hefur verið mikill skortur á nýjum bifreiðum í landinu síðan styrjöldinni lauk. Verðmæti þessara 4 þús. bifreiða er talið um 25 milli. krónur. Gjaldeyrisskuld Dana við Breta nemur nú 550 millj. £ Útflutningur landsins til Bretlands á fyrsta árs- fjórðungi þessa árs nemur 391 millj. £, en innflutningurinn þaðau nem- ur 48 millj. £. Er vöruskiptajöfnuð- urinn því óhagstæður um 94 r.iilij. £ milli þessara landa á umræddu tíma- bili. Carl Bramsnæs, fyrrum þjóð- bankastjóri Dana, hefur nýlega lát- ið í Ijós þá skoðun sína, að efna- hagsþróunin í heiminum í dag muni Ieiða til þess, að norrænt tollabanda- lag muni komast á dagskrá á ný, en sem kunnugt er fóru tilraunir til myndunar slíks tollabandalags út um þúfur. Sagði hann, að þróunin í heimsviðskiptunum miðaði í þá átt, að Norðurlönd væru ein efnahags- leg heild. Vísitala heildsöluverðs hefur hækkað um 28 stig frá því er geng- isfelling £ varð í sept. s.l. í ágúst 1949, mánuðinn fyrir gengisfellinguna, var hún 255 stig, en í apríl s. 1. 283 stig. Finnland. Þann 13. júní var undirritaður viðrkiptasamningur milli Finna og Rússa. Er gert ráð fyrir viðskiptum á hvora hliö er nema um 120 millj £. Þessi viðskiptasamningur er 'sá mesti, er Finnar hafa nokkru sinni gert. Bretland. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs fluttu Bretar inn vörur fyrir 46,2 millj. £ frá löndum þeim, sem standa að Efnahagssamvinnu Evrópuþjóð- anna. Útflutningur Breta lil þessara landa nam á sama tíma 50,7 millj £, í samanburði við 42,3 millj. £ á sama tíma árið áður. Helztu innflutningsvörurnar voru matvæli, drykkjarföng, tóbak, hrá- efni og iðnaðarvörur, en helztu út- flutningsvörur Breta voru járn og stál, málmvörur, vélar og verkfæri, vefnaðarvara, fatnaður og kol. Bretar fluttu út húsgögn úr tré fyrir rúm 300 þús. £ á fyrstu 4 mán- uðum ársins, j>ar af talsvert lil Bandaríkjanna. Fyrstu 3 mánuði þessa árs voru fluttar út til Belgíu um 4 þús. brezk- ar bifreiðar að verðmæti 1,2 millj. £. Svíþjóð var næst í röðinni af Evrópulöndunum og nam bifreiða- útflutningurinn þangað 2.859 bif- reiðum, og þriðja í röðinni var Hol- land með 2.501 bifreiðar. 6.300 bifreiðar fóru til Kanada og yfir 1 J)ús. til Bandaríkjanna. Er þetta mikil aukning miðað við marz 1949, en þá fóru aðeins 1.747 bif- reiðar til Kanada og 353 til Banda- ríkjanna. Bretland er nú mesta bifieiðaút- flutningsland í heimi, en Bandarík- in eru önnur í röðinni. I Frakkland. Bifreiðaframleiðslan í apríl nam samtals 29.414 bifreiðum, á móti 19.444 bifreiðum í marz. Renault-verksm. framleiddu flest- ar bifreiðar eða 10.629. Næstir í röðinni voru Citroen með 7.032 bifreiðar, Peugeot með 4.960 bif- reiðar, Simca með 2.523 hifreiðar og Ford með 2.040 bifreiðar. Út voru fluttar 6.746 bifreiðar í mánuðinum. Franski kaupskipaflotinn er nú orðinn stærri en hann var fyrir styrjöldina, samkv. síðustu opinber- um skýrslum. Þann 1. maí s. I. taldi kaupskipaflotinn samtals 672 skip 2.769.303 tonn að stærð, í saman- hurði við 670 skip 2.733.633 tonn að stærð 1939. Fjórtán kaupskip eru nú í smíðum og munu bætast við flotann á Jæssu og niesta ári. Útflutningur Breta til Kanada í apríl s. 1. nam að verðmæti 8,9 millj. £ og til Bandaríkjanna 5,6 millj. £. Er útflutningurinn til Kanada í mánuðinum 13% hærri en í marz og hefur farið sívaxandi síðan í október 1949. Aftur á móti var út- flutrdngurinn til Bandaríkjanna sá lægsti síðan gengisfelling £ varð s. I. haust. Bifreiðaframleiðslan og útflulning- urinn í marzmánuði er sá mesti í sögu iðnaðarins fram að þessu. Að meðaltali voru framleiddar 10.200 bifreiðar á viku í mánuðin- um, en í marz s. I. ár 7.535 bifreið- ar. Út voru íluttar 36.000 bifreiðar í mánuðinum, en í sama mánuði í fyrra 24.472 bifreiðar. Meira en Franskt fyrirtæki hefur í hyggju að framleiða „dvergbíla“, sem sagð- ir eru þeir minnstu í heimi, og selja J)á til Bandaríkjanna. Þessi litla bif- reið er búin I ha. vél og vegur 264' Ibs. Hámarksþungi þess, sem hún ber, er 396 Ibs, hámarksökuhraði 40 mílur ])r. klst. og eldsneytiseyðslan er 4,5 lítrar á hverjar 62 mílur. Bif- reiðin er 7 fel á lengd og 4 fet á breidd. Bifreiðategund þessi er lramleidd af fyrirtækinu „Vaucelle et Fils“, en ennþá er framleiðslan lítil, sökum skorts á dollurum til hráefnakaupa. Bandaríkin. Iðnaðarframleiðslan í apríl var sú mesta síðan í febrúar 1949 og jókst í mánuðinum um 2 stig upp í 189 stig. Er það aðeins 6 stigum lægra 96 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.