Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1950, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.06.1950, Blaðsíða 13
Enn um líruLma. Þann 8. júní síðastliðinn reit ég í Alþýðublaðið grein, varðandi skráningu lírunnar. Tilgangurinn með þeim skrifum var að átelja þann drátt, sem orðinn er á því, að Þjóðbankinn taki upp skráningu lírunnar, en líran er nú, eins og flestum er kunnugt, orðinn einn bezti gjaldeyrinn í Evrópu. Á það var bent, að þangað til í nóvember 1947 var sölugengi lírunnar hjá Sölusambandi íslenzkra fisk- framleiðenda Kr. 18,73 per 1000, en var þá hækkað upp í kr. 22,45 að tilhlutun Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna. Nú munu saltfiskútflytjendur óska eftir að fá líruna skráða á Kr. 30,00, og mun drátturinn á af- greiöslu þessa máls að einhverju leyti eiga rök sín að rekja til þess. Samkvæmt gengisskráningarlögunum frá 20. marz síðastliðnum, ætti líran að vera skráð á kr. 26,14 per 1000 í samræmi við aðra mynt. Eg gat þess í umræddri grein, að ég teldi viðskipti við Ítalíu hafa verið íslendingum hagstæð, og með til- liti til þess, að búast mætti við minnkandi sölumögu- leikum í Þýzkalandi og Bretlandi, væri æskilegt að kappkosta að koma viðskiptum við Ítalíu á sem traust- astan grundvöll, en sem kunnugt er, má gera mjög hag- stæð innkaup í Italíu á fjölmörgum iðnaðarvörum. Hafi ég ætlast til, að grein mín hefði orkað í þá átt að fá skráð gengi á líruna, hef ég orðið fyrir von- brigðum. Allt stendur enn í sömu sporum, þrátt fvrir ummæli daghlaðsins Vísis þann 19. júní. Það er einn kosturinn við lýðræðisstjórnskipulagið, að jafnvel hinir æðstu menn þjóðfélagsins verða að standa þjóðinni reikningsskap af gjörðum sínum. Og því sterkara og betur vakandi sem almenningsálitið er, því betur verður landinu stjórnað. I Bandaríkjunum kemur það alloft fvrir, að ráð- herrar eru kallaðir fyrir þar til kosnar nefndir al- mannavaldsins, ef grunur leikur á að stefna þeirra brjóti að einhverju leyti í bága við vilja meiri hluta þjóðarinnar. Ég er ekki að gefa í skyn með þessu dæmi, að nokk- uð þurfi að vera athugavert við það, að afgreiðsla þessa máls hefur dregizt. Miklu fremur er ég að leggja á- herzlu á, að það sé nauðsynlegt fyrir ráðamenn þjóðar- innar sjálfrar, þegar þeir álíta sig vera að gera rétt og vinna að þjóðarhag. að gefa þjóðinni sem gleggsta skýrslu í hverju máli. Ef svo er ekki gert, er hægðar- leikur fyrir þá. sem það vilja gera. að telja almenn- ingi trú um, að misjafnt sé unnið. Dagblaðið Vísir hefur oft verið til fyrirmyndar um hilbrigða gagnrýni, en hefur brugðist almenningi í þessu máli! ! Kaupsýslumenn, og að því bezt verður vitað, marg- ir útgerðarmenn, bíða stórtjón við það, að þetta mál er dregið á langinn. Það getur því tæplega talizt ósann- girni að fara fram á, að þessum aðilum fyrst og fremsl sé skýrt frá, hvað sé að gerast í þessum málum. Það mætti að endingu benda á, að viðskipti okkar við Ítalíu eru orðin það Stór liður í þjóðarbúskapn- um, að það væri að sjálfsögðu mjög æskilegt, að nokk- uð það skeði hér heima. er gæfi ítölskum yfirvöldum tilefni til umhugsunar. Reykjavík, 1. júlí 1950. GuSmundur Árnason. Fjölnisvegi 11. Verzlunin „Málarinn" 25 ára. Framhald aj bls. 86. arra, og var það dómur þeirra, að íslenzka málningin væri sízt lakari útlendri.“ „Það er ofl dæmt ranglega um íslenzkan iðnað," sagði Pétur. „Hann verður eins og annað að renna sitt bernskuskeið, unz náð er fram til fulls þroska. En íslenzka þjóðin er ekki menningarþjóð fyrr en hún á iðnað, sem stenzt fullkomlega samanburð um verð og gæði.“ „Mér er ánægja að því að sýna ykkur fyrirtæki iriitt,“ sagði Pétur að síðustu. „Það hefur verið ánægja mín í lífinu að sjá störf mín bera ávöxt, fyrirtækið þróasl og híbýli taka slakkaskiptum, svo að fólk fær nú glaðzt við mýkt og yndi notalegri lita en áður var og verndað eignir sínar betur. Þegar ég opnaði verzlun mína var svart veggfóður mest í tízku í Reykjavík.“ „Frjáls verzlun“ óskar Pétri til hamingju með þetta merka afmæli verzlunarinnar og árnar honum allra heilla í framtíðinni. FRJÁLSVERZLUN 89

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.