Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1950, Blaðsíða 12

Frjáls verslun - 01.06.1950, Blaðsíða 12
mest á um það, hvort ráðstafanir þær, sem gerðar hafa verið í efnahagsmálunum með lögum um gengis- skráningu o. fl., ná tilgangi sínum, er útlánsstarísemi bankanna og fjárfestingarmálin, en þetta tvennt er auðvitað í nánu samhengi hvort við annað. Hinri raun- verulegi dýrtíðarvaldur frá því er styrjöldinni lauk er hin mikla fjárfesting, sem haldið hefur verið uppi fyrst og fremst með stórlega auknum útlánum bank- anna. Það er frumskilyrði þess, að gengislækkun eða aðrar ráðstafanir til þess að koma efnahagslífinu á kjöl, nái tilgangi sínum, að þessi mál verði tekin nægilega föstum tökum. 2. Fjármál hins opinbera. Annað ]>að atiiði, er mestu máli skiptir, ef hægt á að vera að komast hjá frekari gengisfellingu, er fjármál hins opinbera. Greiðsluhallinn á fjárlögum síðastliðin ár er eiji hin veigamesta orsök dýrtíðarinnar. í rauninni má þó segja, að ein aðalástæðan til hallans á ríkisbúskapr.um er hin mikla fjárfesting, bæði hjá hinu opinbera og einkafyrirtækjum. Mikil ojrinber fjárfesting hefur haft bein áhrif í þá átt að auka greiðsluhallann, en auk þess hefur hin mikla fjárfesting í heild haft óbein áhrif í þá átt að auka ríkisútgjöldin á þann Iiátt, að fjárfestingin er aðalorsök verðbólgunnar og hefur þannig gert niðurgreiðslurnar og uppbótargreiðslurn- ar úr ríkissjóði óhjákvæmilegar. 3. Kaupgjaldsmálin. Þar sem kaupgjaldið er mik- ilvægasti liður framleiðslukostnaðarins, en framleiðslu- kostnaðurinn ákveður hinsvegar verðlagið, hlýtur það auðvitað að vera mikilvægt skilyrði þess, að hægt verði að koma í veg fyrir áframhaldandi verðbólguþróun, að óeðlilegar kaupgjaldshækkanir eigi sér ekki stað. Rétt er þó um leið að vekja athygli á því, að ýmsum hættir mjög við að ofmeta þann þátt, sem kauphækk- anirnar hafa átt í verðbólguþróuninni. Kaupgjalds- hækkanirnar eru venjulega afleiðing en ekki orsök gjalds verði sjálfstæð orsök verðbólgunnar, þó að vitanlega sé slíkt hugsanlegt. Ef frumorsakir verðbólgunnar, hin mikla fjárfest- ing og útlánaaukning bankanna væru stöðvaðar, er ekki veruleg ástæða til þess að óttast, að hækkun kaup- gjalds verði sjálfstæð orsök verðbólgunnar, þó að vitanlega sé slíkt hugsanlegt. Niðurstaðan af ofansögðu verður því í aðalatriðum sú, að það, hversu til tekst með árangur þeirra ráðstaf- ana, er nýverið hafa verið gerðar í efnahagsmálum landsins, svo og annarra ráðstafana í þá átt að koma þessum málum á kjöl, er fyrst og fremst komið undir því, hver stefna er rekin í bankamálum og fjármálum bins opinbera. Olafur Björnsson, Félagsmál V. R. Almennur laungþegafundur var haldinn í Tjarnar- café þann 12. júní s. 1. Formaður launakjaranefndar, Þórir Hall, rakti nokkuð launamálin og sagði frá aðgerðum launaV-jaranefndar í þeim málum. Tóku nokkrir til máls um þau mál. Eftirfarandi tillögur voru samþvkktar á fundinum: 1. „Almennur launþegafundur í V. R. haldinn í Tjarnarcafé mánudaginn 12. júní 1950 samþykkir að sameina sérdeildir V. R. í eina launþegadeild og kjósa 5 manna nefnd til að undirbúa stofnun deildarinnar og gera uppkast að reglugerð fyrir hana."‘ 2 „Almennur launþegafundur haldinn í Tjarnar- café mánudaginn 12. júní 1950 samþykkir að fela stjórn félagsins og launakjaranefnd að láta fara fram, svo fljótt sem unnt er, allsherjaratkvæðagreiðslu með- al launþega um heimild fyrir stjórn félagsins og launa- laganefnd til vinnustöðvunar eða annarra nauðsyn- legra aðgerða hjá þeim sérgreinafélögum og einstök- um fyrirtækjum, sem ekki nást samningar við.“ Frá formanni félagsins kom eftirfarandi tillaga: „Almennur launþegafundur í V. R. haldinn í Tjarn- arcafé mánudaginn 12. júní 1950 samþvkkir að heim- ila launakjaranefnd að semja við atvinnurekendur um sömu launau]>pbætur og starfsmenn ríkis og bæja hafa hlotið á þessu ári. Fáist það ekki fram, felur fund- urinn launakjaranefnd í samráði við stjórn V. R. að gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru ináluni launþega til framgangs." í nefnd til þess að undirbúa stofnun launþegadeild- ar voru eftirtaldir menn kosnir: Rjörgúlfur Sigurðs- son, Þórir Hall, Gunnar Magnússon, Njáll Símonar- son og Bjarni Halldórsson. V erzlunaraímœli. Sigmundur Jónsson kaupmaöur á Þingeyri átti 40 ára starfsafmæli í áliðnum júní s.l., og hefur hann alla tíð rekið verzlun sína þar á staðnum með dug og forsjá. „Frjáls verzlun“ árnar honum hamingju í tilefni þessa merkisafmælis og er þess fullviss að vinsældir hans meðal Dýrfirðinga og allra annarra kunningja standa föstum fótum alla tíð. (Sjá ennfr. afmælis- orð blaðsins á bls. 149 árið 1946, er Sigmundur var sextugur; þar fylgir og mvnd af honum). 88 FRJÁLSVERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.